Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 43

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 43
BOGMANNS- MERKIÐ 23. nóvember — 20. desember JÁKVÆÐIR EIGINLEIKAR: Það, sem helzt vekur athygli í fari þínu, er hinn mikli kraftur, bæði líkamlegur og andlegur; þegar þú hefur sett þér eitthvað mark, er ekkert sem getur hindrað þig. Og þú setur markið hátt. Þú ert hugsjónakona, en anar samt ekki að neinu. Þú lítur lífið björtum augum og hefur hæfileika til að laða að þér fólk. Þú getur séð fyrir óorðna hluti, og þér er óhætt að treysta á hyggjuvitið, þvi að það dugar þér betur en þig grunar. Þú ert einlæg og siðferðilega þroskuð persóna; frjálslynd, einarðleg og heiðvirð. Að sumu leyti ertu framtakssöm og kjörkuð. en á hinn bóginn viðkvæm og hlédræg, en þægileg í umgengni og traustvekjandi. Þú ert sköpuð til forystu. Velgengnin lætur bíða eftir sér og þú tekur seint út þroska. Það er ekki fyrr en þú eldist, að hæfileikar þínir fá notið sín og hinar stóru ákvarðanir lífs þíns ber að. Þú ert trúr í starfi, og þeir, sem eiga samleið með þér, njóta góðs af vináttu þinni. NEIKVÆÐIR EIGINLEIKAR : Þú getur verið löt og sjálfumglöð, án þess þó að glata tiltrú náungans. Þú ert tillitslaus og stundum óháttvís. Þú getur verið bæði ruddaleg og ofsafengin og sagt hitt og þetta, sem særir fólk. Þegar þú kemst í geðshræringu, áttu það til að tala mikið og hefur þá tilhneigingu til að ýkja. Þú getur spunnið upp alls konar sögur, og þú lofar öllu fögru. án þess að standa við það. Þú hefur gaman af að skjalla fólk. Þessir skapgerðargallar geta leitt til ábyrgðarleysis; þú getur ekki einbeitt þér og ert kærulaus úr hófi fram. Þú þykist kunna skil á öllu, en veizt þó ekki neitt um neitt. Þú hefur tilhneigingu til að vera skeytingarlaus í hegðun, en treysta svo á vini þína eða fjölskyldu, ef í hart slær. Þú hleypur úr einu í annað, færð skyndilegan áhuga á mönnum eða verkefnum, en hleypur svo frá öllu hálfköruðu. Þrátt fyrir það, að þú sért íhug- andi persóna, sem hefur áhuga á mannlífinu og vandamálum þess, þá geturðu verið fordóma- full og þröngsýn. Meginregla: Treystu á hyggjuvitið. Heppileg störf: lögfræði, kennsla, ritstörf. Vinnutilhögun: Þér fellur bezt að vinna sjálfstætt. Helztu einkenni: hefur sterka réttlætiskennd, ert víðsýn og hefur góða aðlögunarhæfileika. Bezti eiginmaðurinn: atorkusamurog félagslynd- ur. ekki heimilismaður. Bezta eiginkonan: tranar sér ekki fram, hefur ráð á hverjum fingri. Stjörnurnar ráða: meltingartruflun, of hár blóðþrýstingur, gigt og bak- veiki. Litir: blár, gulur, rauður og yfir- leitt sterkir litir. Tala Bogmannsins er 3. Dagur hans er fimmtud. líf. Það er eins og kraftur og eljusemi aukist með aldrinum. Það lætur ekki áhyggjur og leiðindi yfir- buga sig né spilla heils- unni. Það skiptir miklu máli að vera heilsugóður, og þú ert það yfirleitt. Líkami þinn er heilbrigður, en þú leggur of mikið á tauga- kerfið. Þú verður að gæta þess að ofbjóða ekki taug- um þínum. Það er hættu- legt heilsunni að beina atorku þinni inn á of marg- ar brautir, taugarnar þola það ekki. Iþróttaiðkun er áhættusöm og getur leitt af sérslysog önnur óhöpp. Sértu lasin, hefurðu til- hneigingu til að halda á- fram við störf þín, löngu eftir að annað fólk er lagzt i rúmið. Þú býrð yfir mikilli orku; og hún stafar meðal annars af þvi, hve auðvelt þú átt með að falla í svefn og hvilast. Ef til vill þjáistu af melt- ingartruflun, og seinna færðu eflaust of háan blóð- þrýsting, gigt og þakveiki. Mjaðmir og læri eru þýð- ingarmiklir hlutar líkam- ans og þú ættir að gæta þess sérstaklega, að þau verði ekki fyrir nein u hnjaski. Ef til vill muntu lifa fram í háa elli af ein- skærri lífslöngun. Ef þú of- býður ekki líkama þinum á unga aldri, geturðu bú- izt við góðri heilsu og langlífi. Þær konur, sem eru fædd- ar undir merki Bogmanns- ins, búa yfir sérstæðri feg- urð. Þær eru þokkafullar og lausar við tilgerð. Þær bera sig yfirleitt tígulega. VINNAN: Þú ert trygg, atorkusöm og hæf starfskona. Þér hæfir bezt að vinna að einhverju ákveðnu málefni. Samt á illa við þig að taka við fyrirskipunum eða stunda reglulega vinnu. Þér finnst gaman að vinna einhvers staðar þar sem þú hefur tækifæri til að hitta fólk og vera á ferð og flugi. Þú skiptir oft um atvinnu, og atvinnuveitendum þínum væri ráðlegast að gefa þér frjálsar hendur við starf þitt. Ef þú færð ekki nægilega útrás í þínu eiginlega starfi, leitarðu verkefna út á við án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum. Þú setur markið hátt og hefur meiri ánægju af því að ná settu marki en góðum launum eða virðingu. bú getur orðið fyrirmynd- ar kennari, blaðamaður eða rithöfundur; þú hefur einn- ig hæfileika til að verða góður fyrirlesari eða ræðu- maður. Þú gætir náð langt í mörgum starfsgreinum, því að þú býrð yfir fjöl- breyttum hæfileikum. Út- gáfa, auglýsingar, ráðu- neytisstörf, framkvæmda- stjórn, utanríkismál og tón- list eru allt störf, sem mundu hæfa þér vel. Þú býrð yfir andlegum yfirburðum, og hefur á- huga á heimspeki og trúar- brögðum. Þú gætir orðið ágætis stjórnmálamaður eða prestur. Það er þægilegt að vinna með þér, þvi að þú hefur ábyrgðartilfinningu og ert traustvekjandi. Þú hefur gaman af að kryfja vanda- málin. PENINGAR: Þú ert örlát, aldrei nízk eða smámunasöm, þú kemst yfirleitt vel af; nú, en ef þú ert alveg peningalaus, læt- urðu þér það í léttu rúmi liggja, því að þú ert bjart- sýnog léttlynd.O sjá, pen- ingarnir streyma til þín. Ef þú heldur, að þú munir hagnast fjárhagslega, ertu reiðubúin að taka að þér hvaða verk sem er. Hyggju- vitið reynist þér vel i fjár- málum sem annars staðar. En stundum neitarðu að fara eftir því, og þá fer allt í handaskolum. Þú vilt verða rík og það á stundinni. Og yfirleitt verð- ur þér að ósk þinni. Þú hef- ur vit á viðskiptum, og þér bjóðast ótal tækifæri. Skynsamlegast væri að verða sér úti um góða menntun og láta ekkert tækifæri ónotað. Tækifær- in til að græða peninga koma seint í lífi þínu. Þig skiptir meira hamingja en peningar og staða, og þú ert reiðubúin að lifa rólegu lífi, svo framarlega sem þú færð að njóta frelsis. HEIMILI ÞITT: Þú hefur litla tilfinningu fyrir heimili; önnur áhuga- mál skipta þig meiru. Þú hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar, svo þér er ekki auðvelt að ein- skorða hugsanir þínar við heimilið eitt. Áhugamál þín eru of margvísleg og dreifð til þess að þú getir orðið heimakær. Þú metur mikils einfald- leikann, og heimilið ber þess merki. Þú vilt vera sjálfstæð; þar sem þú nýt- ur ekki frelsis, geturðu ekki unað þér. Þú vilt að heim- ili þitt sé snyrtilegt og hreinlegt, samt þannig að þú getir athafnað þig frjáls- lega. Þú vilt hafa fallegt í kringum þig, en þér leiðist að taka til, og þú verður óþreyjufull. Þú hefur yndi af börnum, og þegar þú hefur eignazt heimili, bíður þín mikil hamingja. Þér finnst gam- an að hafa vini þina í kringum þig og gaman að hafa gesti. Og fólki líður vel í návist þinni og finnst gott að heimsækja þig, vegna þess að þú gefur því kjark og bregður upp myndum af hinum björtu hliðum lífsins. VINÁTTA: Þú átt gott með að eignast vini og kunningja, og það er alls konar fólk, því að þú hefur áhuga á öllum og öllu. Þú gerir miklar kröfur, en þú verður aldrei sökuð um óeinlægni. Öllum geðjast vel að þér, því að þú hefur fallegt bros og góðar gáfur, og fólk metur þig mikils. Þú hefur gott spaugskyn, sem allir kunna að meta, enda þótt þú sért alvörugefin að eðl- isfari og blaðrir ekki. Enda þótt þú hikir aldrei við að segja hug þinn, þá áttu einnig til að vera hlé- dræg og viðkvæm; þetta er einskonar vörn, sem gerir það að verkum að það er stundum erfitt að kynnast þér. Þú ert yfirleitt vingjarnleg og skilningsrík, en þegar þú ert með einhverjum, sem þú getur ekki þolað, verðurðu uppstökk og ó- þolinmóð. Enda þótt þú sért blíðlynd að eðlisfari, geturðu orðið hræðilega reið. ÁSTIR : Þú ert vingjarnleg og blíð- lynd án þess að vera ágeng eða frek, og þú ert mjög trygg þeim, sem þú elskar. Ef til vill eignastu vin, og allt gengur eins og í sögu, en þó gangið þið aldrei að altarinu saman. Þegar þú finnur, að ástin er að dvína, segirðu frekar sann- leikann en að leika leikinn áfram. Þess vegna er ekki ólíklegt, að þú eignist marga vini, áður en sá eini rétti birtist. Þegar þú hefurfundið þann rétta, gefurðu þig honum á vald, en verður samt ekki svo auðveldlega haldið. Það er ekki á allra færi að fylgja eftir hugarfluginu og háleitum hugsunarhætti þinum Þú litur á ástina sem hvert annað ævin- týri og eins konar flótta frá raunveruleikanum. Ef til vill verðurðu snemma fyrir vonbrigðum i ástar- ævintýrum þínum, vegna þess að þú ert ung og hegðar þér óskynsamlega. Enda þótt þú verðir oft ást- fangin, er aðeins ein stór ást í lífi þínu. Ást þín er einlæg og jákvæð, og þeg- ar þú endanlega velur þér förunaut, þá gefur þú þig alla. Þú hefur háleitar hugsjón- ir og þráir frelsi. Þú gerir þér Ijóst, að þú getur glat- að þessu hvoru tveggja í amstri hversdagsleikans. Þess vegna leggurðu þig alla fram um að varðveita þessar tilfinningar. Þú forðast afbrýðisemi, þvi að sú tilfinning ógnar athafna- frelsi þínu, sem þú metur svo mikils, að þú ert reiðu- búin að berjast fyrir því. HJÓNABAND: Þú vilt vera frjáls, og þreyt- ist á andrúmslofti heimilis- ins. Þú þráir félagsskap, og getur ekki unað þér með manni, sem vill sitja heima. Þú gleymir stundum að reyna að setja þig i hans spor og gera þér grein fyrir hans sjónarmiðum. Þú missir auðveldlega stjórn á skapi þínu, en ert fljót að jafna þig. Þú þarfn- ast skilnings og félagsskap- ar. Þú verður að eiga vin, sem þú getur leitað til með öll þín vandamál. Ef mað- urinn þinn hefur ekki sömu áhugamál og þú, læturðu það ekki aftra þér og nýtur þeirra ein. Eiginmaður fæddur undir merki Bogmannsins er yfir- leitt góður maður og á- kjósanlegur lífsförunautur. En hann unir ekki við höft og reglubundið líf, og þess vegna verður kona hans að tileinka sér hugsunar- hátt manns síns og reyna að skilja sjónarmið hans. Hann krefst þess, að kona sín sé vitur og háttvis, því að ef hann mætir gagn- kvæmum skilningi, er hann reiðubúinn að gefa sig all- an. En frá náttúrunnar hendi er hann ekki skap- aður fyrir heimilislífið. Hann helgar sig iþróttum, viðskiptum og alls konar starfsemi utan heimilisins. Hann er mannvinur og nýtur mikils álits og virð- ingar í samfélaginu. Eiginkona fædd undir merki Bogmannsins er bezti félagi, sem nokkur maður getur óskað sér. Hún hefur lifandi áhuga á störfum eiginmannsins, en tranar sér aldrei fram, held- ur bíður þar til hún er spurð álits. Og það er oft heilla- vænlegast að treysta hyggjuviti hennar í stór- ákvörðunum. Hún er mikið fyrir útilíf, er starfsöm og tekur þátt í félags- og menningarstörf- um. Hún er aldrei tor- tryggin gagnvart eigin- manninum, heldur víðsýn og örlát. Hins vegar hikar hún ekki við að setja ofan í við eiginmann og börn, ef henni býður svo við að horfa. Börn: Þú ert ekki mikið fyrir smábörn; þér finnst þú vera klunnaleg og ekki hæf til að líta eftir þeim. En um leið og þau þroskast og þau eignast áhugamál, er ekki óliklegt, að milli ykkar vaxi mikil vinátta. Börn laðast að þér vegna þess að þau finna, að þú elskar lifið og gefur þér tíma til að tala við þau. Bogmannsbörn eru tauga- veikluð og eirðarlaus. Þau þarfnast hugðarefna. Frelsisþráin vaknar snemma með þeim. Þau láta ekkert hindra sig og eru mjög sjálfstæð að eðlisfari. Slíkum börn- um skyldi ekki veita of mikið aðhald. Þau eiga að finna, að þeim er treyst, og einlægni þeirra er bezta tryggingin. Ef þau finna, að þú treystir þeim ekki, glat- arðu virðingu þeirra, ef til vill að fullu og öllu. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.