Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 18

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 18
Fvrir skömmu var haldið hér í borg barnaverndarþing. Meðal þeirr.i, sem þar fluttu erindi, var Jónas Bjarnason, sérfræðingur í kvensjúk- dómum. Gerði hann þar að umræðuefni ungar verðanu mæður og kvað allt of algengt, að barnungar stúlkur, sem engan jjroska eða að- stöðu hefðu til að verða mæður, yrðu barnshafandi. Hefði það í för með sér geysileg vandamál, sem oft og tíðum væri ógerlegt að leysa á viðunandi veg. Hann kvað þetta vera í stöðugri aukningu og væri þar eflaust mörgu um að kenna, en þyngst á metunum væri líklega fávizka unglinga um kynferðismál og væri því brýn nauðsyn að bæta úr því. Það taldi hann einkum í verkahring skólanna. Slík kennsla ætti að byrja fyrr en síðar og tvímælalaust á skyldunámsstiginu, og ef til vill væri rétta leiðin að fá lækna og hjúkrunarkonur til að fjalla um þessi mál. Gat hann um tilraunir, sem gerðar hefðu verið á þeim vett- vangi og tekizt vel. En hann minnti einnig á, að það væri ekki aðeins kennslu um kynferðismál, sem ábótavant væri, heidur heilsufræði almennt. 1 umræðum á eftir var mikið rætt um á hvaða aldursskeiði væri heppilegast að láta börnum í té fræðslu um kynferðismál og hverjir ættu að veita hana. Kom j:>á meðal annars fram sú tillaga, að slík fræðsla færi fram í sjónvarpinu, jafnvel í barnatíma. Það kom einnig fram í umræðunum, að fræðsluyfirvöld borgarinnar hafa gert ýmsar tilraunir til að fínna lausn á þessu vandamáli. Hefur þess meðal annars verið farið á leit við Rauða krossinn, að hann sendi hjúkrunarkonu í skólana til að annast kennslu um þessi mál. Rauði krossinn lýsti sig reiðubúinn til samstarfs en enn hefur ekki fengizt heppileg mann- eskja í starfið. Þá hefur það verið til umræðu í fræðsluráði að efna til námskeiða fyrir kennara í heilsufræði. Af þessu tilefni efndi HRUND til umræðufundar, þar sem til var stefnt bæði körlum og konum, sem hafa hugsað um þessi mál og fer árangurinn af þessum umræðum hér á eftir. Nokkru fyrir fundinn tókst okkur að ná tali af Jónasi Bjarnasyni, og kvaðst hann hlakka til að heyra hvað mæður og nemendur hefðu um jjetta að segja, því j:>eim væri málið skyldast. Sem læknir kvaðst hann uggandi um á- standið og áleit, að umræður á opinberum vettvangi gætu haft heilla- vænleg áhrif. Tilraun sú, er Jónas gat um í erindi sínu, var gerð í Flensborgar- skóla síðastliðinn vetur, að beiðni skólastjórans þar, Ólafs Þ. Kristjáns- sonar. Fræðslan fór fram í 3. og4. bekk gagnfræðadeildar og stóð aðeins yfír í einn eða tvo tíma. Jónas sá sjálfur um kennsluna og sagði að ríkt hefðu einlægur áhugi og alvara. Til þess að heyra álit einhvers j:>ess unga fólks, sem naut fræðslu læknisins í fyrra, buðum við á fundinn ungum manni, að nafni Gunn- laugur Sveinsson, en hann lauk gagnfræðaprófí frá Flensborgarskóla sl. vor. Auk hans komu til fundarins Jón A. Gissurarson, skólastjóri Gagnfræðaskólans við Lindargötu, Hólmfríður Brynjólfsdóttir, hús- móðir, Dóróthea Einarsdóttir, húsmóðir og Magdalena Schram, nemandi í 6. bekk M.R. Af blaðsins hálfu tóku þátt í viðræðunum Margrét R. Bjarnason og Bryndís Schram. I upphafi fundar lögðum við þessa spurningu fyrir gesti okkar: Er kynferðisfræðsla í skólum tímabær ? Allir voru gestirnir jreirrar skoðunar að svo væri, nema Jón A. Gissurarson skólastjóri og gerði hann eftirfarandi grein fyrir afstöðu sinni: Sveitabörnum verður býsna fljótt ljóst sambandið milli tímgunar húsdýra og fæðingar. Þau eru ásjáandi beggja þessara viðburða og þeir eru þeim því engin dul. Fæðing litla bróður eða systur verður þeim því engin torráðin gáta, þau koma einfaldlega úr móðurkviði eins og litlu lömbin. Borgarbörnin eru verr sett, þau verða að fá fræðslu fullorðinna um jrað, sem hinum er sjálfsagður hlutur. Móðir er sá aðili, sem þeirri fræðslu miðlar, enda löngu fyrir skólagöngu. Skólinn eykur svo og dýpkar skilning barna á viðhaldi lífsins með námsgreinum, svo sem náttúru- og heilsufræði. Ekki er um neina fræðslu í kynferðismálum að ræða. Nú er talið að telpur hér verði kynþroska 12 ára, aðrar síðar en sumar fyrr — piltar eilítið síðar. Kynþroskaaldurinn er talinn hafa lækkað hér síðustu áratugi um 1-2 ár. Engum blöðum er um það að fletta, að börn undir fermingaraldri eru of ung til að hafa kynmök, þótt kynþroska séu. Líkams- og sálarþroski bíður við það hnekki. Slysabörn hafa geigvænleg áhrif á unga móður og valda foreldrum 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.