Fréttablaðið - 14.02.2013, Síða 2
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Það þarf að gera
mikið fyrir þessa
grein hérna heima svo
hún geti vaxið og
dafnað líkt og í
nágrannalöndum
okkar.
Ásta Kristjánsdóttir
framkvæmdastjóri
verslunarinnar ATMO
DÓMSMÁL Átján ára piltur, Dómald
Dagur Dómaldsson, var í gær
dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir
hrottafengna og lífshættulega árás
á fyrrverandi ástkonu föður síns.
Hann var jafnframt dæmdur til að
greiða konunni rúmar þrjár millj-
ónir króna í bætur.
Konan bjó í sama húsi og
pilturinn og faðir hans en í annarri
íbúð. Pilturinn ruddist inn í íbúð-
ina til hennar aðfaranótt 21. apríl í
fyrra, vopnaður stórum hnífi.
Hann stakk konuna marg sinnis
í líkamann, þannig að hnífurinn
gekk meðal annars í gegnum
þind, kviðarhol og maga. „Ég ætla
að drepa þig fyrst og nauðga þér
svo,“ sagði hann síðan, áður en
hann tók hann hana kyrkingartaki
aftan frá. Konan bjargaði sér með
snarræði, tók hnífinn af piltinum
og flúði undan honum, en hann elti
hana með snjóskóflu í hönd þangað
til faðir hans yfirbugaði hann.
Skurðaðgerð þurfti til að konan
biði ekki bana af atlögunni.
Pilturinn kvaðst ekki hafa
ætlað að drepa konuna, en dómur-
inn kemst engu að síður að þeirri
niður stöðu að honum hafi mátt
vera ljóst að langlíklegast væri að
árásin, sem sögð er hrottaleg og
tilefnislaus, myndi draga konuna
til dauða. Hann er því dæmdur
fyrir tilraun til manndráps. - sh
Átján ára piltur stakk fyrrverandi ástkonu föður síns margsinnis með hníf og reyndi að kyrkja hana:
Fimm ár fyrir hrottafengið morðtilræði
Árásin hefur haft miklar afleiðingar fyrir konuna, að hennar eigin sögn.
„Líf hennar, eins og hún þekkti það, hafi endað þetta kvöld. Hún hafi
misst heila fjölskyldu og mikilvægustu manneskjuna í lífi sínu, sem hafi
verið faðir ákærða. Hún hafi misst allt traust á mannkynið og persónuleiki
hennar sé gjörbreyttur. Hún þekki sjálfa sig ekki lengur og þurfi að taka
kvíðastillandi lyf og svefnlyf,“ segir í dómnum. Ástand hennar hafi versnað
undanfarið og nú sofi hún lítið sem ekkert.
Svefnvana og trúir ekki á mannkynið
ALÞINGI Rannsóknarnefnd Alþingis um starfsemi
Íbúðalánasjóðs mun ekki skila skýrslu sinni nú um
miðjan febrúar eins og stefnt var að. Þetta staðfestir
formaður nefndarinnar, Sigurður Hallur Stefánsson,
við Fréttablaðið.
Rannsóknarnefndin fundaði með forsætisnefnd
þingsins í byrjun desember og þar kom fram að stefnt
væri að skilum um miðjan febrúar.
„Skýrslan er ekki hér til afhendingar,“ segir
Sigurður núna. Það verði hún ekki heldur á næstu
dögum. Hann segist ekki geta fullyrt hvenær
vinnunni ljúki og vilji ekki tjá sig frekar um málið að
svo stöddu.
Rannsóknarnefndin um Íbúðalánasjóð og önnur um
sparisjóðakerfið voru skipaðar haustið 2011, sú fyrr-
nefnda í byrjun september og sú síðarnefnda í ágúst-
lok. Íbúðalánasjóðsnefndin átti upphaflega að skila
skýrslu sinni til Alþingis sex mánuðum eftir skipun,
eða í byrjun mars í fyrra, og sparisjóðanefndin átti
að skila af sér 1. júní í fyrra. Það hefur síðan frestast
ítrekað.
Hjá Hrannari Má S. Hafberg, formanni sparisjóða-
nefndarinnar, var fátt um svör í gær þegar spurt var
um gang vinnunnar. Hann kveðst vilja upplýsa þingið
um stöðuna fyrst.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingforseti segir
nefndirnar munu gera forsætisnefnd grein fyrir stöðu
rannsóknanna á fundi á mánudaginn kemur. - sh
Rannsóknarnefndir um Íbúðalánasjóð og sparisjóðina eru enn að störfum:
Skýrsluskilin frestast enn lengur
HEILBRIGÐISMÁL Fimm samkyn-
hneigðir karlmenn greindust
með HIV-veiruna í fyrra. Þetta
er sami fjöldi og árið 2010 en
árið 2011 greindist einungis einn,
samkvæmt nýjustu tölum frá
Landlæknisembættinu.
Hommum, sem hafa greinst
síðustu ár, hefur fækkað og er
það talið aukinni notkun smokka
að þakka. Árið 1997 greindust
fimm karlar með veiruna en á
árunum til 2010 rokkaði fjöldinn
frá einum og upp í þrjá.
Lesbíur sem greinast með HIV
eru í raun flokkaðar sem gagn-
kynhneigðar í tölfræði land-
læknis, en smitleiðir með kyn-
mökum eru ekki taldar ástæðan
hjá þeim eins og hjá samkyn-
hneigðum karlmönnum.
- sv
Fimm greindust í fyrra:
Fleiri HIV-smit
hjá hommum
NÁTTÚRA Ríkið hefur keypt
jörðina Teigarhorn í Djúpa-
vogshreppi fyrir um fimmtíu
milljónir króna, en jörðin hefur
verið til sölu um árabil.
Á jörðinni eru ómetan legar
náttúru- og menningar minjar
sem sumar hafa alþjóðlegt
verndar gildi og er því brýnt
að varðveita, segir í svari um-
hverfis- og auðlindaráðuneytisins
til Austurfréttar.
Á Teigarhorni er einn þekkt-
asti fundarstaður geislasteina í
heiminum og hluti jarðarinnar
er friðlýstur vegna þessa. Jörðin
hefur gegnt mikilvægu hlutverki
í skráningu veðurfars og þar
hafa verið stundaðar athuganir
síðan 1881. Verið er að móta hug-
myndir um framtíðarskipulag
jarðarinnar. - þeb
50 milljónir fyrir jörðina:
Ríkið keypti
Teigarhorn
KJARAMÁL Nýr stofnanasamningur á Landspítalanum færir hjúkrunar-
fræðingum á bilinu fimm til 9,6 prósenta launahækkun, en samningur-
inn var undirritaður á þriðjudag og kynntur á tveimur fundum í gær.
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, segir að undirtektirnar á fundunum í gær gefi tilefni til að halda
að flestir séu sæmilega sáttir við það sem liggur á borðinu. „Mér fannst
sæmilega gott hljóð í fólki.“
Elsa segir að í samningnum sé einnig að finna ákvæði um næstu skref
í jafnlaunaátakinu og endurmat á röðun í starfaflokka. Sú vinna haldi
áfram næstu mánuði.
Hjúkrunarfræðingar hafa tíma til kvölds til að draga uppsagnir sínar
til baka, en nokkrir höfðu þegar gert það í gær, að sögn Elsu. „Við vitum
á föstudaginn [á morgun] hvernig staðan er í raun.“ - shá
Hjúkrunarfræðingar hafa daginn til að ákveða sig:
Telur fólk nokkuð sátt við tilboð
FUNDAÐ Björn
Zoëga, forstjóri
LSH, mætti ásamt
sínu fólki.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
RANNSÓKNARNEFNDIR Alþingi skipaði nefndir um íbúða-
lánasjóð og sparisjóðakerfið haustið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SPURNING DAGSINS
VIÐSKIPTI „Ef það eru ekki til vörur
til að selja neyðist maður til að draga
saman seglin,“ segir Ásta Kristjáns-
dóttir, framkvæmdastjóri verslun-
arinnar ATMO við
Laugaveg, en efri
hæð verslunarinnar
stendur nú tóm,
vegna of mikillar
sölu að hennar
sögn.
„Það gengur ekki
að láta stóra hæð í
3.000 fermetra húsi
standa hálf tóma,“
segir Ásta. „Þess
vegna erum við búin að færa allt
tímabundið niður af efri hæðinni.“
Ásta segir forsvarsmenn ATMO
ekki hafa gert ráð fyrir svo mikilli
sölu strax í upphafi, en búðin hefur
verið starfrækt í tæpa þrjá mánuði.
„Fólk er greinilega mjög ánægt
með íslenska hönnun og salan er
búin að ganga mjög vel, en þetta
hangir allt saman. Þetta er hringrás,
hönnuður þarf að koma frá sér vöru,
framleiða hana og svo skila henni til
okkar. Ef eitthvað stoppar í þessari
hringrás þá erum við alveg stopp, því
við reiðum okkur eingöngu á íslenska
hönnuði og íslenskar vörur,“ segir
Ásta.
Vandamálið að hennar mati er að
íslenskir hönnuðir eigi oft í mjög
miklum vandræðum með fram-
leiðslu. Hún kallar þess vegna eftir
meiri stuðningi frá hinu opinbera og
telur einkennilegt að hönnuðir þurfi
að borga fullan virðisaukaskatt þegar
aðrar skapandi greinar borga minna.
„Það er mjög erfitt að koma á fót
nýjum vörumerkjum í núverandi
umhverfi. Ef ríkið myndi styðja
okkur betur gætum við verið sam-
keppnishæfari við erlendar vörur, en
allir þessir skattar og innflutnings-
gjöld gera okkur erfitt fyrir,“ segir
Ásta.
Reksturinn á ATMO mun halda
áfram í smækkaðri mynd. Starfsfólki
hefur fækkað nokkuð en kjarninn af
upprunalega starfsfólkinu er enn til
staðar. Ásta segist heilt yfir mjög
ánægð með verkefnið, enda hafi
yfir 30.000 manns lagt leið sína í
verslunina.
„Við stefnum á að færa okkur aftur
upp á efri hæðina, en þá myndi stuðn-
ingur frá hinu opinbera hjálpa mikið.
Það þarf að gera mikið fyrir þessa
grein hérna heima svo hún geti vaxið
og dafnað líkt og í nágrannalöndum
okkar,“ segir Ásta.
Þá segist hún horfa björtum augum
til framtíðar og sér fram á að fá inn
nýjar vörur í mars eða apríl.
- jhg
Segist loka heilli hæð
vegna of mikillar sölu
Framkvæmdastjóri ATMO við Laugaveg segist glíma við vöruskort þar sem sala
hafi gengið mjög vel. Hún kallar eftir meiri stuðningi frá hinu opinbera og segir
einkennilegt að fatahönnun sitji ekki við sama borð og aðrar skapandi greinar.
MIKIL SALA Verslunin Atmo hefur verið starfrækt í tæpa þrjá mánuði og hefur
salan farið gríðarlega vel af stað.
ÁSTA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Jón Halldór, eigið þið erfitt
með að kyngja þessu?
„Nei, við tökum þetta bara með
munnskolinu.“
Borgarstarfsmenn vinna að því hörðum
höndum þessa dagana að hreinsa tyggjó
af götum með háþrýstidælum. Jón
Halldór Jónasson er upplýsingafulltrúi hjá
Reykjavíkurborg.