Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 8
Framtakssjóður Íslands (FSÍ), stórir lífeyrissjóðir og aðilar tengdir MP banka hafa undan- farnar vikur átt í viðræðum við slitastjórn Glitnis um kaup á 95 prósenta hlut hennar í Íslands- banka. Viðræðurnar eru á byrj- unarstigi þótt þær hafi átt sér langan aðdraganda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vonast bjóðendurnir til að fá bankann töluvert undir innra virði hlutar Glitnis, sem er um 133 milljarðar króna. Þær verðhugmyndir sem nefndar voru við Frétta blaðið voru að greiða á bilinu 0,55- 0,70 krónur fyrir hverja krónu. Það myndi þýða að kaupverðið sem bjóðendurnir eru tilbúnir að borga fyrir 95 prósenta hlut Glitnis er á bilinu 73 til 93 millj- arðar króna. Þeir hafa líka áhuga á að kanna kaup á 87 prósenta hlut þrotabús Kaupþings í Arion banka. Á byrjunarstigi DV greindi frá því í gærmorgun að þreifingar ættu sér stað um sölu Íslandsbanka. Þar var sagt að þær væru á milli MP banka og slitastjórnar Glitnis. FSÍ stað- festi hins vegar í gær að sjóðurinn kæmi að slíkum þreifingum, en að málið væri skammt á veg komið. Þá fékk Fréttablaðið einnig staðfest að stórir lífeyrissjóðir stæðu einnig að baki mögulegum kaupum. Er þar um að ræða sömu sjóði og eiga FSÍ að mestu. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, segir málið á byrjunarstigi. „Það er áhugi á bankanum. Hann hefur ekki verið í virku söluferli en Glitnir er í slitameðferð og hluti af því ferli er að selja þær eignir sem Glitnir á. Það hefur því legið lengi fyrir að Íslandsbanki er til sölu.“ Spurð um hvort þrotabú Glitnis vonist til að sala Íslands- banka liðki fyrir því að Seðla- banki Íslands samþykki undan- þágu frá gjaldeyrishöftum fyrir nauðasamninga Glitnis segist Steinunn ekki hafa neina skoðun á því. „Það sem er mikilvægast er að það komi traustir framtíðar- eigendur að Íslandsbanka.“ Forsvarsmenn MP Banka vildu ekkert tjá sig um málið þegar leitað var upplýsinga um við ræðurnar í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er bankinn þó viðriðinn þær sem ráð- gjafi. Auk þess er vilji innan eig- endahóps MP banka að koma að kaupunum ef af þeim verður. Skúli Mogensen, stærsti eigandi MP banka, er þar sérstaklega nefndur. Líklegt er að aðrir stórir fjár- festar, á borð við tryggingafélög eða eignastýringarsjóði annarra banka, myndu einnig koma að bankakaupunum ef af þeim verður, enda um mjög stóra fjár- festingu að ræða. Hafa líka áhuga á Arion Heimildir Fréttablaðsins herma að FSÍ, og stærstu lífeyris sjóðir landsins, hafi í töluverðan tíma verið að vinna að þeim möguleika að kaupa Íslandsbanka og Arion banka. Spilar margt þar inn í. Í fyrsta lagi er mikill skortur á arðvænlegum fjárfestingatækifærum á Íslandi. Gjaldeyrishöft gera það síðan að verkum að sjóðirnir mega ekki fjár- festa erlendis. Þeir hafa því yfir miklum fjármunum að ráða sem erfitt er að ávaxta. Bankar væru því kjörin fjárfesting að þeirra mati. Í öðru lagi hafa lífeyris sjóðirnir verið óánægðir með hvernig íslensku bankarnir hafa losað um eignarhald á þeim fyrirtækjum sem þeir hafa tekið yfir. Þeim hefur fundist þeir hafa verið að selja þau of mikið til eigin viðskiptavina og með því stækka það kerfislega vandamál sem ríkir innan íslensks viðskiptalífs. Í þriðja lagi sjá þeir tækifæri til að nýta bankana til að koma íslensku atvinnulífi almennilega í gang og þar af leiðandi fjölga fjár- festingakostum sínum.BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 SHIFT_ Eyðsla: 4,2 l/100 km* RENAULT MEGANE II SPORT TOURER 1.5 dísil, sjálfskiptur. Verð 3.890 þús. kr. E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 17 2 * M ið a ð v ið b la n d a ð a n a ks tu r DACIA DUSTER – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla: 5,1 l/100 km* E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 17 2 M ið a ð v ið b la n d a SKYNSAMLEG KAUP Hrikalega gott ver ð NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* ELDSNEYTI MINNA NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR FER 1.428 KM Á EINUM TANKI M.v. blandaðan ak stur VINSÆLASTI SPORTJEPPINN Samkv. Umferðars tofu 2012 SUBARU XV – 4x4 Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 6,6 l/100 km* SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn ben sínsparnaður Kröfuhafar Glitnis, sem að stórum hluta hafa keypt kröfur þeirra eftir fall bankans, hafa líka hagsmuni af því að selja Íslandsbanka. Um helmingur þeirra eru vogunarsjóðir, að mestu bandarískir, sem keyptu kröfur ódýrt og vilja komast út úr íslensku hagkerfi sem fyrst með eins mikinn hagnað og þeir geta. Ljóst er á afstöðu Seðlabanka Íslands og stjórnvalda gagnvart þeim að ekki stendur til að samþykkja nauðasamninga sem gera þeim það kleift á næstunni. Auk þess er ljóst að vilji margra, til dæmis forsvarsmanna Fram- sóknarflokksins, stendur til þess að þjóðnýta hluta af hagnaði þeirra. Því lengur sem kröfuhafarnir halda á íslenskum banka því meiri verða líkurnar á því að gripið verði til óhefðbundinna aðgerða gegn þeim. Auk þess horfa kröfuhafarnir til þess að lífeyrissjóðir landsins eiga miklar erlendar eignir. Þegar þrotabú bankanna samþykktu að gera upp gjaldmiðlasamninga við lífeyrissjóðina fyrir skemmstu var liðkað fyrir þeirri samningsgerð eftir fjögurra ára þrátefli með því að sjóðirnir borguðu hluta uppgjörsins með erlendum eignum sínum. Þeir gætu verið tilbúnir að gefa afslátt á verðinu sem þeir vilja fá fyrir bankana ef hluti kaupverðsins verður greiddur með erlendum eignum lífeyrissjóðanna. Kröfuhafar sjá leið út Sjóðirnir vilja kaupa báða einkabankana Þreifingar eru hafnar á milli Framtakssjóðs Íslands, lífeyrissjóða og aðila tengdra MP banka og slitastjórnar Glitnis um kaup á Íslandsbanka. Hluti bjóðenda horfir einnig til Arion banka. Þeir vilja fá að kaupa fyrir brot af innra virði bankanna. VERÐMÆT EIGN Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, staðfestir að áhugi sé á bankanum og að vilji sé til þess að selja hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is milljarðar króna er bókfært virði dótturfélaga Glitnis. Íslandsbanki er langstærst þeirra. 117 milljarðar króna er innra virði alls hlutafés Íslands- banka. 140 milljarðar króna er innra virði 95 prósenta hlutar Glitnis í bankanum. 133 | FRÉTTASKÝRING | 14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR8 VIÐRÆÐUR UM KAUP Á ÍSLANDSBANKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.