Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 44

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 44
LEIKBRÚÐURN7TR Frh. af bls. 33. En nú hafði leikurinn snúizt við, og nú var það Mouche, sem stanzaði í daufri skímunni fyrir framan brúðu- húsið og kallaði í litlu brúðuna: „Halló elskan . . .“ Hr. Reynardo, hinn rólegi, hæðni og sjálfumglaði, var steinhissa. Allur lík- ami hans titraði, þegar hann reis upp og rýndi út í rökkrið. Kjálkar hans hreyfðust nokkrum sinnum hljóðlaust, en að lokum tókst honum að koma upp orði. „Mouche! Hvar hefurðu verið? Hef- urðu verið hér lengi?“ Mouche nam staðar við brúðuhúsið og setti töskuna frá sér. Hún virti fyrir sér æstan og undrandi refmn tvístíga fram og aftur. Loks sagði hún: „Það skiptir engu hvar ég hef verið. Eg veit hvert þið ætlið. Það er ekkert að finna í hjarta loganna nema ösku iðrunar- innar. Eg skammast mín fyrir ykkur.“ Refurinn hætti að tvístíga og horfði á hana lengi. „Við vissum ekki að þú værir hér.“ Og bætti síðan við: „Við greiddum atkvæði . . .“ „Var það lögmæt atkvæðagreiðsla?" spurði Mouche. Refurinn kyngdi. „Nú, kannski við hr. Nicolas og Rauðtoppur höfum svindlað ofurlítið. En það var aðeins vegna þess að þú ert — ert að fara frá okkur, á ég við.“ „Og Gigi?“ Mouche beygði sig niður og tók upp tóma brúðuna. Refurinn varð órólegur. Hann flatti höfuðið á sviðinu og vdrtist hreyfa augun, sakbitinn. Hann sagði: „Við fleygðum henni úr hreiðrinu. Við bann- færðum hana.“ „Við?“ „Eg gerði það. Henni þótti ekki vænt um þig . . .“ „Það var rangt, Rey.“ Hann hengdi hausinn. „Eg veit það. Ekki fara frá okkur, Mouche.“ „Rey — þú kúgar mig, eins og þú hefur alltaf gert — með ást . . .“ Velklæddir, áhugasamir og siðaðir áhorfendurnir frá kvöldinu áður hefðu getað verið þarna, í stað gljáandi og starandi auðra sætanna í salnum; múg- ur götuleikhúsanna hefði getað verið umhverfis leikhúsið eða sveitabörn og þorpsbúar á markaðsdegi — það skipti engu máli. Þegar hún talaði við brúð- urnar, týndi hún heiminum. Eftir voru aðeins þau, vinir hennar og félaga , og vandamál þeirra. Hás rödd refsins varð að lágu h ísli aftur. „Eg er ekki að kúga þig í \ etta sinn, Mouche. Ef þú verður að fara, taktu mig þá með þér.“ „Og yfirgefa þau hin? Rey, þú getur ekki farið frá þeim núna.“ Refurinn hreyfði sig gætilega og færði sig nær Mouche, án þess að hún tæki eftir því. „Ó, jú, það get ég. Mér er sama um allt og alla. Leyfðu mér að koma með þér, Mouche. Þú veizt, hvernig ég er — svo nærgætinn við börn.“ Það var svo erfitt að brjóta gamla vanann. Mouche gleymdi sér sam- stundis, gleymdi því, að hún hafði sagt skilið við þetta allt, að morgunn- inn var að renna upp, þegar hún skyldi giftast Balotte og byrja nýtt eðlilegt líf. Hún beygði sig fram og sagði á- vítandi en þó undir blíðlegri röddu: „En skilurðu ekki, Rey, þá værirðu ó- trúr.“ Hr. Reynardo virtist íhuga þetta um stund. Síðan færði hann sig enn nær og nuddaði trýninu við handarbak Mouche. Hann varpaði öndinni þungt og sagði: „Eg veit það. En hverju skiptir það. Allir vita, að ég er heigull. Þau búast við þessu af mér. Og ef satt skal segja, er það mikill léttir að vera heigull aftur. Eg hef reynt að vera góður strákur, en það tekst ekki — ekki nema þú verðir hér til að halda mér við efnið . . .“ Hún réð ekki við sig. Hún lagði höndina ástúðlega á úfið rautt hárið: „Veslings Rey minn . . .“ Um leið grúfði refurinn höfuðið að hálsi Mouche og hvíslaði: „Mouche — gættu mín . . .“ Atlot hans voru henni unaðsblandin kvöl. Hjarta hennar fylltist ást til þess- arar ógæfusömu, litlu veru. Skyndilega hoppaði Alifanfaron upp á sviðið. „Ó, — je minn, afsakið. Er ég að trufla? Hamingjan góða, þetta er Mou- che. Ertu komin aftur, Mouche? Ef þú ert komin aftur, vil ég ekki lengur deyja . . Refurinn gnísti tönnum. „Skollinn sjálfur. Af hverju þurftir þú að koma einmitt núna? Eg var næstum búinn að tala hana til. „Hann hvarf. Mouche sagði: „Nei, Ali minn, ég get ekki verið kyrr, ég ætla að fara að gifta mig, en ég vil ekki að þið deyið . . . Hvað á ég að gera?“ Þau voru öll eins og börn — svo rökvís í órökvísi sinni. „Taktu mig með þér, Mouche. Þú veizt ekki hvernig það er að vera heimskt tröll og missa vin . . .“ Mouche heyrði sjálfa sig segja, “ég ætla að fara að gifta mig . . .“ en það var eins og einhver annar segði það um einhverja allt aðra manneskju. Hvar var veröldin nú — hinn raunverulegi heimur skynseminnar, sem hún hafði reynt að flýja til, til að forða sjálfri sér frá algerri tortímingu. Nú mundi hún aðeins, hvernig hún hafði alltaf brugð- izt við vandamálum Alifanfarons. „Ó, Ali,“ hrópaði hún, „þú ert ekk- ert heimskur. Þú fæddist bara of stór í heim fullan af of litlu fólki." „A-humm. Hrrrm. Nákvæmlega, góða mín. Mjög skarplega sagt. Afar viturlegt." Þetta var dr. Duclos, mörgæsin, eins hátíðlega klæddur og venjulega. Nef- klemmurnar voru festar á nef hans með svörtu silkibandi. Hann horfði á hana um hríð og sagði síðan: „Það gleður mig, að þú skulir vera komin aftur. Við söknuðum þín hræðilega." Hann hvarf. Rauðtoppur birtist, blístrandi brot úr „Va t‘en, va t‘en,“ síðan kom hann auga á stúlkuna og gerði sér upp undr- un. Hann sagði: „Hæ, Mouche. Ert þú hér enn?“ „Eg er að fara. Rauðtoppur, komdu hingað . . .“ Hann færði sig ögn nær, en var hik- andi. Mouche sagði: „Eg heyrði allt saman. Eg gat ekkert að því gert. Skammastu þín ekki?“ Rauðtoppur sagði: „Ó,“ og var niðursokkinn í hugsanir sínar um stund. Svo leit hann upp — litli strákurinn með rauða hárið, kartöflunefið, út- stæðu eyrun og löngunarfulla, lang- leita andlitið — og sagði íhugull: „Það hefði orðið svo skrítið án þin. Ó, já, afar skrítið. Fyrst hélt ég, að nú gæti ég farið á flakk aftur. Þú hélzt mér alltaf í skefjum, skilurðu . . .“ „Var það Rauðtoppur, kæri litli Rauðtoppur,“ sagði Mouche. „Eg ætl- aði mér það aldrei.“ Rauðtoppur hugsaði sig um. „Eg veit ekki. Þú varst til dæmis alltaf að benda mér á skvldur mínar við Gigi. Og það var aldrei neitt á bak við allan fríðleikann. Fyrst, eftir að þú fórst, hélt ég, að ég gæti kannski . . .“ „Já, ég veit — flogið." Mouche lauk setningunni fyrir hann, augu hennar fylltust af tárum og andartak sá hún hvorki brúðuhúsið né Rauðtopp. „Fljúgðu þá, Rauðtoppur litli. Enginn hindrar þig framar. Teygðu þig til stjarnanna, og þær munu hrapa í keltu þína,“ Brúðan gaf frá sér kvein, eins og sært dýr. „En ég vil ekki fljúga. Eg vil ekki sjá stjörnurnar. Eg vil bara vera hjá þér Mouche, alltaf. Taktu mig með þér.“ Hann renndi sér yfir sviðið og hallaði höfðinu að brjósti Mouche. Undir þunga litlu verunnar fann hún hjarta sitt hamast villt. „Rauðtoppur, elsku Rauðtoppur . . . ég hef alltaf elsk- að þig.“ Brúðan leit upp og horfði beint í augu hennar. „Er það? Þú elskar okk- ur ekki í rauninni, Mouche, ekki í raun og veru, annars gætirðu ekki farið frá okkur.“ Mouche kveinaði sársaukafullt, eins og í dauðans angist — „Víst geri ég það. Eg elska ykkur öll. Eg hef elskað ykkur innilega af öllu hjarta. Það er aðeins hann, sem ég hata svo mikið, að það er ekki rúm fyrir neitt annað — ekki einu sinni ást lengur." Þarna í myrkrinu, týnd í víðáttu- miklum geim auða leikhússins, fékk hún sig til að segja brúðunum þann sannleika, sem hún hafði aldrei sagt lifandi manni. „Ég elskaði hann. Ég unni honum frá fyrstu sýn. Ég elskaði hann og hefði aldrei neitað honum um neitt. Hann tók mig og gaf mér aðeins beiskju og grimmd í stað alls, sem ég gaf honum, í stað allrar þeirrar blíðu og ástar, allra gjafanna, sem ég hafði geymt handa honum. Ast mín varð að hatri. Og því meira sem ég hataði hann, því meir elskaði ég ykkur. Rauðtopp- ur . . . Hve lengi geta svo sönn ást og hræðilegt hatur búið hlið við hlið í einni mannveru, áður en hún verður brjáluð? Rauðtoppur, Rauðtoppur . . . slepptu mér . . .“ Þó þrýsti hún höfði Rauðtopps fast- ar að hálsi sínum, og skyndilega var Reynardo kominn líka. Atlot brúðanna tveggja vöktu hjá henni Iöngun til að gráta — skefjalausum og vonlausum gráti. Hún lokaði augunum og velti þvi fyrir sér, hvort höfuð sitt myndi springa. Hún hrökk upp við skræka rödd Rauðtopps. „En hver erum vid, Mou- che?“ Reynardo endurtók setninguna, en þegar Mouche opnaði augun, voru þeir farnir. I stað þeirra horfði nú hr. Nicolas á hana gegnum ferhyrnd gler- augun. Litla brúðan róaði hana þegar í stað, því að gamli vaninn hafði hana enn á valdi sínu. Hér var hinn tryggi vmur hennar, heimspekingur og ráðgjafi, sem birtist í hvert sinn, er málin urðu flókin, viðgerðarmaöur brotinna leik- fanga og brostinna hjartna. En þó spurði hann sömu spurningar- innar, sem skelfdi Mouche. „Hver er- um við öll, barnið mitt, Rauðtoppur og Reynardo, Alifanfaron og Gigi, dr. Duclos, frú Muscat — og jafnvel ég sjálfur?" Mouche fór að skjálfa og hélt sér dauðahaldi i brúðuhúsið, til að forða sér frá falli. Heimar tóku að hrynja; varnarvirki brustu, sem hún hélt sig búa á bak við í blindu öryggi. Hver voru þau? Og hverjir voru þeir töfrar, sem höfðu haldið þeim að- skildum, brúðunum sjö, sem voru svo ólíkar en þó jafnar í ást og vinsemd, og manninum hræðilega? Hr. Nicholas tók aftur til máls. „Hugsaðu, Mouche. Hver átti hönd- ina, sem þú tókst svo ástúðlega rétt áðan, íklædda Rauðtopp, Reynardo eða Ali, hélzt að hjarta þínu og út- helltir tárum þínum á. Hver átti þá hönd?“ Mouche bældi niður skelfingaróp. „Höndin, sem löðrungaði mig . . .“ Hún tók andköf og strauk fingrunum yfir varirnar, eins og til að rifja upp sársaukann . . . „Þó unnir þú henni, Mouche. Og hendurnar elskuðu þig og gældu við þíg —“ Mouche svimaði, en nú var það hún, sem spurði: „En hver eruð þið þá, hr. Nicholas? Hver eruð þið öll?“ Hr. Nicholas virtist aukast ásmegin, hann óx og það var eins og leikhúsið fylltist af rödd hans. „Maðurinn hefur margar hliðar, Mouche. Hann langar Frh. á bls. 54. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.