Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 54

Hrund - 01.12.1967, Blaðsíða 54
LEIKBRÚÐURN7TR Frh. af bls. 44. kannski, eins og Rauðtopp, til að vera skáld og fljúga til stjarnanna, en er þó jarðbundinn og ofvaxinn, ljótur og heimskur, eins og Alifanfaron. I hon- um búa sáðkorn afbrýði, græðgi og ó- seðjandi löngunar í aðdáun og munað, eins og í montna kjánanum Gigi. Hluti af honum er kannske rogginn leiðindaseggur, eins og dr. Duclos, og önnur hlið samsvarandi frú Muscat, slaðurskjóða, hnýsin, kjöftug — og vitur. Og í heimspekingi getur einnig búið slægur, svikull hræsnari, þjófur og sjálfselskur þrjótur, eins og Reyn- ardo.“ Og hr. Nicholas hélt áfram: „Eðli mannsins er eilífur leyndardómur. Hér erum við, Mouche, sjö okkar hefurðu lært að elska. Og hvert okkar hefur gefið þér sinn hluta af hjartanu. Mér heyrðist jafnvel þorparinn Reynardo bjóða fram líf sitt — eða skinn — fyrir þig. Hann var að reyna að koma til þín boðum frá honum, sem gefur okkur öllum líf. . „Nei, nei . . . Ekki meira,“ bað Mou- che. „Hættu. Eg þoli ekki meira . . .“ „Hið illa getur ekki lifað án hins góða . . .“ sagði hr Nicholas með rödd, sem skyndilega var ólík hans eigin. „Við vildum öll fremur deyja en lifa án þín . . .“ „Hver er þetta? Hver talar?“ hrópaði Mouche. Af óviðráðanlegri hvöt, varla sjálfráð gerða sinna, teygði hún sig í tjaldið, þaðan sem hún sást en gat ekki sjálf séð í gegnum, og reif með einu handtaki burtu huluna, sem svo óra- lengi hafði aðskilið hana og vesæla, ó- gæfusama manninn, sem faldi sig þar. Hann sat þarna, hreyfingarlaus eins og myndastytta, horaður, kinnfiska- soginn, bitur, harður og ósamvinnu- þýður, en þó örmagna af ást til hennar. Svartklæddi maðurinn með rauða hár- ið. I dauðu andliti hans lifðu augun ein. Hægri hönd hans var lyft og fingur hans voru klæddir hanzkanum, sem sýndi hr. Nicholas. Vinstri hönd hans var kreppt um gervi Reynardos. Það var líkt og hann væri vogarskál góðs og ills, ills og góðs. Hatur og ást, ör- vænting og von léku um andlitsdrætti hans og lýstu þá við og við upp, eins og elding, sem leikur sér á bak við stormaský í ójarðneskri fegurð. Satan fyrir syndafallið. Og Mouche, sem á þessu andartaki steig yfir síðasta þröskuldinn frá stúlku til konu, fann í blindri vitrun skilning á manninum, sem hafði reynt að vera og lifa lífi hins illa. Sem hafði reynt að móðga Guð og menn með því að búa brúður sínar í mynd mannsins og fylla þær ást og gæzku. Og í þeirri innri baráttu, sem hún sá háða frammi fyrir sér, las hún hegn- ingu hans. Honum, sem unni aðeins grimmd og spillingu, hafði verið spillt af hinu góða i eðli hans eigin sköp- unarverka. Brúðurnar sjö, sem gædd- ar voru náttúru hans, höfðu sigrað hann, hann var orðinn fórnarlamb þeirra. Hann gat aðeins lifað með þeirra hjálp, bak við tjaldið á brúðu- húsinu. Og Mouche skynjaði í einni svipan, hvað var það eina, sem gæti bjargað honum. Það var hún sjálf. En hann gæti ekki beðið um ást hennar. Hann vildi ekki og gat ekki beðið. I þessari svipan datt henni andartak í hug sagan af stúlkunni og dýrinu, sem alltaf hafði snortið hana einkennilega í barnæsku, og hún vissi, að hér var dýrið, sem hlaut að deyja, ef hún aumkaði það ekki. En það var ekki meðaumkun, heldur ást, sem kom Mouche til að rétta hand- leggina fram, yfir svið brúðuhússins, þar sem þau höfðu háð einvígi á hverj- um degi í heilt ár, og hrópa: „Michel — Michel! komdu til mín!“ A svipstundu var hann kominn út og þau föðmuðust ákaflega. Skjálfandi af geðshræringu hvíslaði Mouche: „Michel . . . Michel. Ég elska þig. Ég elska þig hvað eða hver sem þú ert. Ég get ekki að því gert. Það ert þú, sem ég elska. Þú, sem ég hef alltaf elskað.“ Það var hún, sem hélt honum í faðmi sér. Rautt hár hans, strítt og úfið eins og hár Reynardos, lá við háls hennar, þar sem hönd hans, óþekkt, hafði hvílt svo oft. Örvænting faðm- laga hans jókst, er hann hvíslaði nafn hennar aftur og enn. „Mouche .... Mouche . . . Mouche . . og faldi and- lit sitt fyrir henni. „Michel . . . Ég elska þig. Ég fer aldrei frá þér.“ Loks fann Mouche eitthvað hlýtt renna yfir höndina, sem hélt um ófrítt en þó fagurt höfuðið, og vissi, að það voru tár manns, sem aldrei hafði látið undan þeim áður. Tár manns, sem var að vakna af hræðilegri martröð og ástin mundi loks gera heilan. Þannig stóðu þau á dimmu, auðu sviðinu langa stund, meðan Michel Peyrot, öðru nafni kafteinn Coq, gaf sál sína alla og líkama því sem áður hafði verið honum svo mikill þyrnir í augum, öryggi saklausrar, ástríkrar konu og unaði ástarinnar. Og þau hreyfðu sig ekki, þegar gamall negri með hvíta dulu yfir öðru auganu læddist yfir sviðið, leit niður í leyndardómsfullt myrkrið undir svið- inu og sagði kímileitur: „O-hó, hús- bóndi litli! Rauðtoppur! Reynardo! Dr. Duclos, AIi, frú Muscat! Hvar er- uð þið? Þið ættuð að koma upp og heyra hvað títt er. Ungfrú Mouche ætlar ekki að fara. Hún ætlar að vera hjá okkur alltaf.“ ENDIR <:> «a» <•» <•> <•> <•> <•> <•> <•> <•> <•> Leiðrétting <•> <•> <•> <•> <•> <s> <•> <•> <s> <•> <s> í síðasta tbl. Hrundar urðu þau leiðinlegu mistök, að tveim- ur merkismönnum íslandssög- unnar var ruglað saman, þeim Magnúsi Stephensen landshöfð- ingja og Magnúsi Stephensen dómstjóra, afabróður hans. Mat- reiðslukverið var eftir Magnús dómstjóra, sem uppi var frá 1762-1833, enda kom bókin út árið 1800. Magnús landshöfð- ingi var hins vegar fæddur árið 1836 og lifði fram á 20. öld, eða til 1917. Lesendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Myndin, sem birtist, var af Magnúsi landshöfðingja, en myndin hér á síðunni er af hin- um rétta Magnúsi. •Se tS* ta* tSf t«i (Sf laf (Sf imf (5f (Sf HRUND 1 1968 í næsta blaði hefst ný framhaldssaga, „Styttan af Júnó“ heitir hún og er eftir brezka rithöfundinn Henry James. Þetta er stutt saga, tekur sennilega aðeins yftr tvö tölublöð. * Þá hittir HRUND að máli konurnar, sem áttu 25 ára stúdentsafmæli á síðasta ári. Það er hinn skemmtilegasti hópur, konurnar eru tíu talsins og hafa allar reynzt atkvæðamiklar og atorkusamar hver á sínu sviði. -yr Einhverju sinni var sagt um frönsku leikkonuna, Jeanne Moreau, að hún væri ímynd alls þess, sem kallast mætti „kven- leiki— - já raunar væri hún ein full- komnasta ,,kona“ sem kvikmyndaheimur- inn hefði af að státa um þessar mundir. Jeanne Moreau er auk þess frábær leik- kona og margar myndir hennar hafa verið sýndar hér á landi við mikla hrifn- ingu. I næsta blaði birtum við viðtal við hana, sem Henry Gris tók fvrir nokkru. Þar fjallar hún meðal annars um ástina og afstöðu sína til hjónabandsins. Rruin höfum við nýlega séð einhvers stað. r, .:ö hún hafi haft í hyggju að ganga í hjóna- band á ný - sem hún hefur lengi verið frábitin - en hvað úr því hefur orðið vitum við ekki. Við vitum heldur ekki hvort hún hefur skipt um skoðanir í grundvallar atriðum í þeim efnum. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.