Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 35

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 35
son samdi tónlist, en dansa gerði og æfði Bryndís Schram. Það er annars merkilegt, að engum skuli detta í hug að miða barna- leikrit við hærri aldur en sjö til átta ára. Hversvegna ekki sýna — og Oddur, semja — leikrit fyrir stálp- aða krakka, segjum aldursflokkana 9 eða 10 ára til 14 eða 15 ára. Þau fá aldrei að sjá neitt við sitt hæfi nema helzt nokkur gamanleikrit í stóru leikhúsunum. Og nú eru heil þrjátíu ár liðin frá því Rögnvaldur Sigurjónsson, píanó- leikari, hélt sína fyrstu tónleika i Reykjavik. Hann hefur verið einn ötulasti tónlistarmaður okkar öll þessi ár. Þegar Rögnvaldur kom fyrst fram á tónleikum, voru þeir ekki svo ýkja margir, sem höfðu lagt fyrir sig langnám í píanóleik eða músik yfirleitt. i þeim efnum hefur orðið mikil breyting. En því miður hefur ekki verið það lífs- mark með ungum píanóleikurum sem hefði mátt vænta. Þar gætu þeir ýmislegt af Rögnvaldi lært. Það þýðir ekkert að gefa allt upp á bát- inn og hætta að spila, þó maður búi á fslandi. Ekki voru allir jafn hrifnir af því verkefni sem nýi óperuflokkurinn „Óperan" valdi til að hefja með starfsemi sína. En kannski getur það orðið til þess að koma fjár- hagslega fótum undir þessa starf- semi, — eða a.m.k. vísi að fjár- hagslegum fótum. Sýningin var allvel heppnuð, létt og lífleg og báru þó af bæði um leik og söng þeir Kristinn Hallsson og Jón Sigur- björnsson. I heild máttu stjórn- endur vel við una. Það er ekkert spaug að leggja á sig í frístundum að flytja heila óperu. Erfitt var það fyrir leikarana okkar í Iðnó, þegar þeir komu til æfinga eftir langan og strangan vinnudag og æfðu fram á nætur. Fyrir söngvara er það sennilega ennþá erfiðara, vegna þess hve þreyta hefur óskaplega slæm áhrif á það hljóðfæri, sem söngvarinn fyrst og fremst spilar á, sem sé röddina. Það verður gaman að sjá næsta verkefni óperunnar. Vonandi tekst þeim félögunum að halda áfram, söngvararnir okkar þurfa að fá meiri þjálfun í óperuflutningi en þeir hafa fengið til þessa. Ösköp er nú rödd kvenþjóðarinnar lágvær á alþingi Islendinga. Á þingi situr aðeins ein kona en sú var tíðin, að þær voru fleiri og ráku sín mál af skörungsskap. Stundum heyrist á það minnst, að það beri að reisa nýtt alþingishús, menn sitji þar allt of þröngt. Og tæpast getur sannazt á þingmönn- um orðtakið ,,þröngt mega sáttir sitja". En væri ekki nær að fækka þingmönnum frekar en reisa nýtt hús? Meðal þingmanna okkar eru ýmsir, sem lítt virðast hafa til mála að leggja, og væri margfalt minni eftirsjón i þeim en þessu gamla og virðulega þinghúsi okkar. Einn morguninn fyrir skömmu fór Bryndís á æfingu hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands í Háskólabíói. Nú er af sú tíð, er hljómsveitin spil- aði fyrir hálfu húsi eða varla það. Nú er alltaf uppselt á hljómleikana á fimmtudögum og svona rækilega, að það þýðir tæpast að reyna að fá miða hafi maður ekki áskriftar- skírteini. „Hljómsveitarstjórinn þurfti ekki annað en lyfta visifingri annarrar handar til þess að laða fram hina fegurstu tóna, og um leið og hann lét hendurnar falla, ýmist með ör- væntingarópi eða reiðiöskri, dóu tónarnir út. Þviiikt vald i höndum eins manns. Á æfingum eru allir i hversdags- fötum, jafnvel bindislausir og ó- greiddir. En það sem lifgar upp á hópinn, eru gular, grænar og rauð- ar peysur og innan i þessum peys- um forkunnarfagrir kvenmenn, svo fagrir, að þeir gætu jafnvet ógnað velferð samhljómsins. Það er satt að segja iskyggilega margt kven- fótk i hljómsveitinni. Og þvi fer fjölgandi með hverju árinu sem Aðstandendur leikfélagsins í Lind- arbæ eru nemendur, sem luku prófi frá leikskóla Þjóðleikhússins í vor sem leið. Venjan hefur verið, að sá hópur splundrist að afloknu prófi. Þeir beztu hafa kannski ráð- izt að leikhúsunum, en aðrir neyðzt til að snúa sér að öðrum viðfangs- efnum. Er því mjög gleðilegt, að svo fjölmennur hópur skuli fá Leikflokkurinn i Lindarbæ. líður. Það eru ekki mörg ár frá þvi hún gat aðeins státað af tveimur konum, þeim Katrinu Dalhoff og fíuth Hermanns. Þá sat Katrin ætið i öndvegi við hliðina á konsert- meistaranum og sómdi sér vel. Við söknum hennar þar. Á þessari æfingu taldi ég tóif konur og spi/uðu þær aiiar á fið/u. Þegar ég bað um skýringu á þessu, var mér sagt, að eftir þvi sem efnahagur hljómsveitarinnar batnaði, hefði ver- ið lögð áherzla á að bæta við fiðluna til þess að hljómsveitin öðlaðist betra jafnvægi, strengir versus blásturshljóðfæri. Ástæðan til þess, að eintómt kvenfólk bæt- ist i hópinn væri einfaldlega sú, að engir karlmenn legðu fyrir sig fiðluleik nú orðið. Annars væri kvenfólkið auðvitað velkomið i hópinn. Flestar kvennanna, ef ekki allar, hafa lokið prófi frá tónlistar- skóla höfuðborgarinnar og eru korn- ungar. Sumar hafa stundað fram- haldsnám erlendis, aðrar eru giftar og eiga sin börn og reka heimili i fristundum. Er gaman að sjá að konur skuli taka svo virkan þátt i uppbyggingu tónlistarlifs landsins." tækifæri til að halda áfram að starfa og þroska hæfileika sína. Þessi leikarahópur hefur þarna fengið glæsileg húsakynni og að- stöðu, og er vonandi, að árangur verði eftir því. Þegar í fyrsta verk- efninu koma þar fram leikkona, sem virðist mega vænta góðs af. Það var Jónína Jónsdóttir. Þó nokkrar nýjar verzlanir tóku til starfa á síðustu mánuðum, þrátt fyrir hrakspár um efnahagsástand- ið. I september opnaði sérverzlun í Skipholti 17. Nefnist hún „Áklæði og gluggatjöld”. Auk þess varn- ings, sem nafnið bendir til, hefur hún á boðstólum handklæði, bað- herbergismottur, rúmteppi, borð- dúka og sitthvað fleira. Eigandi og verzlunarstjóri er Óli V. Metú- salemsson. í nóvember opnuðu þrjár nýjar verzlanir að Laugavegi 96 ,,Úra- og klukkuverzlun og vinnustofa Helga Guðmundssonar", „Skóverzlun Péturs Andréssonar" og „Hljóð- færahús Reykiavíkur", sem þar með flutti úr miðbænum. í Suðurveri var nýlega opnuð verzlunin „Gjafa og snyrtivörubúð- in", sem þær eiga Lára og Sigríður Biering. Sú verzlun á eflaust eftir að spara margri húsmóðurinni i Hlíðunum bæjarferðir og sennilega líka létta pyngju margra. Þar eru margar freistingar, sem konum hættir til að falla fyrir — en til þess eru þær, freistingarnar, segja sumir. Feðgarnir Sæmundur Sigurðsson og Sigurður Ó. Jónsson eiga hrós og heiður skilið fyrir bakaríin sín. Þau eru tvímælalaust með þeim allra beztu í bænum, afbragðsvara og fjölbreytt. Og þá á að halda aðra bökunar- keppni, að því er þeir segja hjá O. Johnson og Kaaber, sem eru um- boðsmenn Pillsbury Best hveiti- fyrirtækisins. Það gengst fyrir slíkri keppni öðru hverju, og árið 1964 fór fram slík keppni hér á landi. Við bíðum spenntar eftir úrslitunum og uppskriftunum. Vel á minnzt uppskriftir. Við þykj- umst vita, að margar konur eigi skemmtilegar uppskriftir í fórum sínum. Vel mundum við þiggja, ef þið leyfðuð okkur og öðrum konum, sem lesa HRUND, að njóta þeirra með ykkur. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Eitthvað ætti að rætast úr hjúkr- unarkvennaskortinum núna, því að nýlega brautskráðust átján föngu- legar hjúkrunarkonur og tíu hjúkr- unarliðar. Nú mun vera að bætast eitthvað við húsnæði Hjúkrunar- kvennaskólans, og er það vel, því að mikið nauðsynjamál er að fjölga nemendum hans. Húsmæðrafélag Reykjavíkur lét ný- lega til sín taka gamalt og gott áhugamál sitt, mjólkurmálið. Fé- lagið var á sínum tíma stofnað vegna óánægju reykvískra hús- mæðra með mjólkursölu bæjarins. Sú félagsstofnun hefur reynzt happadrjúg, og er vonandi, að konurnar beiti sér jafn skelegglega og áður I þessu máli. Engum treystum við betur til þess að fá einhverju áorkað. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.