Fréttablaðið - 14.02.2013, Side 6
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Úrvalið er í Útilíf
Láttu hart
mæta hörðu
Nú eru hjálmadagar í Útilíf,
20% afsláttur af öllum
skíða- og brettahjálmum.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Aðalfundi Hestamanna-
félagsins Kjóavöllum frestað
Aðalfundi Hestamannafélagsins Kjóavöllum sem átti að vera
kl 20:00 fimmtudaginn 14. febrúar 2013 er hér með frestað til
kl 20:00 þriðjudaginn 19. febrúar 2013.
Staðsetning og dagskrá er óbreytt frá því sem áður var auglýst.
Stjórn Hestamannafélagsins Kjóavöllum.
BANDARÍKIN, AP Christopher Dorner
brann inni í fjallabústað eftir skot-
bardaga við lögreglu, tíu dögum
eftir að hann framdi fyrstu morðin.
Lögreglan hafði leitað hans á
þessum slóðum síðan á fimmtudag,
þegar bifreið hans fannst brunnin
og yfirgefin á bílastæði í San Bern-
ardino-fjöllunum, skammt utan við
Los Angeles.
Á mánudag komst lögreglan svo
á sporið þegar Dorner stal bifreið.
Eftir eltingarleik og árekstur þar
sem skipst var á skotum komst
Dorner undan á hlaupum.
Nokkru síðar umkringdi lög-
regla fjallabústað, þar sem hann
hafði komið sér fyrir. Enn kom til
skotbardaga, sem kostaði einn lög-
reglumann lífið en annar særðist
illa. Á endanum kviknaði í bú-
staðnum, sem var orðinn mettaður
af táragasi. Þegar eldurinn var að
mestu kulnaður fannst í bústaðnum
brunnið lík.
Í fjölmiðlum vestan hafs og
austan hefur vaknað grunur um að
lög reglan hafi vísvitandi kveikt í
bústaðnum með því að nota mikið
af táragasi, sem vitað er að kviknað
getur í. Birtar hafa verið orðréttar
tilvitnanir í samtöl lögreglumanna,
þar sem talað er um að „brenna
kvikindið“.
Í margra blaðsíðna yfirlýsingu,
sem Dorner hafði birt á Facebook-
síðu sinni, sagðist hann búast við
því að deyja í lokaátökum við lög-
regluna.
Hann lýsti þar yfir stríði gegn
lögreglunni í Los Angeles og hótaði
að drepa fjölda fólks til að vekja
athygli á málstað sínum. Hann
var ósáttur við að hafa verið vikið
úr starfi árið 2009, stuttu eftir að
hann sakaði starfsfélaga sinn um
að hafa beitt ofbeldi við handtöku.
Í yfirlýsingunni sakar hann lög-
regluna í Los Angeles um kynþátta-
fordóma og fullyrti að ekkert hefði
breyst síðan hópur lögreglumanna
misþyrmdi blökkumanninum Rod-
ney King árið 1991, en sjálfur var
Dorner dökkur á hörund.
Alls hefur tíu daga hefndarher-
ferð Dorners kostað fjögur líf, auk
þess sem nokkrir hafa særst illa.
Hann náði því fram að lög reglan
í Los Angeles ákvað að hefja nýja
rannsókn á tildrögum þess að
honum var sagt upp á sínum tíma.
Óvíst er þó hvað kemur út úr þeirri
rannsókn.
gudsteinn@frettabladid.is
Brann í bústað eftir
harðan skotbardaga
Tíu daga leit lögreglumanna í Los Angeles að Christopher Dorner, fyrrverandi
starfsfélaga þeirra, lauk við fjallabústað í San Bernardino-fjöllunum. Grunur hefur
vaknað um að lögreglan hafi vísvitandi reynt að brenna Dorner inni.
LÖGREGLAN Í LOS ANGELES Yfirmenn á leið til blaðamannafundar. NORDICPHOTOS/AFP
Í margra blaðsíðna yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni rekur Christopher
Dorner ástæður þess að hann sagði lögreglunni í Los Angeles stríð á
hendur. Hann segir að sér hafi verið ranglega sagt upp eftir að hann
sakaði félaga sinn um ofbeldi við handtöku. Hann segir uppsögnina stafa
af kynþáttahatri félaga sinna í lögreglunni.
Hann hótar fyrrverandi félögum sínum og fjölskyldum þeirra og boðar
mikið blóðbað til að vekja athygli á þessu ranglæti. Einnig lýsir hann
í löngu máli skoðunum sínum og afstöðu til ýmissa dægurmála, gefur
leikurum og tónlistarfólki einkunnir og ávarpar ýmsa ættingja sína og vini.
Þá lýsir hann þunglyndi, sem hann hefur átt við að stríða frá því honum
var sagt upp.
„Ef mögulegt er, þá vil ég að heili minn verði varðveittur í vísinda- og
rannsóknarskyni, til að rannsaka áhrif alvarlegs þunglyndis á heila ein-
staklings,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Það er hálf dapurlegt að
ég verð ekki á lífi til að horfa á og njóta Hangover III. Aldeilis frábær þrí-
leikur það,“ segir einnig.
Yfirlýsing Dorners á netinu
| 3. febrúar | 4. febrúar | 6. febrúar | 7. febrúar | 8. febrúar | 9. febrúar | 10. febrúar | 11. febrúar | 12. febrúar
ATBURÐARÁSIN
SUNNUDAGUR Aðstoðarþjálfari í körfu-
bolta kvenna og kærasti hennar finnast
myrt í bifreið sinni í bænum Irvine í
Kaliforníu. Konan var dóttir yfirmanns í
lögreglunni í Los Angeles.
FIMMTUDAGUR Lögreglumenn í Los Angeles elta
bifreið Dorners. Til skotbardaga kemur, byssumaðurinn
flýr en stuttu síðar ræðst hann á tvo lögreglumenn,
annar deyr en hinn er lífshættulega særður. Síðar finnst
bifreið Dorners, brunnin og yfirgefin, í San Bernardino-
fjöllunum. Í bifreiðinni fundust vopn og útilegubúnaður.
ÞRIÐJUDAGUR Dorner skiptist
á skotum við lögreglu sem nokkru
síðar umkringir fjallabústað. Þar
kemur enn til skotbardaga. Einn
lögreglumaður lét lífið og annar
særðist. Bústaðurinn brennur.
FÖSTUDAGUR Tugir
manna leita að Dorner í
vetrarkulda í San Bernar-
dino-fjöllunum. Einnig
er gerð leit í húsi móður
Dorners í La Palma og í
geymslugámi í Buena Park.
SUNNUDAGUR
Lögreglan setur
milljón dali til
höfuðs Dorner.
MÁNUDAGUR Dor-
ner stelur bifreið í San
Bernardino-fjöllunum.
Eftir skotbardaga og
árekstur kemst hann
undan á hlaupum.
VEISTU SVARIÐ?
1. Hverju leitar nú Matvælastofnunin
að í íslensku nautahakki?
2. Hvað gera starfsmenn Véladeildar
Reykjavíkurborgar meðan ekki snjóar?
3. Hvað vill Straumur fjárfestingabanki
borga mikið fyrir Orkuveituhúsið?
SVÖRIN
1. Hrossakjöti. 2. Hreinsa tyggjóklessur af
götum. 3. Fimm komma einn milljarð króna.
STJÓRNMÁL „Að ýmsu leyti hefur
fyrirliggjandi sölusamningur yfir-
bragð lánssamnings til 10-20 ára
og í því ljósi má segja að Orku-
veitan sé í raun að taka dýrt lán,“
bókuðu sjálfstæðismenn í borgar-
stjórn þegar þar var samþykkt
sala Orkuveitunnar á byggingum
á Bæjarhálsi og Réttarhálsi.
Orkuveitan selur Straumi fast-
eignirnar fyrir 5,1 milljarð króna
og skuldbindur sig um leið til að
taka þær á leigu. „Það má ef til
vill líta svo á að sá gerningur að
„selja“ húsið og leigja það aftur sé
neyðarúrræði þar sem eignasölu-
hluti aðgerðaáætlunar OR hefur
ekki gengið eftir,“ segir Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks. „Líti menn svo á að
um lánasamning sé að ræða, er um
afar dýrt lán að ræða á mun verri
kjörum en bæði OR og Reykja-
víkur borg njóta.“
Í bókun sinni sögðust sjálf-
stæðis menn hlynntir því að hús-
næðið yrði selt en vilja að starf-
semin flytji í ódýrara húsnæði. - gar
Sjálfstæðismenn gagnrýna viðskipti í kringum höfuðstöðvar Orkuveitunnar:
Telja söluna vera dýra lántöku
HÖFUÐSTÖÐVAR OR Kostuðu 9,8
milljarða króna en seldar á 5,1 milljarð.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DANMÖRK Lögreglan í Kaupmanna-
höfn fylgist nú náið með ný stofn-
uðum glæpasamtökum sem hafa
látið til sín taka að undanförnu.
Meðal annars tengjast þau hnífa-
árás í upphafi viku.
Fram kemur á vef BT að með-
limir kalla klíkuna „Loyal to
familia“, eða LTF, en hún telur
nú á sjötta tug manna. Lögregla
forðast að ræða mikið um klíkuna,
þar sem hún vill ekki ljá henni
vægi eða opinbera hve mikið lög-
reglan veit um starfsemina. - þj
Lögreglan í Danmörku:
Óttast uppgang
glæpagengis