Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 47

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 47
Hvers vegna skyldu jólagjaf- irnar alltaf vera dýrar? Nú fást í skóverzlunum margar tegundir vatnsstígvéla, sem eru ekki mjög dýr. Ef þú kaupir til dæmis hvít stígvél og þrykkir blómamynd á utanverðan legginn, er komin tilvalin gjöf handa litlu systur. 5 Hvernig væri að senda nýkvæntum bróður þínum, sem barnsins vegna kemst aldrei út með konunni sinni, jólakort, þar sem þú býðst til að sitja yfir barninu fyrir þau nokkur kvöld í vetur. Það væri þeim áreiðanlega kærkomin jólagjöf. 6 Maður á aldrei nóg af sleifum og öðrum tréáhöldum. Bindið nokkur saman með rauðum silkiborða og þar er komin fyrirtaks jólagjöf. 7 I blómabúðum bæjarins fást blómapottahlífar úr plasti eða öðru efni. I slíka hlíf mætti setja sherryflösku, raða saltkexi og kringlum umhverfis og binda silkislaufu á flöskuhálsinn. Þar er komin prýðileg jólagjöf. Nú nálgast jólin óðum og við þurfurn að fara að huga að jólagjöfunum. Og þá er spurningin, hvernig eigum við að láta launin endast fyrir öllu því sem kaupa þarf. Væri nú ekki ráð á þessum síðustu og verstu tímum að draga úr fjárútlátunum og reyna því meira að beita hugmyndafluginu til þess að finna skemmtilegar ódýrar gjafir. Hér eru nokkrar uppástungur um það, hvernig hægt er að útbúa skemmtilegar jólagjafir án mikils tilkostnaðar: Kannski getið þið notað einhverja þeirra - eða þær minni ykkur á eitt og annað, sem þið eigið sjálfar í fórum ykkar og gætuð búið til úr eitthvað skemmtilegt. 1 Hvernig væri til dæmis að gefa systur þinni eða góðri vinkonu nýja kokkabók í jólagjöf? Ekki þó bók, sem þú kaupir dýru verði í bóka- verzlunum, heldur skaltu búa hana til sjálf. Til dæmis gætirðu keypt venjulega stílabók, klætt hana vatnsheldum pappir eða plastefni, sem þolir bæði vatn og fitu og síðan skrifarðu inn í bókina helztu eftirlætis- réttina þína, sem þú hefur hingað til haldið fast í. Það má nota mismunandi litt blek til þess að gera bókina sem líflegasta. 2 Kannski áttu niðri í kjallara litla gamla strákörfu, sem þú ert löngu hætt að nota. Þessa körfu mætti mála með rauðum olíulit fylla hana síðan kryddkrukkum ýmis konar og binda græna eða hvíta slaufa um hand- fangið. Þær, sem vinna eldhússtörfin mundu áreiðanlega kunna að meta slíka gjöf. 3 Ef þú ert ekki búin að fleygja aðventukransinum frá í fyrra, skaltu binda á hann heimatilbúið sælgæti, vafíð í skrautlegan pappír, þannig að varla sjái í grenið sjálft, stinga síðan fjórum kertum í hann og sannaðu til, að hann er boðlegur hverjum, sem er. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.