Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 18
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR |
Hver á Ísland? Þessi naíva spurning
hefur æ oftar skotið upp kollinum
eftir því sem umræðan um eignar-
hald á jörðum verður háværari.
Sú umræða hefur lotið sömu lög-
málum og svo margar aðrar hér
á landi, einstök tilvik hafa komið
upp og um skamma hríð hefur öll
umræðan snúist um þau og allir
haft skoðun á þeim. Nokkuð hefur
þó skort á heildstæða umfjöllun um
hvernig eignarhaldi á íslensku landi
er háttað.
Umræðan hefur þannig ráðist af
ytri aðstæðum. Kanadískur auð-
maður kaupir orkufyrirtæki og þá
magnast upp umræðan um eignar-
hald á auðlindum í jörðu. Kín-
verskur auðmaður vill kaupa stóra
jörð á Norðausturlandi og um ræðan
snýst um hvort útlendingar megi
eiga íslenskar jarðir. Gallinn við
umræðu af þessu tagi er sá að hún
veltir aðeins upp einum fleti og, líkt
og með svo mörg mál hér á landi,
hún gleymist fljótt.
Fréttablaðið ákvað að reyna að
svara þessari einföldu spurningu:
Hver á Ísland? Það þarf ekki að
fara í grafgötur með það að umræða
síðustu mánaða og ára kveikti þá
spurningu. Til að gera sér grein
fyrir stöðunni þarf hins vegar
að kafa dýpra ofan í eignarhald á
landi og þá kemur í ljós að það er
ansi óljóst.
6.500 lögbýli
Á Íslandi voru um síðustu áramót
skráð 6.449 lögbýli í lögbýlaskrá
Þjóðskrár. Þessi tala hefur haldist
nokkuð óbreytt undanfarin ár. Í
skýrslu Bændasamtaka Íslands um
eignarhald á jörðum, framleiðslu
og þróun hennar, frá árinu 2006,
kemur fram að það ár eru lögbýli
6.496. Sá fjöldi hafði verið nokkurn
veginn óbreyttur í einn og hálfan
áratug á undan, þau voru 6.469 árið
1990, en hafði þá fjölgað frá árinu
1980 þegar þau voru 6.391.
Hér er hins vegar komið að
fyrsta vandanum við að komast að
eignarhaldi á jörðum. Öll lögbýli
eru jarðir, en allar jarðir eru ekki
lögbýli. Um þetta eru mismunandi
skrár, lögbýla- og fasteignaskrá, og
til að flækja hlutina enn frekar hafa
jarðir úr þeirri síðarnefndu verið
teknar saman í jarðaskrá.
Nánar verður komið inn á flækj-
una í skráningarmálum síðar í þess-
um greinaflokki, en hér er talað
jöfnum höndum um jarðir og lög-
býli þó átt sé við það síðarnefnda.
Jarðir í fasteignaskrá eru því fleiri
ASKÝRING | 18
1 2 3 4 5 6HVER Á ÍSLAND?
Ríkið er langstærsti jarðeigandinn
Reglulega skjóta upp kollinum áhyggjur af því að jarðir séu að safnast á fárra hendur og auðmenn séu að eignast Ísland.
Undanfarið hefur óttinn beinst að erlendum auðmönnum. Sé málið skoðað kemur þó í ljós að lítið hefur verið um jarða-
söfnun og eignarhald á jörðum er mjög dreift. Opinberir aðilar eiga flestar jarðir og ber ríkið þar höfuð og herðar yfir aðra.
Eigandi Fjöldi lögbýla
Ríkissjóður Íslands 49
Akureyrarkaupstaður 13
Lífsval ehf. 10
Dalvíkurbyggð 9
Kirkjumálasjóður 8
Norðurþing 5
Svalbarðshreppur 5
Ásdís Erla Gísladóttir og Trausti Þórisson 4
Hannes Valur Gunnlaugsson 4
Hörgársveit 4
Heildarfj öldi lögbýla 1.109
NORÐURLAND EYSTRA
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eigandi Fjöldi lögbýla
Ríkissjóður Íslands 15
Garðabær 13
Mosfellsbær 11
Reykjavíkurborg 11
Skipulagssjóður Reykjavborgar 4
Brimgarðar ehf. 3
Heildarfj öldi lögbýla 231
REYKJANES
Eigandi Fjöldi lögbýla
Ríkissjóður Íslands 7
Sveitarfélagið Garður 7
Grindavíkurbær 4
Ásgeir Jóelsson o.fl . 3
Haukur Hafsteinsson o.fl . 3
Sandgerðisbær 3
Virgill Scheving Einarsson 3
Heildarfj öldi lögbýla 118
VESTURLAND
Eigandi Fjöldi lögbýla
Ríkissjóður Íslands 38
Dalabyggð 8
Lífsval ehf. 7
Borgarbyggð 7
Kirkjumálasjóður 6
Snæfellsbær 6
Miðhraun ehf. 4
Geiteyri ehf. og Akurholt ehf. 4
Skógrækt ríkisins Vesturlandi 4
Heildarfj öldi lögbýla 947
VESTFIRÐIR
Eigandi Fjöldi lögbýla
Ríkissjóður Íslands 23
Strandabyggð 7
Ísafj arðarbær 5
Bæjarbúið ehf. 4
Heildarfj öldi lögbýla 578
AUSTURLAND
Eigandi Fjöldi lögbýla
Ríkissjóður Íslands 75
Fjarðabyggð 10
Lífsval ehf. 7
Kirkjumálasjóður 7
Fljótsdalshérað 5
Borgarfj arðarhreppur 4
Djúpavogshreppur 4
Sigfús Vilhjálmsson 4
Heildarfj öldi lögbýla 763
NORÐURLAND VESTRA
Eigandi Fjöldi lögbýla
Ríkissjóður Íslands 25
Húnaþing vestra 6
Sveitarfélagið Skagafj örður 6
Kirkjumálasjóður 5
Jón Gíslason 4
Rarik ohf. 4
Heildarfj öldi lögbýla 981
SUÐURLAND
Eigandi Fjöldi lögbýla
Ríkissjóður Íslands 80
Hveragerðisbær 21
Laugaráshérað 16
Hrunamannahreppur 15
Arion banki hf. 8
Kirkjumálasjóður 7
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 7
Sveitarfélagið Árborg 7
Eigandi Fjöldi lögbýla
Strandarkirkja 5
Landgræðsla ríkisins 4
Bláskógabyggð 4
Fjóla I. Kjartansd.og Sigurður Ágústs. 4
Orkuveita Reykjavíkur 4
Páll Magnús Pálsson 4
Stefán, Hilmar og Skúli Jónssynir 4
Heildarfj öldi lögbýla 1.720
231
118
947
578
981
1.109
1.720
763
H
eildarfj öldi lögbýla
en lögbýlin, eða 7.607 á móti 6.449.
Þegar eignarhaldið er skoðað
kemur berlega í ljós að langflest
lögbýli á Íslandi eru í eigu opin-
berra aðila. Af þessum tæplega
6.500 lögbýlum eiga þeir 619 að
fullu. Þar af á ríkið stærstan hluta,
eða 312. Það er þó ekki svo einfalt
að svara spurningunni um hver
eigi Ísland með svarinu ríkið. Það
flækir málin að lögbýli eru skráð
á kennitölur, sem segir ekki alla
söguna. Á bak við kennitölu eignar-
haldsfélags geta verið fjöl margir
aðilar, innlendir sem erlendir. Ríkið
er til dæmis eigandi að tuttugu
jörðum í viðbót, að hluta, og svo á
það jarðir, að fullu eða hluta, í gegn-
um ýmsa sjóði á sínum vegum.
Ríkisjörðum hefur fækkað heil-
mikið, ríkið hefur verið að selja
jarðir. Árið 1996 átti ríkið til dæmis
638 jarðir. Ríkisjörðum hefur því
fækkað um helming.
Meirihluti í eigu margra
Í gegnum aldirnar hefur það án efa
verið reglan að á bak við hverja
jarðeign hafi verið einn eigandi.
Sú er ekki raunin í dag. Í skriflegu
svari atvinnu- og nýsköpunarráðu-
neytisins við fyrirspurn Á smundar
Einars Daðasonar, þingmanns
Framsóknarflokksins, um eignar-
hald bújarða, kemur fram að tæp-
lega 39 prósent jarða í fasteigna-
skrá eru með einn eiganda.
Þarna kemur reyndar fram
munur á skilgreiningum, eins og
áður er komið inn á, fleiri jarðir eru
á landinu en lögbýli. Af svarinu má
hins vegar sjá að í dag er algengara
að jarðir séu í eigu fleiri en eins
aðila, líkt og sjá má á töflunni hér
fyrir ofan.
Þetta flækir málið þegar horft
er til breytinga á eignarhaldi. Telst
það sala á jörð þegar ættingjar
kaupa hlut annars ættingja? Eða
þegar eigendum að jörð fækkar úr
fimm í fjóra?
HLUTFALLSLEG SKIPTING
EIGNARHALDS LÖGBÝLA
LÖGBÝLI Í ÁBÚÐ OG EYÐI
Eyðibýli
Eignar-
haldsfélög
Opinberir
aðilar
Í ábúðAðrir
Nemendum þakkað
Þessi greinaflokkur hefur verið í
vinnslu um hríð. Á fyrstu stigum
unnu tveir nemar í meistaranámi
í blaða- og fréttamennsku við
HÍ að verkefninu, þau Kolbeinn
Tumi Daðason og Kristrún
Heiða Hauksdóttir. Frétta-
blaðið kann þeim bestu þakkir
fyrir.
619
760 2.202
5.068 4.245
JARÐEIGANDI Hveragerðisbær er
skráður eigandi 21 lögbýlis. Það segir þó
lítið um landflæmið í eigu bæjarins, þar
sem fjöldi þessara lögbýla er aðeins lóð
undir gróðurhúsi. Lítil gögn eru til um
það hvað jarðir í landinu eru stórar og
aðeins lítill hluti þeirra er hnitsettur.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Á MORGUN Verðmæti jarða
og einstakir eigendur.
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Páll Hilmarsson
pallih@gogn.in
6.449
lögbýli á landinu