Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 12
12. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Um árabil hefur verið stundaður háska-
legur blekkingarleikur um áhrif verð-
tryggingar á lánum. Áróðurinn hefur
aukist eftir bankahrunið 2008. Því er
haldið fram að lánin hafi stökkbreyst
vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að
lausnin felist í óverðtryggðum lánum.
Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt
fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lán-
anna muni ekki hækka. Til vara er lagt
til að setja hámark á verðtrygginguna
þannig að verðbólga umfram það verði
lántakandanum að kostnaðarlausu. Þarna
er alvarleg blekking á ferðinni. Lántak-
endur eru látnir halda að aðgerðin lækki
vaxtakostnaðinn, en staðreyndin er að
þeir yrðu að mestu leyti verr staddir en
áður ef þessi málflutningur næði fram að
ganga.
Ýmsar skýrslur á undanförunum árum,
þar með Seðlabanka Íslands, staðfesta
að óverðtryggðir vextir eru að jafn-
aði hærri en verðtryggðir. Askar Capi-
tal telur í skýrslu frá mars 2010, sem
unnin var fyrir efnahagsráðuneytið, að
ætla megi að vaxtastig yrði hærra ef
verðtryggingar nyti ekki við. Afnám
verðtryggingar á lánum myndi því ekki
lækka vaxtakostnað lántakenda, heldur
er líklegast að vextir nir yrðu hærri. Sú
tillaga að setja þak á verðbætur verð-
tryggðra lána er villuljós, þar sem þá
myndu vextirnir ofan á verðtrygginguna
hækka. Það lánar enginn peninga með
tapi og þess yrði gætt að vextir og verð-
trygging samanlagt yrðu fyrir ofan verð-
bólguna hverju sinni, rétt eins og gert er í
óverð tryggðum lánum.
Í verðtryggðum lánum er áföllnum
verðbótum á hverjum gjalddaga dreift
á eftirstöðvar af lánstímanum og aðeins
hluti þeirra kemur til greiðslu. Ef svo-
kölluð stökkbreytt lán hefðu verið óverð-
tryggð þegar hrunið varð, hefði hver
greiðsla orðið óviðráðanlega há og tug-
þúsundir hefðu líkast til ekki getað staðið
í skilum. En vegna greiðsludreifingar-
innar verður skuldin viðráðanleg. Mun-
urinn á verðtryggðum og óverðtryggð-
um lánum er aðeins hvenær vextirnir og
verðbæturnar eru greiddar. Þegar upp er
staðið er kostnaðurinn svipaður, þó heldur
meiri í óverðtryggðum lánum. Eigi hús-
næðislán að vera eingöngu óverðtryggð
yrði óhjákvæmilegt að taka upp svipaða
greiðsludreifingu á vöxtum og gildir um
verðtrygginguna ef ekki á illa að fara.
Hvað er þá áunnið með afnámi verðtrygg-
ingar? Vandinn liggur í viðvarandi verð-
bólgu og óábyrgri efnahagsstjórn en ekki
í formi vaxtanna. Þeir sem stunda blekk-
ingarleikinn eru vandamál en ekki lausn.
Háskalegur blekkingarleikur
VERÐTRYGGING
Kristinn H.
Gunnarsson
fv. alþingismaður
Matarúthlutun í Eskihlíð 2-4 Reykjavík er miðvikudaginn
13. febrúar 2013 frá kl. 14 til 16.30.
Hársnyrtingar verða í boði sama dag.
Matarúthlutun í Grófinni 10 C í Reykjanesbæ verður
fimmtudaginn 14. febrúar 2013 frá kl. 16 til 18.
Tökum á móti fatnaði á sama tíma.
Söfnunarreikningur 101-26-66090,kt 660903-2590
Fjölskyldhjálp Íslands
Matarúthlutun
hefst hjá
Fjölskylduhjálp
Íslands
F
ramsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina.
Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um
afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir
árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin –
grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun
hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn
þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta
án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á
höfuðið.
Það eru margar spurningar
sem vakna við þennan loforða-
flaum. Er gerlegt að afnema
verðtryggingu og ef svo er, af
hverju hefur það ekki þegar verið
gert? Eða er loforð um afnám
verðtryggingar einfaldlega næla
sem stjórnmálaflokkarnir festa
í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann
þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til
viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar
sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt
ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt
fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi.
Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum
um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna
þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtrygg-
ingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt.
Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á
þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir.
Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera
ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var inn-
leidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru
verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en
þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum.
Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu
tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim
tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna.
Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyris-
sjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig
þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast.
Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera
mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neyt-
endur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist
hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum
undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 pró-
sent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama
tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán
sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upp-
hæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði,
að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3
milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út.
Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heimin-
um byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmið-
ilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta
út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er
innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða
flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta.
Ekki er hægt að afnema verðtryggingu en halda krónu:
Loforð um loft
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@frettabladid.is
Hætt við að hætta
Þau tíðindi urðu um helgina að
Lilja Mósesdóttir var kjörin for-
maður Samstöðu á nýjan leik. Þetta
kom nokkuð á óvart, enda sögðu
sjö af níu stjórnarmönnum sig úr
flokknum fyrir tæpum mánuði
vegna kröfu Lilju um að hann yrði
lagður niður. Þetta hljóta
að teljast jákvæðar
fréttir, enda varla
hægt að draga aðra
ályktun af þeim en
að Lilja sé hætt
við að gera sjálfa
sig gjaldþrota og
flytja til Noregs
– að minnsta
kosti í bili.
Stormur í aðsigi?
Samstaða fór frábærlega af stað
fyrir réttu ári, þegar flokkurinn
mældist með yfir tuttugu prósenta
fylgi. Fljótlega fór að kvarnast úr
áhangendahópnum eftir að varafor-
maðurinn Siggi stormur gekk úr
skaftinu, en í ljósi nýjustu vendinga
má kannski gera ráð fyrir að
hann snúi senn aftur og
flokkurinn nái fyrri
styrk. Verst að þau
eru búin að ákveða
að bjóða ekki fram
til þings.
Nútíminn
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, fór lofsamlegum orðum um
internetið við afhendingu Íslensku
vefverðlaunanna á föstudaginn var.
Hann nefndi að forsetinn hefði
ekki getað neitað Icesave-lögunum
staðfestingar ef ekki hefði verið
fyrir netið. Það má færa rök fyrir því
að það sé rétt hjá honum. Í þeim
orðum birtist hins vegar virðing
og trú á tæknivæddu nútímasam-
félagi sem er merkileg úr munni
manns sem er enn þeirrar skoð-
unar að ómögulegt sé að flytja
forsetavald milli manna öðruvísi
en með handabandi á bílaplaninu
við Leifsstöð.
stigur@frettabladid.is