Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 24

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 24
Mouche var gráti nær allan tímann - hvers vegna vissi hún ekki. Þó gladdist hún við hlýtt handtak Balottes, þegar hún gekk framhjá honum. „Mouche mín litla,“ hvíslaði hann, „í kvöld dönsum við.“ Þetta kvöld stóð leikhússtjórinn við dyr leikhússins og taldi rúmlega tvö- hundruð gesti, sem höfðu einnig komið í vikunni á undan, og voru hér enn til að fylgjast með brellum fjölskyldu Coqs. Þegar leið að lokum seinni samnings- mánaðarins, var brúðuleikhúsið aug- sýnilega vinsælla en nokkru sinni fyrr og hreinnsegull á gesti. Stjórn leik- hússins ákvað því að endurnýja samn- inginn við þau, en breyta um önnur atriði. Þetta þýddi, að fímleikaflokkur Balottes varð að halda áfram förinni. Eitt kvöld, er rúm vika var eftir af mánuðinum, sátu þau á eftirlætisbekk sínum við höfnina og horfðu á tunglið setjast. Þá bað Balotte Mouche að kvænast sér og fékk jáyrði. „Sannaðu til,“ sagði hann, „þegar þú aðstoðar mig við nýja þáttinn minn, verðum við bæði fræg. Við munum ferðast um allan heiminn saman.“ Hann sagði henni líka, að hann elskaði hana. Mouche varð bljúg við einlægni hans og gæzku. Hún hafði verið ham- ingjusöm vikurnar, sem hann hafði verið að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Eðlilegt samband þeirra, ein- feldni hans og gönguferðir þeirra upp í hæðirnar mynduðu sterka andstæðu við martröðina með Coq, og Mouche vissi, að hún yrði að taka endi. Hún var viss um að hún elskaði Balotte, því að hann var laglegur, elskulegur og góður við hana - og hún hafði enga ástæðu til að elska hann ekki. Vikan hafði verið óvenju erfið fyrir Mouche. Coq hafði að vísu ekki sýnt henni líkamlegt ofbeldi, síðan þeir Balotte slógust, né hafði hann reynt að koma í veg fyrir stefnumót þeirra, en hann var bitur og hryssingslegur, og orðaval hans var enn verra en vant var, þegar hann tók hana til bæna frammi fyrir aðstoðarmönnum og leik- urum. Hann varð sífellt leyndardóms- fyllri í háttalagi. Stundum sá hún hann ekki heilan dag - þann næsta var hann svo kannski alltaf við hlið hennar, móðgandi, hæðinn eða hrottalegur. Menn sögðu, að hann sæti tímum saman í brúðukassanum. Næturvörð- urinn, sem vakti í leikhúsinu frá mið- nætti til morguns, sór eitt sinn, að hann hefði heyrt raddir brúðanna úr brúðu- leikhúsinu. Honum heyrðist þær eiga í einhverjum deilum, en þegar hann var kominn niður á sviðið, sá hann engan - tóm gervi Reynardos og Gigi lágu á leiksviði brúðuhússins. Kafteinn Coq tók fréttunum um væntanlegt brúðkaup Mouche og brott- för hennar frá brúðuleikhúsinu með óvenjulegri ró. Ef til vill hafði hann búizt við þessu. Þau fóru saman til hans, Mouche hafði ekki kjark til að hitta hann ein. Húr, agði honum frá þeirri ákvörðun sinni að halda áfram með brúðunum til mánaðarloka. Síðan ætluðu þau Balotte að gifta sig og hún mundi fara með honum. Hann hlustaði á hana þegjandi, og það var einkennilegur svipur á kald- hæðnu andliti hans. Síðan yppti hann öxlum, sneri sér undan og hvarf í átt til búningsherbergis síns. Hún sá hann ekki aftur það sem eftir var af samnings- tímanum. Já, Coq virtist taka með ró þeirri ákvörðun Mouche að giftast Balotte og fara. En litlu verurnar sjö, sem Mouche hitti tvisvar á dag í sviðsljós- inu, gripu efnið, ræddu það og klifuðu sífellt á því. Hver og ein tók fregninni um ástir Mouche og trúlofun eftir sínu eðli. Til- raunir frú Muscat til að komast að því, hvort Mouche vissi allar staðreyndir um hjónalífið og ráðleggingar hennar varðandi brúðkaupsnóttina, veittu gest- um betri skemmtun en gamla leikhús- ið mundi frá upphafi. Dag eftir dag var Mouche yfirheyrð um framtíðaráætlanir sínar. Hvert ætl- aði hún að fara, hvar ætlaði hún að búa, hvar ætlaði hún að gifta sig? Gigi vildi vita allt um brúðarskartið, og dr. Duclos hélt hátíðlegan gervi-vísinda- legan fyrirlestur um erfðafræði og hversu líklegt væri, að börn hennar yrðu loftfimleikamenn. Reynardo víldi fá að sjá um matar- og drykkjarföng í veizluna og Alifanfaron sótti um barn- fóstrustarf. En þó var öllum ljóst, sem sáu eina eða fleiri þessara sýninga, að þrátt fyrir allan barnslega áhugann og gaman- semina, lá væntanleg gifting og brott- för Mouche á þeim eins og mara. Þau voru eins og börn, sem vita af innsæi sínu, að þau eru að glata því öryggi, sem nærvera ástfólginnar og ástríkrar mannveru veitir. Óttinn var eins og rauður þráður í hverri sýningu — einmanaleiki, úr- ræðaleysi og þögul bæn, sem féll Mouche óumræðilega þungt. Brottför hennar vofði yfir, en hún vissi ekki sjálf, hvernig hún gæti yfirgefið þetta litla fólk, sem í heilt ár hafði verið svo stór hluti af henni, einu raunverulegu vinirnir, kunningjarnir og leikfélag- arnir, sem hún hafði átt. Oft kom það fyrir, þegar Mouche ræddi við eina brúðuna, að önnur birt- ist að neðan, færði sig út í skot og starði þögul og löngunarfull á hana — andvarpaði síðan og hvarf. Áreynslan var að verða of mikil fyrir Mouche, og hún vissi ekki, hvernig hún kæmist í gegnum síðustu sýninguna án þess að gefast upp. Balotte gat ekki hjálpað henni. Hann var ánægður með at- hyglina, sem nú beindist að honum, og lófaklappið, sem fagnaði honum, vegna þess að hann var brúðguminn í ástar- sögunni, sem hafði verið skrifað um í blöðunum. Hann hafði enga hugmynd um, hvernig Mouche leið. Lokasýning kafteins Coqs og fjöl-. skyldu í Vaudeville leikhúsinu, laugar- dagskvöldið 15. desember, var atburð- ur, sem Mouche gleymdi aldrei. Það hafði verið uppselt á sýninguna í rúma viku. Orðrómurinn hafði bor- izt um Gullströndina, fólk kom frá Cannes, St. Tropez, Antibes og Mon- aco. Helmingur áhorfenda voru fasta- gestir, sem höfðu orðið ástfangnir af Mouche eða brúðunum sjö. Á fremstu bekkjunum glampaði á gimsteina og hvít skyrtubrjóst. Ríka fólkið á Gull- ströndinni hafði næmt nef fyrir því ó- venjulega, einkennilega og sætbeizka í sýningunni, sögunni á bak við söguna — brostna hjartað, sem sló á sviðinu í allra augsýn. Það hafði verið slúðrað í hanastélsboðunum: „Elskan mín, þetta er ógurlega fyndið. Hún talar við allar litlu brúðurnar, en það er sagt, að ein- hver stórkostlegur náungi tali fyrir þær. Enginn hefur séð hann. Hann á að elska hana út af lífinu . . . Philippe hefur fjóra miða. Við ætlum að fara öll og borða fyrst í spilavítinu ..." Sýningin hófst á „Va t'en, va t‘en“ eins og venjulega, leikið af hljóm- sveitinni. Þegar síðustu tónar þess dóu út, lyftist tjaldið, og menn sáu markaðs- torgið, brúðuleikhúsið og Golo, með hvítu duluna yfir tómri augnatóttinni. Hann stóð fyrir framan brúðuhúsið og lék lítið lag til að kalla þorpsbúa á vettvang. Sviðsljósið dofnaði á Golo; birtan jókst og þrengdist um brúðuleikhúsið. Skyndilega birtist ein brúðan og allra augu beindust að henni. Mouche var aldrei ein á sviðinu, þegar tjaldið var dregið frá. Þetta kvöld hófst með því, að Reyn- ardo læddist felulega upp á sviðið, leit varlega til hægri og vinstri og aftur fyrir sig. Síðan kallaði hann: „Sssssss! Golo 1“ Og þegar Golo kom fyrir horn- ið: „Hvar er Mouche?" „Ég veit það ekki, hr. Reynardo. Viltu að ég kalli á hana?“ „Eftir andartak. Eg er með svolítið handa henni.“ Hann beygði sig niður og kom aftur með fallegt skinn af rauð- um ref, með skotti öðrum megin og lítinn refshaus hinum megin. Hann lagði það á sviðið og þefaði af því. „Þetta er handa henni," sagði hann við Golo. „Almáttugur!“ sagði Golo. „En það ríkidæmi. Ég skal fara og sækja Mou- che, hr. Reynardo." Meðan Golo sótti Mouche, rann- sakaði Reynardo refinn vandlega. „Oj!“ sagði hann, og það fór hrollur um hann. „Þetta þekki ég allt of vel. Hún var ægilega sæt . . . ég held, að ég muni eftir henni frá því einhvern tímann.“ Hann tók um höfuð refsskinnsins og kyssti það óvenju elskulega á trýnið. „Hvíldu í friði, elskan," sagði hann. „Og hlýjaðu Mouche vel.“ Mouche gekk inn á sviðið og var fagnað með dynjandi lófataki, sem stóð í nokkrar mínútur. Hún fékk kökk í hálsinn. 1 hvert sinn, sem henni var sýnd vinsemd eða viðurkenning, kom það henni næstum til að vatna músum. Loks gat hún haldið áfram. Hún byrjaði: „Golo sagði, að þú værir að leita að mér, Rey . . . .“ „Hmmm. Gott að þú komst á undan hinum. Eee . . . hm . . .“ Refurinn tví- sté og var órólegur. Hann teygði sig eftir refskinninu, tók það í skoltinn og rétti stúlkunni. „Þetta er handa þér. Það er brúð-“ Honum vafðist tunga um tönn og breytti um orðalag, „ . . . skilnaðargjöf handa þér.“ Mouche fórnaði höndum. „O, Rey! En dásamlegt. Þú hefðir ekki átt . . . Þú veizt, að þú mátt ekki eyða svona Svipur hennar breyttist skyndilega, varð hygginn, blíðlegur, eilítið um- vandandi og móðurlegur — svipur, sem áhorfendur hennar þekktu svo vel. „Rey! Komdu hingað strax og segðu mér hvar þú fékkst þennan rándýra, fallega ref . . .“ Refurinn ók sér. „Verð ég Mouche?" „Reynardo! Þú manst, hvað ég hef sagt þér um heiðarleika . . .?“ Reynardo sneri höfðinu til og tókst að setja upp særðan sakleysissvip. „Nú, ef þú endilega vilt vita það, keypti ég hann með afborgunarkjörum." „Einmitt það, já. Og hvað gerist, ef þú getur ekki greitt afborganirnar? O, Rey! Ætli þeir komi ekki heim til mín og taki það af mér . . .“ Refurinn hristi höfuðið rólega. „Nei . . . Skilurðu, ég gerði nokkurs konar samning.“ Mouche var full alvara núna. Enn einu sinni hafði hún gleymt sér. Hún vissi hve fljótfær hann gat verið. Hún spurði: „Hvers konar samning, Reyn- ardo, segðu mér það.“ „Nú-ú-ú . . . Ef ég borga ekki, fær maðurinn dálítið annað í staðinn. Ég skrifaði undir skjal. Þetta er allt búið og gert.“ Mouche gekk beint í gildruna. „Svo, já. Og hvað svossum á hann að fá í staðinn fyrir þetta dýra skinn?“ Refurinn virtist kyngja, síðan sneri hann sér feiminn undan og svaraði auð- mjúkur: „Mig.“ Gráti nær hrópaði Mouche: „O, elsku Rey minn! Áttu við, að þú hafir veðsett sjálfan þig . . . Rey . . . ég veit ekki hvað ég á að segja . . .“ Mouche leit við andartak, um leið gripu ljósin tvo tæra dropa á leið niður kinnar hennar, klufu þá og létu þá glitta eins og demanta. Eins og elding þaut refurinn yfir sviðið og gróf rauðan, úfinn kollinn með svörtu grímunni og langa trýn- inu í hálsakot Mouche, hjúfraði sig þar og andvarpaði værðarlega, eins og ó- þekkur krakki, sem notfærir sér öll merki um blíðu. Hjarta Mouche var nærri brostið við 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.