Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 51

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 51
Súkkulaðiplötur með piparmyntum: Látið bráðið hjúpsúkkulaði drjúpa í smátoppa á alúminíum- pappír og kólna. Hrærið flórsykur og eggjahvítu saman og látið stífna. Gerið ráð fyrir u.þ.b. 125 g flór- sykurs á móti einni eggjahvítu. Setjið piparmyntudropana í og látið smátopp á hvern súkkulaðitopp. Sykraðar apríkósur með valhnetum: 125 g. þurrkaðar apríkósur 2 dl vatn 2 dl sykur valhnetukjarnar Leggið apríkósurnar i bleyti í 5 - 6 tíma. Setjið síðan í pott ásamt sykrinum og vatninu af apríkósun- um og sjóðið við vægan hita í hálf- tíma, án þess að setja lokið á. Kælið svo á grind og þrýstið hálfum valhnetukjarna^í hverja apríkósu. Portvínssveskjur með marzipani: 200 g góðar sveskjur 1 dl vatn 1 dl portvín 1 dl sykur marzipan Látið sveskjurnar liggja í bleyti í 5-6 klst. í vatninu og portvíninu. Sjóðið þetta síðan allt saman með sykrinum við vægan hita í | klst. Takið steinana burt og stingið ljósgrænum marzipan ásamt pinna í hverja sveskju. Fíkjubrauð: | kg fíkjur þ 1 vatn 1 dl sykur J tesk. kartöflumjöl Látið fíkjurnar liggja í bleyti í 12 klst. Skerið þær í smábita, sjóðið síðan með sykrinum og vatninu af fík j unum, þar til þær verða að graut. Setjið kartöflumjölið saman við og látið grautinn í lítil form. Látið kólna. Tekið úr formunum og skreyttmeðgrænum kokteilberjum. Skorið í sneiðar. Rjómakaramellur: J 1 rjómi § dl ljóst sýróp 1J dl sykur 1 matsk. smjör 5 matsk. vanillusykur \ dl gróft hakkaðir hnetukjarnar. Sjóðið rjóma, sykur, sýróp og smjör í þykkum potti við hægan eld og hrærið stöðugt í, þar til deigið er orðið lint. Látið drjúpa af teskeið niður í kalt vatn. Ef dropinn Jólakonfekt Heimatilbúið jólakonfekt setur alltaf sinn svip á jólaborðið, — og það er eitt af því, sem börnin eru hvað áköfust í að búa til fyrir mömmu sína. Hér höfum við nokkrar uppskriftir, sem yfirleitt eru sáraeinfaldar og- alveg á færi barna og unglinga að fara eftir þeim - með dálítilli aðstoð mömmu. harðnar, er allt i lagi. Látið vanillu- dropa og hnetukjarna í og hellið síðan öllu saman á fítuborinn papp- ír. Komið deiginu svo í skyndi á ferkantaða plötu með rökum hníf og skerið jafnskjótt í teninga með því að draga rakan hnífinn fljótt gegnum heitt deigið. Meðan deigið er að kólna má laga teningana til öðru hverju og þegar það er alveg kalt eru karamellurnar brotnar sundur og má pakka þeim inn í alls konar litríkan pappír. Marzipankúlur: Hrærið upp marzipanið með flór- sykri eftir smekk og búið til kúlur. Dýfið síðan kúlunum til hálfs í hjúpsúkkulaði, setjið hnetukjarna þar ofan á og látið konfektið þorna. Einhig er alltaf ágætt að dýfa marzipankúlunum alveg ofan í hjúpsúkkulaðið og síðan í kókos- mjöl og láta síðan þorna. Marzipans vín: A Veltið marzipaninu í kúlur B Fletjið út með hníf til þess að búa til trýnið, þannig að deigið verði perulaga. C Gerið far í mjórri endann með hnífskafti D Búið til nasaholur með eldspýtum E Sveigið nefið svolítið upp og til hliðar og leggið tvo marzipanrenn- inga ofan á sem fellingar. F Búiðtileyruogdindilogstingið á tilheyrandi staði G Búið til fjóra fætur (fjórar kúlur, tvær stærri, tvær minni) og setjið undir svínið H Setjið rúsínur í augna stað. Að lokum smá leiðbeining’ar um að hjúpa konfekt: Kaupiðgo/f hjúpsúkkulaði. Brjótið það niður í pott og ládð hann standa hreyfingarlausan yfir mjög vægum hita eða jafnvel á venjulegum mið- stöðvarofni. Hrærið létt í, þegar það er bráðið og dýfið sælgædnu ofan í. Varizt að hafa raka eða súg í herberginu, þar sem konfektið er látið þorna, ella verður súkkulaðið grátt og litlaust. Setjið sælgætið á álpappír eða fituborinn pergament pappír. Ef bæði á að hjúpa marzipan og ávexti er heppilegra að hjúpa marzipanið fyrst vegna þess að það er rakalaust. Ef súkkulaðið hefur ekki verið hitað of mikið og ekki komizt raki í það, gerir ekkert til þótt það kólni og harðni í pottinum. Það má bræða það aftur. Sumir segja jafnvel að það sé betra eftir að hafa verið hitað tvisvar. 51 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.