Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 20

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 20
Blaðamaður: En getur þjóðfélagið ætlazt til þess, að hver móðir hafi þann félagslega, siðferðilega og kyn- ferðislega þroska, sem þarf til að geta leitt dóttur sína í þessum efnum? Jón: Við verðum að gera þær kröfur til þeirra. Hólmfríður: hað getur ekki stað- izt. Það var aldrei um þessi mál talað, ekki eitt einasta orð, svo að þær kunna það ekki. Jón: Já, víst hefur orðið breyting — uppeldið síðustu áratugi hefur farið í mola hjá okkur. Það er eðlilegt, það hefur orðið gerbreyting á þjóðfélaginu. Hinsvegar segir mér hugur, að þessar ungu stúlkur verði betri mæður en mæður þeirra hafa verið. Hólmfríður: Ábyggilega, því að við höfum brugðizt. Jón: Já, við höfum brugð- izt vegna hinna þjóðfélagslegu að- stæðna. Hólmfríður: En við höfum strang- ari siðferðiskennd en unga fólkið nú. Magdalena: Það má þó ekki kenna okkur unga fólkinu um alit, sem af- laga fer í þjóðfélaginu. Við sköpum ekki móralinn, það eruð þið, sú kyn- slóð, sem völdin hefur í þjóðfélaginu. En mig langar til að spyrja um eitt atriði. Hvað er það, sem þið viljið láta kenna í skólunum? Hvernig barnið verður til, eða hvernig á að koma í veg fyrir að barn verði til? Á ekki að kenna ungum stúlkum, hvers vegna þær eigi ekki að fara að sofa hjá svona ungar? Dóróthea: Eg hef hugsað mér þessa fræðslu um það sem gerist í líkama stúlku, sem verður ófrísk. Hólmfríður: Það er ekki nóg. Það verður að leiða henni fyrir sjónir, hvaða ábyrgð fylgir því að fæða barn í heiminn. Jón: Eg mundi alveg vera Hólmfriður: Við vonwi alin upp við, að aldrei mátti um þetta tala. andvígur umræðum við börnin í þessum grundvelli jafnskjótt og þau verða kynþroska. Auðvitað verðum við að gera ráð fyrir, að þrettán ára stúlka, jafnvel þótt hún sé orðin kyn- þroska, sé of ung fyrir kynmök. Magdalena: Hafið þið meiri á- hyggjur af því, að stúlkan eigi barn, eða að hún sé ekki hrein mey fjórtán ára? Jón: Þetta er nú aðeins stigsmunur? Magdalena: Já, en í þessu liggur allur munurinn. Jón: Eg álít, að það geti verið verulega hættulegt fyrir stúlku á þeim aldri að eignast barn. Bæði siðferðilega og líkamlega. Og það eina, sem við getum gert til að koma í veg fyrir það, er að auka ábyrgðar- tilfinningu foreldranna. Blaðam: Er þetta þá einhver mein- semd í þjóðfélaginu sjálfu. Segir það ekki nokkuð um þjóðfélagið, að við skulum hér saman komin til þess að ræða kynferðisleg vandamál unglinga á fermingaraldri? Magdalena: Jú, einmitt — það er mórallinn hjá fólkinu. Dóróthea: Þetta hefði ekki kom- ið til mála, þegar við vorum ung. Það hefði ekki verið þörf fyrir um- ræður um þessi mál. Hólmfríður: Við höfðum það á samvizkunni, að við þyrftum að varðveita okkur handa þeim eina útvalda. Magdalena: Já, en þetta er aldrei brýnt fyrir neinum núna. Dóróthea: Það þarf auðvitað að auka félagslegan þroska barna og skvn þeirra á lífið almennt. Blaðamaður: Hvaða áhrif hefur trú- in haft á þetta? Eða öllu heldur trú- leysið? Jón: Það hefur eflaust ein- hver áhrif haft. Dóróthea: Eg held, að trúin komi Gunnlaugur: Egfékk mina fyrstu fraðslu i 12 ára bekk. heldur lítið inn á siðferðið yfirleitt. Biaðamaður: Ekki kannske trú úr kennslubókum. En meðal trúaðra þjóða er þessu öðru vísi farið. Þar verður ekki vart þeirrar upplausnar, sem við höfum hér. Magdalena: Kannski það sé óttinn. Jón: Hvað sem öllu þessu líður, getur skólinn einn ekki borið ábyrgðina, við verðum að reyna að treysta heimilunum. Og þó að við vitum, að mörg þeirra séu í molum, er, sem betur fer, meirihlutinn heil- brigt fólk. Dóróthea: En hver á að fræða þau börn, sem koma frá vandræða- heimilum. Það er stór hópur og þau þurfa ekki hvað sízt á fræðslu að halda. Jón: Það er annað mál, og þá kemur til kasta annarra aðila, lækna eða presta. Þar ætti kirkjan e.t.v. að gegna einhverju hlutverki. Blaðamaður: En hvernig er með fræðslu sonarins? Hólmfríður: Mér finnst það vera hlutverk mannsins að tala við son- inn. Blaðamaður: Hvað skyldi það vera í þjóðfélaginu sem veldur því, að unglingum finnst sjálfsagt að sofa saman? Þar á hefur orðið geysileg breyting á skömmum tíma. Magdalena: Þau fara ekki svo í kvikmyndahús, að þau sjái ekki eitt- hvað um kynferðismál, opna ekki svo bók, að hún fjalii ekki um þessi mál. Það er alls staðar hamrað á þessu. Jón: Við vitum, að stúlkur verða kynþroska þrettán ára eða svo. Veitum við þeim fræðslu, gerandi ráð fyrir, að þær séu farnar að lifa með karlmanni? Magdalena: Við verðum að horf- ast í augu \dð þá staðreynd, að þær eru farnar til þess. Strax eftir að þær koma í gagnfræðaskóla. Og ég held, að stelpum í 1. og 2. bekk sé alveg Dórótbea: Dóttir min var i 12 ára bekk i fyrra og þá ' var þessum kafla sleþþt. nákvæmlega sama, hvort þær eru hreinar meyjar eða ekki. Ef þær vita, hvernig þær eiga að komast hjá því að verða ófrískar, hika þær ekki við að sofa hjá. Hólmfríður: Er þetta virkilega orð- inn svona stór þáttur í lífi unglinga? Dóróthea: Ég held, að fullorðið fólk hafi yfirleitt ekki áttað sig á því, hvað unglingarnir eru almennt farn- ir að lifa kynferðislegu lífi. Blaðamaður: Ungur félagsfræðing- ur, sem gerði könnun á þessu hér í Reykjavík, segir að unglingar byrji yfirleitt að hafa kynmök 15-17 ára. Það sé að minnsta kosti algengt. Jón: En hver getur haft á- hrif á þetta? Eigum við að sleppa þeim möguleika, að það séu foreldr- arnir. Ég er t.d. hræddur um, að margt ríkara fólk gefi sér ekki næg- an tíma til að sinna börnum sínum. Það er á skemmtunum og lætur börn- unum eftir íbúðina. Svo koma börnin Jón: Já, lifið - en lífið byggist ekki allt á „sexi“. Gunniaugur: Eg er auðvitað oft úti á kvöidin, en ekki i slamum félagsskaþ. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.