Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 48

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 48
SEPTEMBER PRINSESSA # EFTIR SOMERSET MAUGHAM <B« lS» <5> <S> <S| <S> lS» <S> lS> lS> <S> <S> <5> »S> «S> >S> Fyrst eignaðist konungurinn í Síam tvær dætur og skírði þær Nótt og Dag. Síðan eign- aðist hann tvær í viðbót, svo að hann breytti nöfnum tveggja þeirra fyrstu og nefndi þess- ar fjórar eftir árstíðunum, Vor, Sumar, Haust og Vetur. En tíminn leið, og hann eignaðist þrjár dætur enn, breytti þá nöfnunum aftur og lét þær nú heita eftir vikudögunum sjö. En þegar áttunda dóttirin fæddist, vissi hann ekki sitt rjúkandi ráð, þangað til honum duttu mánuðirnir í hug. Drottningin sagði, að þeir væru aðeins tólf, og hún yrði rugluð af að þurfa að muna svona mörg nöfn, en konung- urinn hafði vísindaheila og gat aldrei skipt um skoðun. Hann breytti nöfnum allra dætra sinna og kallaði þær Janúar, Febrúar, Marz (auðvitað á síömsku) þar til kom að þeirri yngstu, sem var skírð Agúst, og næsta dóttir var því látin heita September. „Þá eru bara október, nóvember og des- ember eftir,“ sagði drottningin, „svo verðum við að byrja alveg upp á nýtt.“ „Nei, það gerum við ekki,“ sagði konung- urinn, „12 dætur nægja einum manni, og þegar Desember litla fæðist, verð ég því mið- ur að höggva af þér höfuðið.“ Hann grét beizklega við þessi orð sín, því að honum þótti fjarska vænt um konuna sína. Og drottningin varð eðlilega óróleg, því að hún vissi, hve sárt honum mundi þykja að hálshöggva hana. Auk þess yrði það allt annað en þægilegt fyrir hana. En svo fór, að þau gátu verið fullkomlega róleg, því að September var síðasta dóttirin, sem þau eign- uðust. Drottningin fæddi aðeins syni eftir þetta, og þeir voru nefndir eftir stafrófinu, svo að hún gat verið áhyggjulaus lengi. Nú höfðu þessi sífelldu nafnaskipti gert dætur Síamskonungs bitrar í lund. Og þær eldri, sem eðlilega höflu oftast skipt um nafn, voru verulega gi mmar í skapi. En September, sem alltaf nafði verið kölluð September (nema hvað systur hennar höfðu af illmennsku sinni kallað hana alls kyns ó- nefnum) var elskuleg og blíð að eðlisfari. Konungurinn í Síam hafði sið, sem mér fyndist Evrópubúar vel mega taka upp. I stað þess að taka á móti gjöfum á afmælisdegi sínum, gaf hann börnum sínum gjafir. Hon- um þótti þetta skemmtilegt og sagði oft, að sér þætti verst að hafa aðeins fæðzt á einum degi í árinu. A þennan hátt losaði hann sig smám saman við allar brúðargjafirnar sínar, kurteisisgjafir frá borgarstjórum í Síam og allar kórónurnar, sem voru komnar úr tízku. Einn afmælisdag, þegar hann átti ekkert hand- bært, gaf hann öllum dætrum sínum fallegan grænan páfagauk í fallegu gylltu búri. A hvert búranna níu var letrað nafn mánaðarins, sem jafnframt var nafn eigandans. Prinsessurnar níu voru stoltar af páfagaukunum sínum og vörðu einni klukkustund daglega (því að þær höfðu vísindaheila eins og faðir þeirra) til að kenna þeim að tala. Brátt gátu allir páfagauk- arnir sagt Guð blessi kónginn (á síömsku, sem er afar erfitt), og nokkrir þeirra gátu sagt sæta Pála á hvorki meira né minna en sjö austurlandamálum. En dag nokkurn, þegar September prinsessa kom til að bjóða páfa- gauknum sínum góðan dag, fann hún hann dauðan i búrinu. Hún brast i óstöðvandi grát, og þjónustumeyjarnar gátu ekkert gert til að hugga hana. Hún grét svo mikið, að þjón- ustumeyjarnar, alveg ráðalausar, sögðu drottn- ingunni frá. Drottningin sagði, að þetta væri bull og vitleysa, bezt væri, að barnið færi matarlaust í rúmið. Þjónustumeyjarnar voru boðnar í veizlu, svo að þær settu September prinsessu í rúmið í flýti og skildu hana þar eina eftir. Þar sem hún lá þarna í rúmi sínu, enn grátandi, þótt hún væri orðin svöng, sá hún lítinn fugl hoppa inn í herbergið. Hún tók þumalfingurinn út úr sér og settist upp. Litli fuglinn hóf þá upp raust sína. Hann söng yndislegt lag um stöðuvatnið í hallar- garðinum, trén, sem spegluðu sig í tæru vatn- inu og gullfiskana, sem syntu milli skugg- anna. Þegar hann hafði lokið söng sínum, var September hætt að gráta og hafði stein- gleymt hungrinu. „Þetta var fallegt lag,“ sagði hún. Fuglinn litli hneigði sig, því að listamenn eru í eðli sínu vel siðaðir og þykir lofið gott. „Mundirðu vilja mig í staðinn fyrir páfa- gaukinn?“ spurði hann. „Að vísu er ég ekki eins ásjálegur, en hins vegar hef ég sýnu betri söngrödd.“ September prinsessa klappaði saman lófun- um af hrifningu. Litli fuglinn hoppaði þá yfir á fótagafl hennar og söng hana í svefn. Þegar hún vaknaði næsta morgun, sat litli fuglinn enn á fótagaflinum og bauð henni góðan dag. Konunglegu þjónustumeyjarnar færðu henni morgunverð, fuglinn át hrísgrjón úr lófa hennar og fékk sér bað í undirskálinni hennar. Hann drakk líka úr undirskálinni. Konunglegu þjónustumeyjarnar sögðu, að þeim fyndist það alls ekki kurteislegt að drekka sitt eigið baðvatn, en September prinsessa sagði, að þetta væri listamanns- eðlið. Þegar hann hafði matazt, hóf hann upp svo indælan óð, að þjónustumeyjarnar urðu alveg hissa, þær höfðu aldrey heyrt neitt þessu líkt. September var bæði stolt og ánægð. „Nú ætla ég að sýna þig systrum mínum átta,“ sagði prinsessan. Hún rétti fram vísi- fingur hægri handar, eins og prik, litli fugl- inn kom fljúgandi og settist á hann. Síðan gekk hún um sali hallarinnar, með konung- legu þjónustumeyjarnar í halarófu á eftir sér, og kallaði á hverja prinsessuna á fætur ann- arri, byrjaði á Janúar, því að hún kunni sig vel, og hélt áfram alveg niður í Ágúst. Og litli fuglinn söng sinn sönginn fyrir hverja prinsessuna. En páfagaukarnir sögðu bara Guð blessi kónginn og sæta Pála. Að lokum sýndi hún konunginum og drottningunni fuglinn. Þau urðu undrandi og hrifin. „Ég vissi, að það var rétt að senda þig matarlausa í rúmið,“ sagði drottningin. „Þessi fugl syngur miklu betur en páfa- gaukarnir,“ sagði konungurinn. „Ég hélt nú satt að segja, að þú værir orð- inn nógu leiður á að heyra fólk segja Guð blessi kónginn,“ sagði drottningin. „Ekki skil ég hvers vegna stelpurnar kenndu páfa- gaukunum að segja það líka.“ „Hugsunin er falleg," sagði konungurinn, „og mér er alveg sama, hve oft ég heyri hana. En mér dauðleiðist að hlusta á þá segja sæta Pála.“ „Þeir segja það á sjö þjóðtungum,“ sögðu prinsessurnar. „Það er eflaust satt og rétt,“ sagði konung- urinn,“ en það minnir mig of mikið á ráð- gjafana mína. Þeir segja sama hlutinn á sjö mismunandi vegu, og alltaf er hann jafn merkingarlaus.“ Prinsessurnar, sem voru beizkar í lund, eins og ég hef þegar látið getið, reiddust við þetta, og páfagaukarnir voru verulega fúlir. En September prinsessa hljóp um höllina, syngj- andi eins og lævirki, og fuglinn litli flaug í kringum hana, syngjandi eins og næturgali, sem hann og í rauninni var. Þannig liðu nokkrir dagar. Þá stungu prins- essurnar átta saman nefjum. Þær fóru til September, settust í hring um hana og föidu fæturna siðsamlega, eins og síömskum prins- essum ber að gera. „Aumingja September mín,“ sögðu þær. „Okkur þykir leitt, að páfagaukurinn þinn fallegi skyldi deyja. Það hlýtur að vera and- styggilegt fyrir þig að eiga engan eftirlætis- fugl, eins og við eigum. Nú höfum við allar lagt fram vasapeninga okkar, og við ætlum að kaupa handa þér fallegan grænan og gulan páfagauk.“ „Þakka ykkur kærlega fyrir ekki neitt,“ sagði September. (Þetta var ekki verulega alúðlegt af henni, en síamskar prinsessur eru stundum dálítið stuttaralegar hver við aðra.) „Ég á fugl, sem syngur mér indælustu söngva, og ég veit ekki, hvað í heiminum ég ætti að gera við grænan og gulan páfagauk.“ Janúar saug upp í nefið, síðan Febrúar, svo Marz; þær sugu reyndar allar upp í nefið, en í réttri röð eftir aldri. Þegar þær voru búnar, sagði September: „Hvers vegna sjúgið þið svona upp í nefið? Eruð þið allar með kvef?“ „En, mín kæra,“ sögðu þær, „það er fárán- legt að tala um þinn fugl, þegar hann flýgur út og inn að vild.“ Þær lituðust um í her-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.