Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 20
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Dögun er nýtt umbótasinnað stjórn- málaafl sem mun bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Við byrjuðum á því að sameinast um kjarnastefnu en í henni koma fram þær megináherslur sem við ætlum að leggja af stað með í kosninga- baráttuna. Þar ber fyrst að nefna öflugar aðgerðir í þágu heimila, með afnámi verðtryggingar á neytendalánum og almennri leiðréttingu húsnæðislána, í öðru lagi samþykkt nýrrar stjórnarskrár og í þriðja lagi er áherslan á auðlindirnar í þjóðareign og uppstokkun á stjórn fisk- veiða. Mjög margir innan Dögunar hafa verið öflugir innan grasrótarinnar. Við höfum barist fyrir því að fá Icesave-samninga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú reynsla hefur kennt okkur að það getur verið afar mikilvægt að hlusta á fólkið í landinu. Almenningur getur vel kynnt sér flókin mál og tekið skynsamar ákvarðanir. Það sem skilaði okkur góðum árangri var samtakamáttur upplýstrar þjóðar sem neitaði að láta kúga sig. Við í Dögun vildum líka að fólkið í landinu fengi að segja skoðun sína á nýrri stjórnarskrá. Fólkið í landinu fékk að segja skoðun sína í ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn. Á þessu þingi fá stjórnvöld nýtt tækifæri til að hlusta á vilja þjóðarinnar og fara að vilja hennar varðandi nýja stjórnarskrá. Dögun setti líka af stað undirskriftar- söfnun á thjodareign.is þar sem við hvöttum landsmenn til að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn fisk- veiða. Við teljum að nýtt kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar sé hvorki í samræmi við auðlindaákvæðið í nýrri stjórnarskrá né við vilja þjóðarinnar og að það séu hræðileg mistök að hlusta ekki á þjóðar- viljann. Dögun er stjórnmálaafl sem vill koma með nýja nálgun inn í stjórnmálin. Við viljum ekki bara nýja umræðuhefð á Alþingi og á milli stjórnmálaflokka, heldur viljum við leggja ríka áherslu á að hlusta á fólkið í landinu. Það getum við gert með því að koma á þátttökulýðræði og efla beint lýðræði og þar er fyrsta skrefið að hlusta. Þess vegna er Dögun flokkur almannahagsmuna en ekki sér- hagsmuna. Dögun og þjóðarvilji VALENTÍNUSAR- DAGURINN 14. FEBRÚAR 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLU RAUÐU STJÓRNMÁL Helga Þórðardóttir frambjóðandi Dögunar– stjórn- málasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði ➜ Við viljum ekki bara nýja umræðuhefð á Alþingi og á milli stjórnmálafl okka, heldur viljum við leggja ríka áherslu á að hlusta á fólkið í landinu. Óljósar tengingar Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, var ekki ánægður með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í gær. Þorgerður hafði, reyndar á óskiljanlegan hátt, tengt viðbrögð Ögmundar Jónas- sonar innanríkisráðherra vegna komu fulltrúa FBI hingað til lands, við meintan stuðning Hreyfingarinnar við ríkisstjórnina. Þór var að vonum ekki sáttur við þessa tengingu og lagði til að Þorgerður bæðist af- sökunar á „þessu bulli sínu“. Hafi tenging Þorgerðar Katrínar í sínum röksemdum verið langsótt, má þó segja að sú tenging sem Þór gerði síðan hafi verið enn óljósari. Hann lagði nefnilega til að Þorgerður greiddi eitthvað til baka af þeim 1.700 milljónum sem hún og eiginmaður hennar hefðu fengið afskrifaðar frekar en að tjá sig á nefndan máta. Blessuð virðingin Það er kannski að æra óstöðugan að koma hér enn inn á virðingu Alþingis, sem er við brugðið. Þarna var á ferð dæmi um ágætis málstað sem þingmaður hafði, en með því að teygja sig í átt til heitapottarökfræði (með fullri virðingu fyrir pottverjum) tókst honum að beina athyglinni frá því og fá tiltal þing- forseta í ofanálag. Vita Kínverjar af þessu? „Ef við getum sent mann til tunglsins, þá getum við svo sannarlega varist klámi á internetinu,“ segir Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innan- ríkisráðherra, við Daily Mail. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Efast verður um að þarna sé vísað til geimfarans Bjarna Tryggvasonar, sem fór reyndar ekki til tunglsins, heldur almennt til þekkingar mannkynsins. Nú er að sjá hvort Kínverjar, sem reyndar hafa bara sent mann út í geim, átti sig á þessari tengingu. Án þess að á nokkurn hátt sé verið að bera saman það sem þeir vilja loka fyrir á internetinu og klámið sem vísað var hér til, má þó benda á að Kínverjum hefur reynst sín lokun þrautin þyngri. kolbeinn@frettabladid.is S krifað hefur verið undir uppfærðan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga og Landspítalans. Í gær var samningurinn kynntur hjúkrunarfræðingum. Í dag kemur svo í ljós hversu margir hjúkrunarfræðingar af þeim þrjú hundruð sem sagt höfðu upp störfum við spítalann draga uppsagnir sínar til baka. Mögulega felst í því einhver vísbending að nýjum samningi var að sögn nokkuð vel tekið á kynningarfundunum tveimur á Landspítalanum í gær, öðrum við Hringbraut og hinum í Fossvogi. Og í öllu falli er ljóst að nýr stofnanasamningur hefur í för með sér umtals- verðar kjarabætur handa þeim ríflega þúsund hjúkrunarfræðingum sem við spítalann starfa. Full ástæða er til þess að fagna því þegar stéttir ná árangri í kjarabaráttu. Ekki veitir af. Líkast til finna flestir á eigin skinni kaupmáttarrýrnun síðustu ára, hvort heldur það er fyrir áhrif launalækkana og/eða frystingar, eða vegna verð- bólgunnar. Um leið vaknar samt spurningin um hvað gerist næst. Hjúkrunarfræðingar eru langt því frá eina stétt opinberra starfsmanna sem setið hefur eftir í launaþróun og hefur mátt þola niðurskurð, jafnvel frá því löngu fyrir hrun. Nærtæk dæmi eru í sjálfu heilbrigðiskerfinu. Sama á við um grunn- skóla og framhaldsskóla landsins. Þá er ekki eins og starfsfólk á almennum vinnumarkaði hafi farið varhluta af aðhaldi í rekstri fyrirtækja eða af dýr- tíðinni sem ýmist á rót sína að rekja til hruns krónunnar eða baráttu fyrirtækja við að standa undir óhóflegri skuldsetn- ingu. Kostnaðinum er eins og kostur er velt út í verðlagið. Í ljósi sögunnar er ekki hægt að álasa fólki fyrir að hafa áhyggjur af því að hér taki við víxlverkan launa og verð- hækkana þegar fleiri fara að krefjast leiðréttingar á þeirri kaupmáttarrýrnun sem þeir hafa mátt þola síðustu ár. Óttinn við að hærri laun skili sér í hærra verði á vörum og þjónustu sem aftur hafi áhrif á verðtryggð lán með þeim hætti að þær kjarabætur sem sóttar voru með samningum hverfa á ný er skiljanlegur. Þessi hringekja óstöðugleikans hefur tekið margan snúninginn hér á landi. Vegna þessa er vert að spyrja sig hvar raunverulegar kjarabætur er að finna. Krafan um þær er rík. Ljós er að mikill sigur yrði unninn í þeirri baráttu ef hér tækist að færa vexti húsnæðislána í þá mynd sem þekkist í nágrannalöndunum. Vandséð er hins vegar að það takist án þess að losna við rót stórs hluta óstöðugleika í íslensku efnahagslífi og ástæðu þess að hér er burðast með kerfi verð- tryggingar á lán. Nefnilega íslensku krónuna. Niðurstöður skoðanakannana um hug fólks til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu eru ekki til þess fallnar að ýta undir bjartsýni í þeim efnum. Hvað þá þau viðhorf að hverfa skuli frá þeim samningum áður en niðurstaða er fengin. Krónunni fylgir nefnilega annaðhvort verðtrygging eða vaxtaokur (eða hvort tveggja). Að losna við hana yrði líklega mesta og varanlegasta kjarabót sem völ er á. Lendingu náð í deilu LSH og hjúkrunarfræðinga: Hvað gerist næst? Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.