Fréttablaðið - 14.02.2013, Side 16

Fréttablaðið - 14.02.2013, Side 16
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 16 Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Viðskiptaráð hvatti til nýrrar þjóðar sáttar um efnahagsmál á árlegu Viðskiptaþingi sínu í gær. Þá gaf ráðið út skýrslu sem nefnist 13 tillögur að aukinni hagkvæmni, sem inniheldur hugmyndir ráðsins um hvernig auka megi verðmæta- sköpun á Íslandi. „Stóru skilaboðin af þinginu eru þau að við teljum vanta meiri samstöðu um þær grunnstoðir sem hægt er að byggja stefnu í efna- hagsmálum á,“ segir Hregg viður Jónsson, formaður Viðskipta- ráðs, og heldur áfram: „Í ræðu minni minntist ég á þjóðarsáttina frá 1990 sem er eitthvert mesta efnahagsafrek lýðveldisins. Með henni tókst að binda enda á lang- varandi óráðsíu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Við viljum sjá sams konar samstöðu núna.“ Skýrsla Viðskiptaráðs er inn- blásin af nýlegri skýrslu alþjóð- lega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey um hagvaxtarmögu- leika Íslands. Segir Hreggviður að skýrsla McKinsey sé góður grunn- ur til að byggja á. Þá hrósar hann stjórnvöldum fyrir að setja í kjöl- farið á fót samráðsvettvang um aukna hagsæld en á vettvanginum eiga sæti fulltrúar stjórnmála- flokkanna, helstu hagsmunasam- taka, atvinnurekenda, háskólasam- félagsins og stjórnsýslunnar. Í skýrslu Viðskiptaráðs eru kynntar þrettán tillögur sem ráðið telur geta stuðlað að aukinni verð- mætasköpun á Íslandi. Byggja tillögurnar á þeim skilaboðum McKinsey að hagvöxtur eigi að byggja á aukinni skilvirkni í inn- lendri þjónustu, hámörkun á virði takmarkaðra auðlinda og alþjóð- lega samkeppnishæfu viðskipta- umhverfi. Meðal tillagnanna má í fyrsta lagi nefna að fjárfesting verði aukin í innviðum ferða þjónustunnar á grundvelli markvissrar gjaldtöku á helstu ferðamannastöðum. Í öðru lagi telur Viðskiptaráð rétt að afnema styrki og verndar- tolla í landbúnaði og gefa heild- söluverðlagningu landbúnaðar- afurða frjálsa. Í þriðja lagi leggur Viðskiptaráð til að grunn- og fram- haldsskólanám verði stytt, fram- lög til háskóla verði aukin og að námsframboð verði samræmt þörfum atvinnulífsins. Þá hvetur Viðskiptaráð til víð- tækari gagnaöflunar Hag stofunnar um íslenskt efnahagslíf, stofnunar óháðs efnahagsráðs sem meti efnahagsleg áhrif lagafrumvarpa og að íslenskt lagaumhverfi verði yfirfarið með það fyrir augum að auðvelda nýsköpun og verðmæta- sköpun fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt. magnusl@frettabladid.is Viðskiptaráð kallar eftir þjóðarsátt um betri lífskjör Viðskiptaráð hélt í gær sitt árlega Viðskiptaþing og kynnti þar nýja skýrslu sem nefnist 13 tillögur að aukinni hagkvæmni. Á þinginu var kallað eftir meiri samstöðu um markmið í efnahagsmálum og þá kynnti ráðið fjölda tillagna um hvernig stuðla mætti að aukinni verðmætasköpun í íslensku efnahagslífi. VIÐSKIPTAÞINGI Í GÆR Fram kom í ræðu Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs, að um 180 skýrslur hefðu komið út um íslenskt efnahagslíf á síðustu árum. Því væru nægar tillögur til staðar en það sem skorti væru ákvarðanir og samstaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Auðlindatengd starfsemi ■ Aukin fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar ■ Hagkvæmni ráði för í sjávarútvegi ■ Samkeppnishæft rekstrarumhverfi auðlindagreina ■ Skilvirkara og fjölbreyttara landbúnaðarkerfi ■ Allir kostir í orkunýtingu fullkannaðir Alþjóðleg starfsemi ■ Samkeppnishæfari mannauður ■ Sátt um langtímastefnumörkun ■ Bætt fjárfestingarumhverfi fyrirtækja ■ Áhersla á bættar tengingar Innlend þjónusta ■ Einfaldara umhverfi neysluskatta ■ Úrbætur á samkeppnisumhverfi innlendrar þjónustu ■ Aukin skilvirkni opinberrar þjónustu ■ Umfangsmeiri söfnun og birting hagtalna Tillögur Viðskiptaráðs Formenn stjórnmálaflokkanna ræddu möguleikana á pólitískri samstöðu um efnahagsstefnu og tæki- færi íslensks efnahagslífs á Viðskiptaþingi í gær. ■ „Mér líst vel á margt af því sem segir í þessari skýrslu. Þessi skýrsla fjallar ekki bara um það að við þurfum að auka hagkvæmni og framleiðni í einkageiranum heldur líka í opinbera geiranum. […] Getum við náð saman á vettvangi stjórnmálanna og milli okkar og aðila vinnumarkaðarins? Já, við höfum okkar eigin sögu til vitnis um það. En því miður höfum við verið föst í ágreiningi um stór mál. Við höfum til dæmis deilt alltof mikið um það hvernig við ætlum að um- gangast grunnatvinnuvegina. […] Við eigum ekki að éta útsæðið og ráðast að grunnatvinnu vegunum í stað þess að leyfa þeim að blómstra í friði.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins ■ „Mér finnst þessar tillögur góðar, margar þeirra eru eins og skrifaðar upp úr stefnu Samfylkingarinnar. Það er til vitnis um það að við getum náð mjög víðtækri samstöðu um jákvæðar leiðir fram á við. Hins vegar verðum við að greina hlutina rétt. Ég hef tekið eftir að bleiki fíllinn stóri sem var ræddur mikið af Jóni Sigurðssyni, forstjóra Össurar, hér á Viðskipta- þingi fyrir ári síðan, gjaldmiðilinn, hefur ekki verið ræddur hér í dag. […] Hvað er það sem tengir svo mörg af þessum vandamálum? Of lítill útflutn- ingur, lítill alþjóðlegur geiri, við vitum alveg hvert rótarmeinið er.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar ■ „Ég held að það sem skipti sköpum fyrir Ísland á kom- andi árum […] sé útflutnings-, framleiðslu- og hugvitsdrifinn hagvöxtur. Hann þarf að vera fjölbreyttur, sjálfbær og jafn en það sem við þurfum ekki er skuldsettur bóluvöxtur sem kann að líta fallega út á pappír en endar í hruni.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna ■ „Maður hefur oft heyrt spurt af hverju geta stjórnmálamenn ekki bara unnið saman að því sem er augljóst […] en vanda- málið er bara það að það eru ekki allir Framsóknarmenn. Þrátt fyrir allt hafa menn mjög ólíkar skoðanir um hvað eigi að gera og hugmyndafræðin til vinstri og hægri er enn þá alltof ríkjandi. […] Það þarf að fara að líta á hvert og eitt úrlausnarefni meira út frá stað- reyndum og rökum en verið hefur.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins ■ „Eftir að hafa prófað nokkra flokka hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé full þörf á pólitískri nýsköpun. […] Mér finnst ég þó þurfa að eyða ákveðnum misskilningi. Okkar nálgun snýst ekki um að eyða ágreiningi […]. Ég held að við Sigmundur verðum alltaf mjög mikið ósammála um ýmislegt en við verðum að líta á það sem kost. Við verðum að kunna að líta á okkur ólíku við- horf, nálganir og reynslu sem kosti.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar Allir til í samráð en áherslurnar ólíkar Alls voru 184 þúsund stykki af falsaðri evrumynt gerð upptæk í Evrópu á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum seðlabanka Evrópu. Þetta er ekki óvenju mikið en þó nokkru meira en í fyrra. Lang- algengast er að reynt sé að falsa tveggja evru mynt, en það eru um tveir þriðju hlutar af heildinni. Um 16,5 milljarðar af ófalsaðri evrumynt eru í umferð þannig að hlutfallið er um það bil ein fölsuð mynt á móti 100.000 ófölsuðum. Þá voru 513.000 falsaðir evr- useðlar teknir úr umferð í fyrra. - þj Falsanir á evrusvæðinu: Tugþúsundir falsaðra mynta Leiðtogar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna kynntu í gær áform um fríverslunarsamning sem yrði sá stærsti í sögunni. „Bæði við og Bandaríkin þurfum hagvöxt,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, þegar hann skýrði frá þessu í gær. „Og bæði við og Bandaríkin eigum í vandræðum með fjárlagagerð.“ Viðskipti milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins nema nú þegar tveimur milljörðum evra á dag, eða nærri 350 milljörðum króna. - gb ESB og Bandaríkin: Vilja samning um fríverslun JOSE MANUEL BARROSO Fram- kvæmdastjóri Evrópusambandsins skýrði frá áformunum. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.