Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 33

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 33
LEIKBRÚÐURN7TR Frh. af bls. 25. pera. Enginn staður virðist jafn skær- bjartur og geislabaugur þessa hvítgló- andi lampa, engir skuggar jafn langir djúpir og hrikalegir og þeir, sem fela sig við yztu brún geislabaugsins, teygja sig yfír sviðstæki, húsgögn og tjöld. Við múrsteinsvegginn, í útjaðri birt- unnar, stóð yfirgefið brúðuleikhús. A hvítum olíudúknum var naumast unnt að greina áletrunina: „Kafteinn Coq og fjölskylda." Falinn í skugganum sat Golo og syrgði að sið feðra sinna. Klukkan var að verða f)ögur að morgunlagi og leik- húsið var autt. Mouche læddist frá búningsherbergi sínu í síðasta sinn. Hún bar litla ferða- tösku með eigum sínum í. Fötin sín hafði hún skilið eftir, rétt eins og hún skildi eftir hluta af sjálfri sér, þá Mou- che, sem var, en yrði aldrei framar. Til að komast út, varð hún að fara yfir dimmt sviðið. Hún gekk eftir gang- inum og inn í hliðarálmurnar, utan ljós- hringsins, sem hefði annars lýst henni yfír sviðið. Ut úr myrkrinu kom hönd, sem tók um úlnlið hennar, og önnur, sem greip fyrir munn hennar, áður en hún gat æpt upp af ótta, sem andartak stöðvaði hjartslátt hennar. Ef fjarlægur ljósbjarminn hefði endurspeglast á fölri, hatursþrunginni ásýnd Coqs og rauðu hári, hefði hjarta Mouche líklega aldrei slegið framar. En sigggrónir fingurnir á vörum hennar sögðu sína sögu, og glampandi augnhvíta fullkomnaði myndina. Golo hvíslaði í eyra hennar: „I Guðs bænum, gefðu ekki frá þér hljóð.“ I eins lágum hljóðum spurði Mou- che og reyndi að hafa hemil á hjart- slætti sínum: „Hvað er að, Golo?“ „Ég veit ekki. Eitthvað er á seyði. Vertu hérna^ijá mér, ungfrú Mouche, en hafðu hljótt um þig. Golo er ógur- lega hræddur." Hann dró hana niður á hnén við hlið sér, og hún fann að hann skalf. „En Golo . . .“ „Ssssssss, ungfrú Mouche. Ekki tala. Hlustaðu . . .?“ I fyrstu heyrðu þau ekkert hljóð nema eigin andardrátt. Síðan heyrðist lágt þrusk. Það virtist koma frá miðju sviðinu. Augu komu eyrum til hjálpar, og Golo þrýsti hönd Mouche fast, þeg- ar höfuð Rauðtopps reis hægt upp á svið brúðuleikhússins og kannaði um- hverfið gætilega. Það var eitthvað óhugnanlegt við það, hve varlega hann leit til hægri og vinstri og hve lifandi hann virtist, þeg- ar hann hallaði sér fram og gáði aftur fyrir kassann líka. Óhugnanleg var einnig sú staðreynd, að sýningin var fyrir tómu húsi, og óhugnanlegast af öllu var, að þetta var alls ekki sýning... Golo hvíslaði: „Hann fór snemma burt, en ÞAU komu aftur. Ég vissi, að þau voru hér. Ég fann það . . .“ Nú var það Mouche, sem þaggaði niður í honum. Hún þrýsti handlegg hans blíðlega og sagði: „Ssssssss." Þegar Rauðtoppur hafði fullvissað sig um, að enginn væri viðstaddur, færði hann sig út í horn, huldi andlitið í höndum sínum og sat þannig nokkra stund. Kyrrðina rauf hást, alvarlegt hvísk- ur: „Ert þú þarna uppi, Rauðtoppur?“ Rauðhærða brúðan reisti höfuðið hægt og svaraði: „Já.“ „Er allt i lagi?“ „Já, það er enginn hér.“ „Hvar er næturvörðurinn ?“ „Sofandi í miðstöðvarherberginu." Skarpleit ásjóna refsins kom í ljós. Hann skimaði einnig í kringum sig, hallaði sér svo fram á sviðið hinum megin. Loks sagði dvergsmái drengur- inn áhugalausri, dapurri röddu: „Jæja, hvað gerum við nú?“ Revnardo andvarpaði þungan og svaraði síðan: „Ég veit það ekki, ef þú veizt það ekki. Þú hefur stjórnað þessu, Rauðtoppur. Komst okkur í laglega klípu, gamli minn, var það ekki?“ Rauðtoppur hugsaði sig um. „Er það? Sennilega er það rétt. Ég bjóst aldrei við, að hún myndi taka þetta vöðvaflykki fram yfir okkur. Hún finnur aldrei hamingjuna með honum.“ „Hvers vegna sagðirðu henni það ekki?“ „Frú Muscat reyndi, en það gagnaði ekkert. Hún er of ung til að sjá, að þessi apamaður hugsar aldrei um neinn nema sjálfan sig.“ „Ætlar hún í raun og veru að giftast honum, Rauðtoppur?" „Ó, já. Því er öllu lokið.“ Refurinn sagði: „Horngrýti." Rauðtoppur ávítaði hann. „O — hættu þessu Rey. Það gagnar ekkert að bölva. Þú veizt, hvað henni var illa við það. Málið er það, að við verðum að ákveða, hvað við eigum að gera. Er nokkur leið að halda áfram?“ Hr. Reynardo var fljótur til svars. „Ekki sé ég neina, hvað mér viðkemur. Hún var það eina, sem mér þótti vænt um. Ég er reiðubúinn að hætta." „Ég líka. Ég held, að við ættum að láta greiða atkvæði.“ „Hmmm. Þú stjórnar, Rauðtoppur. Ég skal kalla upp nöfnin. Ali . . .?“ Rödd risans barst úr undirdjúpunum. “Ég er hér, held ég.‘“ „Dr. Duclos?“ „Viðstaddur." „Gigi?“ „Já.“ „Frú Muscat?“ „Auðvitað." „Hr. Nicholas?“ „Já, já.“ Reynardo sagði: „Öll viðstödd," og krosslagði armana. Rauðtoppur hélt síðan dálitla tölu, óstyrkri röddu: „Herrar mínir og frúr þessa leikflokks. Þar sem okkar elsk- aða systir Mouche hefur yfirgefið okk- ur og kemur aldrei aftur, hef ég kallað saman þennan fund til að ákveða, hvað gera skuli. Málið, sem liggur fyrir fundinum, er: eigum við að reyna að halda áfram án hennar?“ Dr. Duclos kom með athugasemd: „Hvað þýðir það, ef enginn kemur til að sjá okkur?“ Reynardo sneri þessu við: „Hvað þýðir það, ef við sjáum hana ekki?“ Rödd Gigi sagði: „Við gætum fengið einhverja aðra, eins og hana, í staðinn.“ Alifanfaron heyrðist muldra: „Je minn, ég er heimskur, en þó veit ég að það er engin henni lík. Engin getur komið í hennar stað.“ Tillaga frú Muscat var: „Nú en við sýndum, áður en hún kom til okkar.“ Djúp rödd hr. Nicholas hljómaði að neðan. „Viltu snúa aftur til þess? Og sofa í heysátum aftur? Maður getur aldrei snúið til baka . . .“ Skræk rödd Gigi spurði áhyggju- full: „En ef ekkert er framundan?“ „Þá,“ svaraði hr. Nicholas,“ er ef til vill bezt að fara hvergi.“ „Ó,“ hrópaði Rauðtoppur. „Hvern- ig þá?“ „Hætta einfaldlega að vera til.“ Rauðtoppur sagði: „Ó“ aftur, og Reynardo sagði hás: „Ha, ha, það fell- ur mér vel,“ en dr. Duclos sagði hátíð- lega: „Rökfræðilega heilbrigt sjónar- mið, hversu óþægilegar sem horfurnar eru annars." Ali kveinaði: „Ég veit ekki, um hvað þið eruð að tala. Ég veit bara, að ég vil heldur deyja en lifa án Mouche." „Það er einmitt hugmyndin, Ali litli,“ flissaði Reynardo. „Aldrei fór svo, að þú hittir ekki naglann einu sinni á höfuðið. Berðu það undir at- kvæði hr. formaður.“ Það var andartaksþögn. Síðan sagði Rauðtoppur ákveðinn: „Öll þau, sem samþykkja að deyja, segi já.“ Það heyrðist ósamhljóma kór af jáum og eitt skrækróma nei frá Gigi. Reynardo urraði: „Samþykkt. Haltu áfram hr. formaður." „Núna?“ spurði Rauðtoppur. Eng- inn mótmælti. Hann hélt áfram: „Næsta mál — hvernig?" Dr. Duclos sagði: „Sjálfsblót hafa alltaf hrifið mig; indverski siðurinn að ekkjan kasti sér á bálköst látins eigin- manns síns . . .“ Reynardo sagði: „Ég sé ekki sam- hengið, en hugmyndin er ekki svo slæm. Eldurinn er hreinlegur." Rauðtoppur sagði: „Það er autt svæði á bak við leikhúsið." Skyndilega vældi Gigi: „En ég vil ekki deyja.“ Reynardo skauzt undir sviðið og kom aftur með hálfbrúðuna Gigi í skoltinum, tóma, augun svip- laus og starandi. Svo lét hann hana varlega detta nið- ur á sviðsgólfið. Það heyrðist brot- hljóð, þegar hún kom niður, sem berg- málaði óskaplega í tómu leikhúsinu. „Lifðu þá, litla gullinhærða svín,“ sagði hann. Mouche dró andann djúpt og hvísl- aði: „Veslings, veslings Iitla Gigi . . Hr. Reynardo leit niður á litlu hrúg- una á gólfinu og spurði svo: „Vill ein- hver annar skerast úr leik?“ Frú Muscat hafði yfir grafskrift Gigi: „Hún var aldrei til neins gagns hvort eð var.“ Alifanfaron sagði: „En hún var svo sæt.“ Rauðtoppur andvarpaði lítillega: „Ein af blekkingum þessa heims, gull- inhærða álfaprinsessan . . .“ „Sem að lokum reynist aðeins gang- andi matarlyst," lauk Reynardo setn- ingunni, því að honum hafði aldrei geðjast að Gigi. Hr. Nicholas sagði: „Það er engin þörf að vera grimmur. Guð skapaði hana, eins og hún var, eins og hann skapaði okkur öll.“ Alifanfaron spurði: „En hvað verður um Guð, þegar við erum farin?" Rödd hr. Nicholas svaraði eftir and- artaks íhugun: „Ég held, að Guð muni einnig tortíma sjálfum sér, ef satt er, að hann hafi skapað okkur öll í sinni mynd . . Rauðtoppur spurði: „Hvers vegna ?“ „Af því að ef hann er Guð, gæti hann ekki þolað, að sköpunarverk hans hefðu mistekizt.“ Reynardo teygði hálsinn og leit und- ir sviðið. „Ó,“ sagði hann. „Þetta var skynsamlegt hjá þér. Ég hafði aldrei hugsað um þetta á þennan hátt.“ „Afar spaklegt," hélt dr. Duclos á- fram, „svo maður tali ekki um sann- leiksgildið . . .“ Rauðtoppur andvarpaði og sagði: „Jæja, þá kveðjum við kaftein Coq og fjölskyldu.“ Golo sneri skelfdu andliti að Mou- che. „Þau ætla að deyja. Láttu þau ekki deyja, ungfrú Mouche . . Reynardo gekk til Rauðtopps og rétti fram loppuna. „Vertu sæll, kunn- ingi. Þetta var ekki svo bölvað, meðan á því stóð.“ Rauðtoppur tók loppuna og hristi hana, alvarlegur í bragði. „Vertu sæll, Rey. Þú hefur alltaf verið góður vinur. Ég ætla að fara niður og undirbúa . . .“ Mouche reis upp. Hné hennar voru stíf, hjarta hennar barðist af æsingi og háls hennar var þurr. Hún tók upp töskuna og gekk yfir sviðið, hælar hennar skullu á sviðsfjölunum og ein- mana ljósið greip grannan skugga hennar, sendi hann á undan henni og kastaði honum á brúðuhúsið, eins og fyrirboða um komu hennar. Þetta var einkennileg endurtekning á fyrsta fundi hennar og fjölskyldu kafteins Coqs. Sama myrkrið, eitt ljós, sem reyndi að útrýma skuggunum, dularfulla brúðuhúsið umvafið rökkri, einmana brúða sitjandi á sviðinu og stúlkan grannvaxna, sem gekk hjá með töskuna sína. Frh. á bls. 44. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.