Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 23

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 23
lá makindalega í stól í skítugu, daunillu anddyrinu, vindlingur hékk á vörum hans, en hann var ódrukkinn. Flautu- leikarinn hafði reynzt fýld, dauf og sjálfs-ásakandi og hafði nær ergt hann til tára. Skap hans var enn verra en venjulega, og hann lét það bitna á Mouche. Hann sagði, „Komdu hingað. Hvar í andskotanum hefurðu verið. Þú færð laun reglulega núorðið. Ekki þarftu að selja þig á götum úti þess vegna.“ Mouche fann til svo ákafs haturs á þessum manni, að hún hélt, að hún mundi verða veik eða falla í ómegin. En frelsið, sem hún hafði notið þessa kvöldstund, bergmál saklausrar skemmtunar, hjálpaði henni til að svara honum. „Eg var úti með Balotte. Hann bauð mér út að borða.“ Coq hló önuglega. „Þangað til klukk- an fjögur um nótt? Eg kannast við þess konar kvöldverði . . .“ „Það er ósatt. Við vorum að dansa. Hví skyldi ég ekki dansa við hann? Hann er góður við mig.“ Kafteinn Coq reis upp úr stólnum, hnefar hans voru krepptir og andiitið afmyndað af reiði. Hann gnísti tönnum og greip um úlnliði hennar, svo að hún æpti af sársauka. „Þetta færðu og meira til,“ grenjaði hann og herti tökin, „ef ég hitti þig aftur með þessum svitakirtli. Eg brýt hvert bein í skrokknum á þér og honum líka. Mundu það. Farðu upp í herbergið þitt.“ A sýningunni næsta dag kom dr. Duclos með gjöf handa Mouche. I ljós kom, að hann hafði verið að verzla, hafði gengið framhjá snyrtivörubúð, gleymt allri gætni og keypt flösku af ilmvatni. Þótt undarlegt væri, var þetta fyrsta ilmvatnsglasið, sem Mouche eignaðist. Þau létu hana opna það og reyna. Gigi varð afbrýðisöm og fékk líka að reyna, frú Muscat þefaði hneysl- uð, en Ali reyndi að súpa á glasinu, því að ilmvatn hlaut að bragðast betur en það ilmaði. I tuttugu mínútur töfruðu þau áhorfendur með þessu litla bragði. Sýningunni lauk með því að Reynardo leið út af í örmum Mouche - dáléiddur af ilminum. Þegar Mouche kom út af sviðinu, mætti hún Balotte, sem var að fara inn. Hann hvíslaði, „Líka í kvöld?“ Mouche leit skelfd í kringum sig. „Ég þori ekki. Hann hótaði að meiða þig-“ Balotte kerrti hnakkann, „Ha. Ég get passað mig. Ég veit um stað, þar sem hljómlistin er enn þá betri. Hittu mig við sviðsdyrnar á sama tíma, litla mín . . .“ Mouche svaraði, „Ég veit ekki.“ En hún kom, óskandi þess, að Coq væri hvergi nærri. Hún þráði svo gleði og samvistir við einhvern, sem var henni góður. Hún þurfti ekki að bíða. Balotte var kominn. Og kafteinn Coq gekk um leið fram úr dimmu skúma- skoti. Coq sagði: „Jæja, ég sé, að þið viljið það bæði. Fáið það þá.“ Hann sló Mouche i andlitið með beinaberri hendi, svo að hún hentist upp að vegg. „Haltu þér saman,“ baulaði hann. Balotte hreyfði sig ógnandi og Coq sneri sér að honum. „Hvað þér við- kemur, vöðvafífl, getur þú hangið á halanum eins og api, en þú mundir ekki gera handtak fyrir hana eða nokkurn annan. Ég skal kenna þér að halda þér frá henni.“ En Coq hafði rangt fyrir sér. Balotte var enginn heigull, og þar að auki var hann sterkur sem naut og kunni vel þá list að berjast og verja sig. Bardaginn var stuttur og harður, mennirnir stimpuðust, engdust og slógu þegjandi. Ekkert hljóð heyrðist nema andköfin, höggin og einstaka sársaukastuna. Síðan var því lokið og kafteinn Coq lá í blóðugri hrúgu á gólfinu, yfirbugaður og ófær um að hreyfa sig. Blóðið rann úr vitum hans og sári á kinn hans, og annað augað var að bólgna upp. Þar sem hann lá þarna, rauðhærður, hrukkóttur, fölur og svartklæddur, virtist hann ímynd djöfulsins, sem steypt hefur verið af stóli. - Hið góða hafði sigrað hið illa. - Ungi loftfimleikamaðurinn stóð yfir honum, móður en ómeiddur. Coq var þorparinn yfirunninn, illi hrottinn hafði fengið makleg málagjöld. Hann var eins og herfilegt skordýr, sem hefur verið marið til dauðs. Mouche stóð upp við vegginn, hélt um særðan munn sinn og starði á hann. Hún hafði þráð að sjá hann svona á sig kominn, yfirunninn, kúgaðan, bugað- an. Þó fann hún aðeins til hryggðar og einkennilegra sárinda í hálsinum. Sár- inda, sem hún var vön að finna fyrir, þegar einhver brúðan hrærði hana sérstaklega. Hún hafði ekki getað ímyndað sér, að uppfyllt ósk gæti verið svo tóm - og að niðurlæging þess, sem hún hataði, mundi aðeins gefa henni löngun til að gráta fall hins illa. Balotte gekk til hans, reiðubúinn að sparka í hann, ef með þyrfti, og spurði: „Viltu meira?“ Starandi augu kafteinsins fylltust hatri, hann hristi höfuðið, muldraði eitthvað óskiljanlegt, en reyndi ekki að rísa á fætur. Balotte sagði, „Komdu nú Mouche. Þessi náungi angrar þig ekki framar." Þau leidust út; Mouche leit ekki við á hrúguna á gólfinu - ef hún hefði gert það, hefði hún ekki getað farið. Þau dönsuðu ekki í þetta sinn - þau fundu bæði, að stundin var ekki til þess fallin, en sátu saman við borö úti í horni, snæddu og ræddu saman. Æska Balottes og ástaróður eyddu brátt sorg hennar. Þau gengu heim, stöldruðu við um stund við höfnina og horfðu á ljósin i Nice. Alstirnd festingin hvelfdist yfir dökk, þungbrýn fjöllin bak við borgina. Balotte kyssti hana, og Mouche svaraði kossum hans þakklát. Á næstu sýningu kafteins Coqs og fjölskvldu birtist Rauðtoppur með glóðarauga. Reynardo fagnaði honum hásri röddu, og hinar brúðurnar heimt- uðu að fá að vita, hvað gerzt hefði. Rauðtoppur stóð fast á því, að hann hefði gengið á hurð í myrkrinu. Þau ræddu fram og aftur um sannleiksgildi þessarar staðhæfingar og hugsanleg læknisráð, og þættinum lauk með því, að frú Muscat kom með steikarbita, sem Mouche batt móðurlega fyrir auga hans. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.