Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 32

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 32
um höndum, sem gati trjggt þeim fyrsta sati. I Banda- rikjunum vakti þetta furðu, enda var það nánast hlagi- legt. Hann vildi þetta alls ekki sjálfur og nú orðið skrifar hann alltaf i efnisskrár sínar, þar sem getið er hvar hann hafi sþilað, að hann hafi tekið þátt í þessari keþþni, ,,að beiðni sovésjera jfirvalda“. Það var sem sagt ekki fyrr en þessu var lokið, að hann fékk að leika erlendis. - Og hvar þá ? - Fyrst í Júgóslavíu en svo fengum við að fara til Bandaríkjanna sumarið 1962. Barnið urðum við að skilja eftir þá en ég viídi svo fá að fara með drenginn í heimsókn til foreldra minna veturinn eftir. Egfékk það, en þá tók fimm mánuði að fá fararleyfi. Við tóluðum við þá aftur og aftur og ég reifst og skammaðist, sem fólk i Rússlandi vogar yfirleitt ekki. Loks fékkst farar- leyfið og þá fór ég í bre^ka sendiráðið til þess að reyna að flýta vegabréfsárituninni. Þá vildi ekki betur til en svo að ég var tekin þar fyrir utan ogfarð í narliggjandi varð- stöð til yfirheyrslu. Eg hafði asnagt til að svara á rúss- nesku, þegar vörðurinn við sendiráðið spurði mig erindis og það var nóg til að hann yrði var um sig. Rússum er aldrei hleypt inn í erlendu sendiráðin og er ekkert auð- hlaupið að því fyrir þá að komast að því, hvar þau eru til húsa. Það er svo sem nógu spennandi að hugsa um þetta núna - en Guð minn góður hvernig manni leið þá, þvi œtla ég ekki að reyna að Ijsa. Þó var þetta ennþá verra síðast, þegar við vorum i Moskvu - eftir að það hafði komið uþp, að við varum að hugsa um að flytja vestur. Þá atluðum við að vera í tiu daga í Moskvu og vorum búin að ganga algerlega frá því að komast burt aftur. Þegar til kom, sátum við vikum saman heima í íbúðinni og biðum eftir simhring- ingu - frá hverjum vissum við ekki, einhverjum „þarna upþi," sem taki endanlega ákvórðun um það, hvort við fengjum að fara. Eg hef ekki sagt frá þessu fyrr, vegna þess að við vildum gera allt, sem hagt var, til þess að koma i veg fyrir að brottflutningur okkar yrði notaður í þóli- tískum tilgangi. Það tókst sæmilega og batti nokkuð úr skák, að við fórum ekki aftur til Bandaríkjanna fyrr en löngu seinna, sumarið 1965 - en þar eru blaða- menn, eins og þú veisj, erfiðastir og tiUitsIausastir. En þetta var hrœðilegur tími, ég held að við vildum hvorugt þurfa að lifa slíkt aftur. Mér þykir leitt, að þetta skuli þurfa að vera svona. Eg hefði svo gjarna viljað eiga annað heimili í Rússlandi og getað látið börnin kynnast landinu og fólkinu. En við þvi verður vist ekki gert í bráð. Það vill nú svo lánlega til, að Vladimir hefur, eins og ég, mikiðyndi af að ferð- ast og ég er líka svo lánsöm, að hann hefur tekið afskap- lega rniklu ástfóstri við Island - ég held hann sé jafn- vel ennþá hrifnari af landinu en ég ef það er hagt. En hanti er og verður alltaf Rússi, alveg eins og ég er og verð alltaf Islendingur. Þórunn, Nadia, Vladimir, Vovka litli og Tryggvi, bróðir Þórunnar. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.