Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 7

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 7
af börnunum í höndunum á því sem næst ó- kunnugum stúlkum. Mér hefði fundizt mikill munur á þeim árum að hafa aðgang að dag- heimili eða einhverjum öðrum stað, þar sem ég hefði vitað telpuna örugga. - Þú veizt hvernig þetta er, hélt Nína áfram Konur, sem láta eftir sér að stunda eitthvert starf utan heimilisins eða hugðarefni eins og list, sem bæði krefst mikils tíma og einbeit- ingar, verða að leggja miklu harðar að sér en ella til þess að sinna heimilinu og börn- unum. Eg hef reynt að vera eins mikið með telpunni og ég hef getað og taia við hana — og enn, sem komið er, hefur allt gengið vel. Eg held hún hafi ekki farið margs á mis, sem önnur börn hafa. Kannski þvert á móti. Satt að segja finnst mér foreldrar hér. á Islandi gera of lítið af því að tala við börnin sín sem sjálfstæða einstaklinga. Eflaust er ástæðan sú, að hér er svo auðvelt að setja börnin út til að leika sér — hætturnar eru svo tiltölulega litlar miðað við stórborgir, þar sem foreldr- arnir verða að verja sínum frístundum til þess að fara með börnin í almenningsgarða, dýra- garða, á söfn og sýningar eða aðra staði, sem þau hafa áhuga á. Eg hef hitt börn hér heima, ljómandi falleg og greindarleg börn, sem þora ekki að tala við mann um neitt, sem máli skiptir, vegna þess, að þau eru ekki vön því að tala við fullorðið fólk. Kannski fá þau eitthvað annað í staðinn — ef til vill meira frelsi og víðara athafnasvið. Það er líka sjónarmið að leyfa börnunum að þroskast sem mest af sjálfum sér, leyfa þeim að vaxa eins og fíflar í túni. En mér finnst fólk oft skorta skilning á því, að það er með börnin eins og jurtirnar — uppvöxtur þeirra er svo háður því, hvernig að þeim er hlúð. Börn eru svo dýrmæt og gaman að hugsa um þau — raunar miklu skemmtilegra en að mála, ef maður gefur sig verulega að því. Við vitum, að í gamla daga var alltaf talað mikið við börn. A heimilunum var alltaf gamalt fólk og börnin tóku fljótt þátt í heim- ilisvinnunni með fullorðna fólkinu — voru næstum alltaf með þeim eldri, það gerðu bæði heimilishættir og þröngu húsakynnin. Nú er sá háttur ríkjandi, að börnin og unglingarnir eigi sinn eigin heim út af fyrir sig, þau eiga sína sér siði, sína eigin tízku, eigin tónlist og þar fram eftir götunum. Oneitanlega finnst mér þessir krakkar hafa vissan persónuleika. Það kann líka vel að verða til framfara, að þau byggi alveg á einhverju nýju, einhverju, sem þeim sjálfum fmnst rétt. - Hvernig voru þín eigin bernskuár, Nína? - Ósköp eðlileg og venjuleg. Krakkar voru óskaplega frjálsir í Reykjavík á mínum æsku- árum. Borgin var auðvitað svo miklu minni og hætturnar hverfandi. Frelsið var ómetan- legt — það fann ég bezt, þegar ég kom til útlanda í mannmergðina þar — maður gat einhvern veginn verið svo óháður mann- grúanum. Ég minnist í þessu sambandi atviks frá París. Islendingarnir, sem þar voru við nám, komu oft saman í litlu kaffihúsi á Montpar- Jóhannes Kjarval. Ragnar í Smára. Halldór Kiljan Laxness. nasse. Þá voru allir blankir og leyfðu sér ekki meiri munað en svart kaffi. Einu sinni sagði veitingamaðurinn við mig. „Veiztu, ég er farinn að þekkja Islendingana á augnaráðinu einu. Það er eitthvað alveg sérstakt við augun í þeim, frábrugðið öllum öðrum.“ Ég held hann hafi haft nokkuð til síns máls. Mér finnst ekki laust við, að þeir, sem alizt hafa upp við frelsi, náttúru og einangrun Islands, verði að fasi og yfirbragði eins og þeir eigi allan heim- inn. Þetta hverfur auðvitað smám saman eftir því sem byggðin þéttist. Þú er ekki fædd í Reykjavík? - Nei, á Seyðisfirði og þaðan hef ég mínar sterkustu barnsminningar — um sterkan, hvítan sjó og glampandi sólskin. Þar var svo fallegt. En ég var ekki nema fimm ára, þegar við fluttumst suður, svo að ég lít á mig sem Reykvíking — já eiginlega sem Vesturbæing líka, því að við bjuggum lengst af á Báru- götunni. Og nú er ég aftur komin í Vestur- bæinn — var svo heppin að fá þessa íbúð með svona fallegu útsýni. Það er mér svo dýrmætt, þegar ég kem hingað heim, að geta horft svona vítt yfir. Það eru mikil viðbrögð frá New York — og erum við þó svo lánsöm þar, að hafa íbúð með útsýni yfir Central Park. - Þú hefur komið oft heim á liðnum árum, er ekki svo? Málverkið sýnir viðhorf málar- ans til lífsins. - Jú, ég hef reynt að koma að minnsta kosti einu sinni á ári og nú síðustu þrjú árin hef ég verið hér fjóra mánuði á ári hverju. Lands- lagið hér á Islandi gefur mér svo mikið, myndrænar og litrænar hugmyndir — við getum kannski kallað það „inspiration“ þó að það orð sé orðið útjaskað. Loftið hér er svo tært og litirnir, birtan svo sérkennileg og dýrmæt fyrir málara. Ekkert hefur haft eins mikil áhrif á mitt litaskyn og íslenzka birtan og litir landsins. Myndirnar mínar byggj- ast fyrst og fremst á litum og litaflötum og hafa alltaf gert það. Ég held, að það megi sjá svipmót með öllum mínum myndum allt frá upphafi, þó þær virðist í fljótu bragði frá- brugðnar hver annarri. Segja má, að í þessu svipmóti sé að finna minn persónulega skiln- ing á umhverfinu. I rauninni er málverkið viðhorf málarans til lífsins;það sýnir hvernig hann sér og skynjar umhverfi sitt. (SD - Hvenær fórstu fyrst að fást við að mála? - Ég fór að fá verulegan áhuga á teikningu rétt fyrir eða um fermingu. Ég hafði auðvitað alltaf teiknað sem krákki og haft mjög gam- an að því, en það gera nú allir og þarf ekki að haldast. Ég fór í kvennaskólann en að honum loknum í skóla þeirra Jóhanns Briem og Finns Jónssonar. Þar fékk ég fyrstu verulegu kennslu í málaralist en hafði áður fengið smá- vegis tilsögn í teikningu hjá Tryggva Magnús- syni og Ásgrími Jónssyni. Ásgrímur var 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.