Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 17

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 17
j ólaundirbúninginn að líma hárið inn i húfuna, áður en hún er límd á valhnetuna. Skeggið límist ágætlega á hnet- una með UHU eða öðru góðu lími. A þessa jólasveina hefir ekki verið málað andlit, þeir eru svip- miklir samt. Svo eru sveinarnir flestir með skrautlegan trefil, það eykur litskrúðið. Hver þeirra þarf helzt að klæðast einhverju rauði — þó ekki nema trefillinn sé rauður. Jólasveinarnir eru auðvitað á ýmsum aldri — sumir þeirra gaml- ir og gráir, aðrir ungir og sprækir, sumir feitir, aðrir grannir. Gilja- gaur og Stekkjastaur eru sjálf- sagt gamlir og gráir geðillsku- karlar og grindhoraðir, en Falda- feykir og Gluggagægir ungir og spengilegir spjátrungar og mikið upp á kvenhöndina. Stúfur er eins og nafnið bendir til stúfur, en Gáttaþefur og Hurðaskellir líklega langir og mjóir. Svo eru það matmennirnir: Askasleikir, Pottasleikir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir og Ketkrókur þeir eru allir í góðum holdum, jafnvel með ístru. ■ Kertasníkir kemur seinastur, á sjálfa jólanótt- ina. Hann er þeirra stærstur og glæsilegastur (enda þarf að bæta sérstökum pípuhreinsara við handleggi hans og fótleggi til að lengja þá). Hann hefir náð sér í fallegt jólakerti. Móðir þeirra bræðra, hún Gríla ku líka vera mikið á ferli um jólin, svo það er kannske rétt að hafa hana með. Hún er gerð úr sama efni og á sama hátt og synir hennar, nema að hún er í strigapilsi og ljótu ullarpilsi þar yfir, og hún er með sítt og ritju- legt, grátt hár. Peysan hennar er heldur stærri en þeirra peysur, og hún er saumuð saman að framan, og látin gapa dálítið frá neðst. — A pokanum undir jólapóst- inn eru jólasveinarnir einn og átta — þar eru 13 of margir. Hausarnir eru hálf hneta, og allar húfurnar úr ullarefni. Pokinn er úr hessian striga eða úr Tarpaul- ing-dúk, sem fæst í veiðafæra- verzlunum. Efnisbúturinn, sem fer í pok- ann er 30x90 cm. Það er brotið upp á strigann 10 cm í annan end- ann og 25 cm. í hinn. Kantarnir eru saumaðir saman og síðan er efninu snúið við, þannig að saum- arnir snúi inn. Smáspýtu eða tága- bút er stungið inn í efri kantinn (sem er 25 cm kanturinn), til að styrkja hann. Nú er vasinn mynd- aður með því að brjóta um það bil 20 cm aftur upp á efnið, sauma saman í hliðunum, en þó ekki lengra en upp að faldinum, og saumunum síðan snúið inn á sama hátt og áður. Efri hornunum á pokanum er tyllt lauslega við bak- hliðina, þannig að þau liggi ekki alveg fast upp við bakið. Með því verður pokinn rúmbetri. A teppinu undir jólatréð eru jólasveinarnir 13 aftur saman- komnir. Teppið er hringur úr hessianstriga, 1,3 m. í þvermál og það er bryddað rauðu skábandi. Andlitin á jólasveinunum eru klippt úr grófu ullarefni, gráleitu eða brúnleitu. Það er ekki gert á þau augu, nef og munnur, en má auðvitað ef vill, t. d. að hafa tvær tölur fyrir augu. Húfurnar eru klipptar úr ullarefni eða prjónaefni, og er hár og skegg úr lopa. Lopahárið er límt undir húf- una, og húfan síðan á andlitið, og svo allt á teppið. Ef jólasveinn- inn er með skegg en ekki hár, er skeggið fyrst límt undir andlitið, svo húfan á, og svo allt á teppið. A jólunum gera menn sér daga- mun, og bera fram vín með matn- um. Þá er fallegur jóladúkur oft í mikilli hættu, því illt er að ná vínblettum úr, ef þeir koma í dúkinn. Kannske gæti svona svamphringur á vínflöskunni komið í veg fyrir slys. Hringur- inn er gerður úr bút af svampi (fæst t.d. í Málaranum). Klippt er mjó ræma, ca. l^ cm. á breidd og ca. 40 cm. á lengd. Hún er vafin saman þreföld og límdir endarnir. Bútur er klipptur úr sama efni, ca. 7 cm. á annan veg- inn og jafnlangur ummáli hrings- ins á hinn veginn. Þessi bútur er límdur yfir hringinn þannig, að kantarnir eru límdir saman innan í hringnum. Rauðum lopaspotta er vafið gisið um hringinn, til skrauts og til að halda honum betur saman. Jólasveinninn sem er að reyna að klifra upp flöskuna til að fá sér sopa, er gerður á sama hátt og hinir jólasveinarnir, nema að fótleggir hans og handleggir hafa verið lengdir með auka pípu- hreinsurum. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.