Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 14
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 14 Það á að borða grænmeti og ávexti í stað þess að drekka þessa fæðu. Þetta er haft eftir dönskum nær- ingarfræðingi, Preben Vestergaard Hansen, í viðtali á vef danska ríkis- útvarpsins. Hansen bendir meðal annars á að holl efni í ávöxtum og grænmeti séu viðkvæm fyrir súr- efni og birtu. Við gerð safa geti tap C-vítamíns numið allt að 70 pró- sentum. Tap andoxunarefna geti verið jafnmikið eða jafnvel meira. Anna Sigríður Ólafsdóttir, dós- ent í næringarfræði á Menntavís- indasviði Háskóla Íslands, segir eitt glas af grænmetis- og ávaxta- safa á dag vel geta verið hluta af hollu mataræði. Það megi hins vegar ekki gleyma að borða græn- meti og ávexti. „Það má velta því fyrir sér hversu skynsamlegt það er að sífellt meira magn af þeirri orku sem við innbyrðum er í formi drykkja í stað máltíða í föstu formi. Hreinir og nýkreistir ávaxtasafar eru jafn hitaeiningaríkir og gos- drykkir þannig að mikilvægt er að halda neyslu þeirra í skefjum.“ Að sögn Önnu Sigríðar innihalda grænmetissafar ekki nema rétt um helming þess hitaeiningafjölda sem er í ávaxtasöfum en trefjar skortir til að tryggja seddu. Safar komi því aldrei í staðinn fyrir ávexti og grænmeti í föstu formi. „Magnið skiptir verulegu máli og almennt er talað um að ávaxta- og grænmetissafar geti verið einn af þeim fimm skömmtum ávaxta og grænmetis sem ráðlagt er að fólk borði á dag en ekki meira.“ Hún bendir á að gæði saf- anna og innhald geti verið mjög breytilegt. „Það er meðal annars munur á hvort grænmeti er sett í blandara þar sem ekkert verður útundan eða notuð safapressa þar sem mikið af hollustunni fer for- görðum með hratinu. Auk þess eru margar grænmetisblöndur einnig með miklu magni ávaxtasafa sem breytir miklu um orkuinnihaldið. Það skiptir því máli hvað maður drekkur.“ Þar sem andoxunarefni og vítamín eru viðkvæm fyrir súr- efni getur næringargildið minnkað mikið ef safinn stendur lengi. Grænmetis- og ávaxtasafar eru auk þess nokkuð viðkvæmir fyrir örveruvexti, tekur Anna Sigríður fram. „Það er því ráðlegt að drekka ferska safa innan sólarhrings frá því að þeir eru búnir til. Lykilatriði er að gæta hreinlætis á tækjunum auk þess sem þvo á ávexti og græn- meti áður en þeir eru settir í pressu eða blandara.“ ibs@frettabladid.is Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin, WHO, ráðleggur fullorðnum að borða enn minna af salti og meira af kalíum en áður hefur verið mælt með. Samkvæmt nýju ráðleggingunum eiga fullorðnir að neyta minna en 2 g af natríum á dag, eða minna en 5 g af salti, og að minnsta kosti 3,5 g af kalíum á dag. Áður hafði Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin mælt með því að dagleg saltneysla væri ekki meiri en 2 g af natríum á dag. Jafnframt er mælt með því að dregið verði úr saltneyslu barna. Miða á neysluna við orkuþörf aldurshópanna. Borða á enn minna salt en ráðlagt var Kveikjarar eiga alltaf að vera búnir barnalæs- ingum. Í frétt á vef Neytendastofu segir að upp hafi komið atvik þar sem barnalæsingar hafa verið fjarlægðar. Reglur um barnalæs- ingar á kveikjurum voru settar innan Evrópu- sambandsins í kjölfar umtalsverðs fjölda slysa og dauðsfalla sem hægt var að rekja til leiks barna með kveikjara. Neytendastofa leggur áherslu á að öryggisþáttum kveikjara verði ekki breytt á nokkurn hátt þar sem slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Neytendur sem verða varir við kveikjara á markaði sem ekki eru með merkingar og við- varanir í lagi eða telja kveikjara hættulega eru hvattir til að senda ábend- ingu til Neytendastofu. Fullnægjandi barnalæsing getur til dæmis verið stíft hjól eða takki sem þarf að ýta niður af afli til að unnt sé að kveikja á kveikjaranum. Kveikjara á þó aldrei að skilja eftir þar sem börn ná til. Barnalæsingar fjarlægðar af kveikjurum Er hollt að drekka grænmeti og ávexti? Holl næringarefni geta tapast þegar búnir eru til safar úr ávöxtum og grænmeti. Hreinir og nýkreistir ávaxtasafar eru sagðir jafn hitaeiningaríkir og gosdrykkir. Um 27 kcal eru að meðal- tali í 1 dl af grænmetissafa. Um 50 kcal eru að meðaltali í 1 dl af ávaxtasafa. SAFI Næringar- gildið getur minnkað mikið ef safinn stendur lengi. NORDICPHOTOS/GETTY Forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar hafa ákveðið að bjóða frían aðgang að interneti frá og með sumrinu, að því er segir á vefsíðunni turisti.is. Nú kostar tæpar fimm hundruð krónur að tengjast netinu í flugstöðinni. Í sumar er líka von á snjallsímaforriti frá Leifsstöð sem veitir upplýsingar um ferðaáætlanir og tilboð í Fríhöfninni. Frítt net í Leifsstöð í sumar Fjörefni úr frystinum Fæst í verslunum Bónus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.