Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2013 | SKOÐUN | 21 Langflestir kennarar læra til starfans vegna þess að þeir hafa áhuga á námsefninu sem þeir ætla að kenna, hafa áhuga á börnum og þroska þeirra eða vilja leggja sitt af mörkum við að móta framtíð- ina. Ólíklegt er að margir sæki í kennarastarfið vegna launa þó að kjörin hafi hægt mjakast í rétta átt. Þrátt fyrir háleitar hugsjónir kennara er margt sem bendir til að börn í íslenskum grunnskólum beri of litla virðingu fyrir kenn- urum sínum. Virðing er forsenda árangurs Reglulega er vísað til framúrskar- andi árangurs Finna í grunnskóla- kerfinu. Finnar eru ítrekað efstir í PISA-könnun OECD sem mælir árangur grunnskólanemenda. Íslenskir grunnskólanemar eru í sömu könnun í meðaltali OECD- landanna. Finnar hafa í kjölfarið á sínum frábæra árangri boðið upp á ráðstefnur og námskeið til að kynna hefðir sínar, kennsluað- ferðir og ólíkar skólagerðir. Það er vissulega margt sem getur útskýrt árangur Finna. Eins og gengur eru sumar af áherslum þeirra sambærilegar okkar áherslum í skólamálum en annað í íslenskum skólum er betra en í Finnlandi, til dæmis þættir er varða mælingar á líðan barna í skólum. Að mati Finna sjálfra er þó lykilþáttur í árangri þeirra hversu mikil og almenn virðing ríkir fyrir kennarastarfinu, en virðing fyrir finnskum kennurum hefur lengi verið mjög mikil. Ólíkt því sem gerist hér á landi er finnskum kennurum nær alfarið treyst fyrir því að velja námsefni, kennslu- hætti og hvenær námsefni er kennt þar sem aðalnámskrá Finna er mjög opin og sveigjanleg. Mikið traust og virðing samfélagsins fyrir kennurum er ekki síður til- komin vegna jákvæðs viðhorfs Finna til menntamála en stefnu- mótandi ákvarðana skólayfir- valda. Virðing í verki Eitt af því mikilvægasta sem for- eldrar kenna börnum sínum er að bera virðingu fyrir lífinu, fólki og hlutum. Besta leiðin til að kenna börnum að bera virðingu fyrir fólki er að umgangast börnin sjálf og aðra með virðingu. Þegar barn upplifir að því sé sýnd virðing veit það af reynslu hvernig það er gert. Virðing verður enda best kennd með framkomu og dæmum. Kenn- arinn minn í grunnskóla kenndi okkur virðingu með því að beina athygli okkar að ýmsum atvikum í skólastofunni. Þegar við átti bað hún um þögn og greip tækifærið til að útskýra hegðun sem tengd- ist virðingu. Með þessu ýtti hún undir tillitssemi við náungann. Ef pennaveski féll á gólfið og einhver hjálpaði eigandanum sagði hún okkur að þarna væri sýnd tillits- semi. Kennarar hafa sannarlega nóg af tækifærum til að benda á dæmi sem kenna börnum að bera virðingu fyrir félögunum, skól- anum og umhverfinu. „Þessir kennarar …“ Grunnurinn að því að börn beri virðingu fyrir skólanum sínum verður þó best lagður heima fyrir. Nú liggur ekkert fræðilegt mat fyrir á því hvort foreldrar skóla- barna tala vel eða illa um kenn- ara og annað starfsfólk skólanna heima við. Einhverjir foreldrar hafa eflaust staðið sig að því að tala óvarlega fyrir framan börnin sín. Sumir hafa kannski pirrast yfir ákveðnum kennurum eða sýnt óþarflega mikla ákefð þegar umræður um launamál kenn- ara ber á góma. Það er að sama skapi tilfinning margra kennara að neikvæð umræða á heimilinu um árangur skóla, störf og kjara- mál kennara sé staðreynd. Slíkt virðingarleysi væri sannarlega meinsemd enda taka börnin mikið mark á því hvað foreldrum þeirra finnst. Foreldrar og forráðamenn ynnu þannig gegn því að börnin okkar lærðu að meta mikilvægi menntunar og með því væri bein- línis verið að draga úr árangri barna okkar. Neikvæð umræða um skólastarf heima við getur gefið börnum tilfinningu fyrir því að skóli sé að einhverju leyti tímasóun og dregur jafnframt úr mikilvægu samstarfi heimilis og skóla. Miklu fremur ætti að halda þeirri skoðun á lofti að „menntun sé lykillinn að framtíðinni“. Við matarborðið heima Börnin okkar munu aldrei virða skólann sinn, námið né kennarana sína nema þessum sömu hlutum sé sýnd virðing heima fyrir. Virðing- in kemur þegar samtal fjölskyld- unnar við matarborðið heima, um alla þá sem leggja sitt af mörk- um til náms barnsins, breytist til hins betra. Ræðum um það sem vel er gert og setjum okkur í spor kennarans. Ræðum líka dæmi um virðingarleysi við börnin okkar þegar tækifæri gefast. Gerumst fyrirmyndir og sýnum virðingu í verki. Það er gefins en dæmalaust dýrmætt. Gefins en dæma- laust dýrmætt Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Ólíkt því sem gerist hér á landi er finnsk- um kennurum nær al- farið treyst fyrir því að velja námsefni, kennsluhætti og hvenær námsefni er kennt þar sem aðalnámskrá Finna er mjög opin og sveigjanleg. Börn eru frá fæðingu háð umönnun foreldra sinna og hafa gæði umönnunar- innar úrslitaáhrif á vel- ferð barna og fullorðinslíf þeirra. Þó allir foreldrar vilji reynast barni sínu vel eru ýmsir álagsþættir sem hafa áhrif á foreldrahæfni þeirra, bæði ytri og innri þættir eins og fjárhags- vandi, veikindi og skortur á stuðningi. Þessir þættir spila oft saman, sem eykur álagið enn frekar og hefur umhverfið þannig veruleg áhrif á það hvernig til tekst. Afríska mál- tækið „það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ á vel við en vanræksla, ofbeldi og áhættuhegðun barna eru þættir sem tengjast innbyrð- is. Því er mikið í húfi að stofnan- ir samfélagsins séu á varðbergi í því skyni að skima fyrir áhættu- þáttum. Fjölskyldur sem háðar eru opin- berri aðstoð verða oftar fyrir íhlut- un barnaverndaryfirvalda en aðrar fjölskyldur og því hefur stefnu- mótun stjórnvalda og almennar aðgerðir bein áhrif á stöðu barna. Stuðningur til foreldra þarf að miða að því að koma í veg fyrir vanrækslu og ofbeldi og þurfa öll svið samfélagsins að taka þátt í því. Vanræksla og ofbeldi fyrstu æviárin hefur áhrif á lífsgæði barna og fullorðinslíf en það er hlutverk barnaverndaryfirvalda að bregðast við tilkynningum um van- rækslu og ofbeldi gagnvart börn- um og beita stuðningsað- gerðum eftir því sem við á. Tilkynningaskylda Barnaverndarnefndir sveitarfélaga hafa það hlutverk að taka á móti til- kynningum um misfellur í aðbúnaði barna. Til að tryggja að barnaverndar- nefndum berist upplýs- ingar frá þeim sem vita um raunverulegar aðstæð- ur barna hefur tilkynn- ingaskylda verið lögfest í barnaverndarlögum. Helstu atriði sem tilkynnt er um varða grun eða vissu um vanrækslu, ofbeldi gagn- vart barni eða að barn stefni heilsu sinni og þroska í hættu. Einnig er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu. Það er algengt að ofbeldi innan fjölskyldu sé þaggað niður en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla und- anfarin misseri um kynferðis- brot gegn börnum hafa fjölmörg mál komið upp á yfirborðið. Þegar barn segist hafa verið beitt ofbeldi er rétt að tilkynna til barnavernd- arnefndar en ekki lögreglu. Það er síðan barnaverndarnefndar að meta það hvort málinu er vísað áfram til lögreglurannsóknar. Mikilvægt er að börn og foreldrar viti hvert á að leita þegar grunur er um vanrækslu eða ofbeldi gagn- vart barni. Neyðarlínan Neyðarlínan – 112 – tekur á móti tilkynningum samkvæmt umboði frá barnaverndarnefndum lands- ins. Barnaverndarstofa hafði frumkvæði að samstarfinu árið 2003 en markmiðið er að hægt verði að hafa samband við allar barnaverndarnefndir landsins gegnum 112 á öllum tímum sól- arhringsins og auðvelda þannig almenningi að rækja lagaskyldur sínar um að tilkynna til barna- verndarnefnda. Þegar neyðar- vörður hefur móttekið tilkynningu skráir hann helstu upplýsingar og kemur þeim til viðkomandi barna- verndarnefndar. Ef talið er að barn geti verið í hættu er barna- verndarstarfsmaður tafarlaust kallaður út. Í tilvikum þar sem aðstæður barnsins eru ekki eins brýnar er upplýsingum komið áfram til barnaverndarnefndar í upphafi næsta vinnudags. Í tengslum við 112-daginn er vert að vekja athygli á tilkynn- ingaskyldunni og upplýsa almenn- ing um það hvert er hægt að leita þegar velferð barns er í húfi. Í því skyni hefur verið útbúið vegg- spjald til að dreifa í leik- og grunn- skóla, heilsugæslu og á aðra þá staði sem veita þjónustu fyrir börn og fjölskyldur. 112 er barnanúmerið Framsókn og veruleikinn Verðtryggingin er blóraböggull. Hún er skilgetið afkvæmi krónunnar og þess að á Íslandi er enginn pólitískur stuðningur við það að reka sterkan gjaldmiðil. Framsóknarmenn tala um að bæta umgjörð krónunnar en ég hef aldrei heyrt þá verja Seðlabankann þegar hann hækkar vexti til þess að halda aftur af verðfalli krónunnar. Hinn raunverulegi vandi er verðbólgan. Sá vandi verður ekki leystur með því að banna verðtryggð lán. Það mun bara gera illt verra með því að koma í veg fyrir að fólk geti dreift háum vaxtagreiðslum þegar verðbólga er há yfir líftíma láns síns. Hugsum þessa hugsun til enda. Segjum sem svo að verðtryggð lán verði bönnuð og fimm árum seinna komi síðan gott íslenskt „verðbólgu- skot“ upp á 16%. Bankarnir munu þá hækka nafnvexti húsnæðislána sem nemur verðbólguskotinu. Þeir sem skulda húsnæðislán munu þá þurfa að greiða um 20% af höfuðstól lánsins í vexti á því ári. Þá er ég hræddur um að margir lendi í verulegum vandræðum og vilji eiga kost á því að dreifa þessum háu vaxtagreiðslum yfir það sem eftir lifir lánstímans. En það er einmitt það sem verðtrygging gerir og hún verður þá bönnuð. http://blog.pressan.is/jonsteinsson/ Jón Steinsson AF NETINU BARNAVERND Steinunn Bergmann félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu ➜ Mikilvægt er að börn og foreldrar viti hvert á að leita þegar grunur er um vanrækslu eða ofbeldi …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.