Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 4
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
4
milljarða
króna
bankaábyrgð
var veitt af
Íslandsbanka
vegna kaupa á
Formúlu
1-liðinu
Williams.
LÖGREGLUMÁL Slitastjórn Glitnis kærði í
janúar veitingu fjögurra milljarða króna
bankaábyrgðar vegna kaupa á Williams
Formúlu 1-liðinu sumarið 2008 til sérstaks
saksóknara vegna rökstudds gruns um
umboðssvik. Engir einstaklingar eru sérstak-
lega kærðir heldur er þess óskað að embættið
rannsaki málið í heild.
Málið snýst um að Jón Ásgeir Jóhannes-
son, þá forstjóri Baugs og einn aðaleigenda
Glitnis, gerði samkomulag um að bresk félög
í eigu Baugs gerðust styrktaraðilar Williams-
liðsins í desember 2007. Í janúar 2008 gerði
hann síðan samning, í nafni dótturfélags
Baugs að nafni Sports Investments, um
að kaupa stóran hlut í Williams-liðinu. Jón
Ásgeir gekk í persónulegar ábyrgðir fyrir
þessum kaupum. Þegar líða tók á árið 2008
kom í ljós að bæði kaup- og styrktarsamning-
arnir voru vanefndir. Var þá ráðist í að gera
breytingarsamninga vegna beggja samning-
anna og hluturinn sem átti að kaupa í Willi-
ams þar festur sem tíu prósent.
Í ágúst 2008 kynnti Lárus Welding, þá for-
stjóri Glitnis, fyrir áhættunefnd bankans
að Sports Investments væri að leita að 20
milljóna punda, fjögurra milljarða króna,
bankaábyrgð til að kaupa hlut í og gera
styrktarsamninga við Williams-liðið. Sports
Investments var á þessum tíma eignalaust
félag.
Kynningin fyrir áhættunefndinni var þó til
málamynda þar sem Lárus Welding og Magn-
ús Arnar Arngrímsson, þá framkvæmda-
stjóri fyrirtækjasviðs Glitnis sem sat einnig
í áhættunefnd bankans, höfðu samþykkt veit-
ingu ábyrgðarinnar daginn áður en hún fór
fram. Með þessum gerningi var ábyrgð á
upphæðinni velt yfir á Glitni. Síðar kom í ljós
að aldrei var skrifað undir breytingarsamn-
inga vegna kaupa á hlut í Williams-liðinu og
voru þau á endanum látin ganga til baka.
Eftir hrun Glitnis gerði Williams-liðið hins
vegar 10,75 milljón punda, rúmlega tveggja
milljarða króna, kröfu í bú bankans vegna
vanefnda á styrktarsamningnum. Þeirri
kröfu var hafnað sem varð til þess að Willi-
ams-liðið stefndi Glitni fyrir dóm. Málið
verður tekið fyrir á morgun.
thordur@frettabladid.is
Kaup á formúluliði til
sérstaks saksóknara
Slitastjórn Glitnis telur að bankaábyrgð upp á fjóra milljarða sem veitt var vegna
kaupa á Formúlu 1-liðinu Williams 2008 sé umboðssvik. Málinu var vísað til sér-
staks saksóknara í janúar. Williams gerði kröfu í bú Glitnis vegna ábyrgðarinnar.
Samhliða ábyrgðarbeiðninni sem lögð var fyrir áhættunefnd
Glitnis var lagt fram minnisblað frá Bjarna Jóhannessyni, við-
skiptastjóra Baugs hjá bankanum, þar sem hann lýsir mála-
vöxtum. Í minnisblaðinu segir meðal annars að unnið sé að sölu
á Williams-liðinu í heild og að óskuldbindandi tilboð hafi borist
upp á 250 milljónir punda, um 50 milljarða króna, frá aðilum
frá Dubai. Ekki voru nánari upplýsingar um hverjir það voru í
minnisblaðinu. Samkvæmt þessu tilboði átti tíu prósenta eignar-
hluturinn í Williams-liðinu að vera 25 milljóna punda, um fimm
milljarða króna, virði, eða mun meira en ábyrgðin sem veitt var.
Aðilarnir frá Dubai keyptu aldrei hlutinn.
Tilboð frá Dubai lagt til grundvallar
Landsnet reynir við heimsmetið
1 VESTMANNAEYJAR Skrifað hefur verið undir samning um lagningu nýs sæ-strengs úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja. Landsnet segir heimsmet verða sleg-
ið náist að leggja nýjan streng næsta sumar. Komið hafi fram í viðræðum Landsnets,
verktakans og svissneska strengjaframleiðandans ABB að aldrei hafi þá skemmri tími
liðið frá upphafi undirbúnings til loka framkvæmda. „Með undirritun samnings við
ABB, hefur Landsnet tryggt sér pláss í framleiðslulínu ABB á vormánuðum 2013 og
líkur á því að heimsmet verði slegið stórauknar,“ segir á vef Landsnets.
Árborg bannar munntóbakslíki
2 ÁRBORG Notkun á sænska munn-tóbaks líkinu Kickup hefur verið
bönnuð í grunnskólum, félagsmiðstöðvum
og íþróttahúsum sveitarfélagsins Árborgar.
Í kynningu á málinu til foreldra kemur
fram að vörunni svipi til hefðbundins
munntóbaks og telja starfsmenn sveitar-
félagsins að notkun hennar kunni að
ýta undir tóbaksnotkun síðar meir. Þá
sé dæmi um að nemandi hafi blandað
venjulegu tóbaki við vöruna. Sömuleiðis
er sagt erfitt fyrir starfsfólk sem vinnur
með börnum að greina hvort um tóbak sé
að ræða eða ekki.
60 fermetrum bætt á áætlun
3 ÍSAFJÖRÐUR Nýtt hjúkrunarheimili á Ísafirði verður um 60 fermetrum stærra en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Byggja á tengibyggingu við
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og stækka sal í miðrými. Frá þessu segir á vef
Bæjarins besta. Þar segir að heildarstærð nýbyggingarinnar verði alls 2.310
fermetrar, en velferðarráðuneytið mun þó einungis leigja þá 2.250 fermetra
sem það samþykkti. Mun ráðuneytið, að sögn Bæjarins besta, greiða tæpar sex
milljónir á mánuði fyrir aðstöðuna. Byggingarkostnaður er áætlaður fimmtán
til átján milljónir og munu þar verða þrjátíu rými.
233,376
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,45 128,05
198,62 199,58
171,83 172,79
23,025 23,159
23,297 23,435
20,243 20,361
1,3628 1,3708
195,26 196,42
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
13.02.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
„ROKK” OG RIGNING
VIÐ ÞEKKJUM
TILFINNINGUNA
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Vaxandi austanátt.
NORÐLÆGAR áttir ríkjandi næstu daga en á laugardag lítur út fyrir austanátt
og þykknar upp við suðurströndina. Yfirleitt bjart og fallegt veður um sunnan og
vestanvert landið.
1°
10
m/s
1°
8
m/s
2°
4
m/s
5°
0
m/s
Á morgun
3-8 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
2°
0°
3°
0°
0°
Alicante
Basel
Berlín
17°
3°
2°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
1°
1°
1°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
1°
1°
21°
London
Mallorca
New York
10°
18°
6°
Orlando
Ósló
París
23°
-2°
8°
San Francisco
Stokkhólmur
18°
1°
3°
3
m/s
4°
8
m/s
2°
7
m/s
2°
7
m/s
0°
6
m/s
2°
7
m/s
-3°
6
m/s
0°
0°
0°
0°
-1°
BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkja-
forseti boðar aðgerðir í mörgum umdeildum
málum, svo sem innflytjendamálum, skatta-
málum, skotvopnamálum og loftslagsmálum.
Þar bauð hann andstæðingum sínum í Repú-
blikanaflokknum byrginn, en bauð jafnframt
upp á möguleika til samvinnu.
Mesta áherslu lagði hann þó á efnahags-
málin, aukinn hagvöxt og minni fjárlaga-
halla, án þess þó að það bitnaði á þeim sem
höllum fæti standa.
„Við getum ekki beðið eldri borgara
og verkafólk að taka á sig alla byrðina
sem fylgir því að draga úr fjárlagahalla
en krefjast jafnframt einskis af hinum
auðugustu og valdamestu,“ sagði Obama í
stefnuræðu sinni, sem hann flutti seint á
þriðjudagskvöld. Þetta er fyrsta stefnuræða
hans á seinna kjörtímabilinu.
Öfugt við það sem algengt er að forsetar
Bandaríkjanna geri í fyrstu stefnuræðu
seinna kjörtímabils síns hafði Obama sára-
lítið að segja um utanríkismál að þessu
sinni.
Hann kynnti þó áform um að kalla ríflega
helming bandaríska herliðsins í Afganistan
heim innan árs. Hamid Karzai, forseti
Afganistans, fagnaði þessu í gær. - gb
Bandaríkjaforseti lagði áherslu á efnahagsmál í fyrstu stefnuræðu seinna kjörtímabils:
Obama býður repúblikönum samvinnu
BARACK OBAMA Hafði fátt að segja um utanríkismál
í stefnuræðu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LANDIÐ
1
3
2