Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 24

Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 24
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggj- arstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Telur Heið- ar Már að því fyrirtæki sé ekki viðbjargandi án nauðasamninga og er það væntanlega ástæða greinaskrif- anna. Um þetta væri hægt að fjalla í löngu máli en það verður ekki gert hér. Þó verður að nefna helstu staðreyndir. Orkuveitan varð fyrir miklum búsifjum á fyrsta áratug aldarinnar, eins og lesa má um í ítarlegri skýrslu. Með miklu átaki síðan þá hefur tekist að snúa rekstrinum við. Nú leik- ur enginn vafi á því að fyrirtækið getur staðið undir skuldbinding- um sínum. Þetta hefur náðst með miklum aðhaldsaðgerðum, sam- drætti í fjárfestingum og eigna- sölu og með því að láta gjaldskrá fylgja almennum verðlagsbreyt- ingum, en ekki snarlækka að raun- gildi í verðbólgu. Fyrir vikið hefur reksturinn snúist við. Þá hefur verið samið við lánardrottna um breytingar á afborgunum lána til að létta greiðslubyrði og eigendur hafa veitt því víkjandi lán. Þótt Orkuveitan hafi talsverð- ar tekjur í erlendri mynt þarf fyrirtækið að kaupa nokkurn gjaldeyri á næstu árum til að greiða afborg- anir erlendra lána með tekjum í krónum. Þau kaup munu þó fyrirsjáanlega fara minnkandi eftir þetta ár og á endanum verður fyrirtækið seljandi en ekki kaupandi á gjaldeyri. Skuldir fyrirtækisins hafa farið lækkandi síðan gripið var til aðhaldsaðgerða og fjárstreymi frá rekstri aukist til muna svo að nú dugar það fyrirsjá- anlega fyrir öllum skuldbinding- um. Raunhæft virðist að eiginfjár- hlutfall fyrirtækisins verði orðið ríflega 40% innan fimm ára. Allt talnaefni um þetta hefur verið gert opinbert. Nauðasamningar Það er því augljóslega engin þörf fyrir nauðasamninga Orkuveit- unnar og það hafa engin áform verið um þá hjá stjórnendum fyrir- tækisins. Að auki er rétt að benda á það að allir slíkir samningar myndu sjálfkrafa fela einnig í sér nauðasamninga fyrir Reykjavíkur- borg, sem ábyrgist lán Orkuveit- unnar og tók raunar sjálf mörg þeirra, og tvö önnur sveitarfélög. Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari. Heiðar Már gerir einnig að umtalsefni skuldastöðu þjóðar- búsins og viðskiptajöfnuð. Þar verður að viðurkenna að talnaefni er flókið og sumar stærðir mats- kenndar. Því er ekki skrýtið að menn túlki tölurnar á mismun- andi hátt. Stóra myndin er þó skýr. Besta úttektin á stöðunni til þessa er ítarleg skýrsla Seðlabankans frá árinu 2011. Þar var niðurstað- an að skuldir landsmanna umfram eignir í útlöndum, að teknu tilliti til eigna erlendra aðila hér, væru ríflega helmingur landsfram- leiðslu og á þann mælikvarða mun minni en fyrir hrun. Þá er ekki tekið tillit til þess að hluti mældra erlendra skulda þjóðarbúsins eru innanhússskuldir Actavis-sam- steypunnar, sem koma öðrum lítt við. Án þeirra er staðan enn betri. Viðráðanlegar skuldir Jafnvel þótt deila megi um mat á eignum eða skuldum breytir það ekki þeirri niðurstöðu að erlendar skuldir þjóðarbúsins eru viðráðan- legar. Þó er óleystur vandi vegna þess að dreifa þarf greiðslum af erlendum skuldum á langan tíma. Snjóhengjan svokallaða er enn til staðar, bæði vegna innlendra eigna erlendra aðila nú og upp- gjöra þrotabúa bankanna. Ganga þarf þannig frá málum að hún verði greidd niður hægt og sígandi á 10-20 árum til að hægt verði að afnema gjaldeyrishöft. Það verður vonandi gert sem fyrst. Tölur um viðskiptajöfnuð eru, líkt og skuldatölurnar, ekki jafnná- kvæmar og helst væri á kosið. Gagnlegasta matið á stöðunni eru tölur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem telur að raunverulegur við- skiptajöfnuður Íslands í ár verði jákvæður um sem svarar 3,5% af vergri landsframleiðslu (rúmir 60 milljarðar króna) og síðan jákvæð- ur um því sem næst 2% næstu ár. Jafnframt spáir stofnunin 2-3% hagvexti hérlendis á næstu árum. Það er meira en nóg til að snúa erlendri skuldastöðu við, þannig að þjóðarbúið eigi hreina eign í útlöndum á innan við 20 árum. Þá rekur Heiðar Már á frekar ruglingslegan hátt ýmis mál er tengjast myntkörfulánum og lög- mæti þeirra. Um það er ekki annað að segja en það sem hefur alltaf legið fyrir og ég hef margoft lýst yfir á undanförnum árum. Það var og er hlutverk Hæstaréttar að skera úr um slíkan ágreining. Það var ógjörningur að sjá fyrir hver niðurstaða réttarins yrði, enda hefur hann sitt á hvað dæmt mynt- körfulán lögmæt og ólögmæt (eða réttara sagt skilmálana óskuld- bindandi), farið með vaxtaákvæði með ýmsum hætti og klofnað hvað eftir annað. Heiðar Már minnist á Spari- sjóðinn í Keflavík, síðar SpKef, og stöðu hans. Hún reyndist vissulega enn verri en áætlað var á sínum tíma. Ástæður þess verða væntan- lega raktar í væntanlegri skýrslu um sparisjóðakerfið. Hverjar sem ástæðurnar voru þá var þó ekki stætt á öðru en að leggja sjóðnum til fé svo að hann ætti fyrir inn- stæðum, þótt kostnaður vegna þessa fortíðarvanda lendi því miður á endanum á skattgreiðend- um. Það eru hins vegar engin teikn á lofti, sem betur fer, um að skatt- greiðendur tapi því fé sem sett var fyrir þeirra hönd inn í nýja Lands- bankann. Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirð- ingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heið- ar Már líklega ósammála og verð- um það áfram. Skilningur og misskilningur Um hver mánaðamót sitja íslenskar fjölskyldur við eldhúsborðið og velta fyrir sér hvaða reikninga eigi að borga. Hvernig borga eigi bæði stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán og mat fyrir fjölskyld- una. Á flokksþingi lofaði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, því að eitt meginverkefni Fram- sóknarmanna yrði að leggja fram raunhæfar tillögur um hvernig leysa megi, eða létta mjög, vanda þeirra sem eru í fjötr- um skulda og vonleysis. Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Talsmenn skuldafjötra og verðtryggingar munu halda áfram áróðursstríði sínu til að halda heimilunum áfram í skuldafang- elsi. Þeir munu klifa á því að við getum engu breytt og ekkert gert. Þessu höfnum við Framsóknar- menn. Tími er kominn til að rjúfa umsátrið um heimilin og tryggja þeim réttlæti. Á þessu kjörtímabili hefur þing- flokkur Framsóknarmanna ítrek- að lagt fram tillögur til lausna. Ætíð hafa þær tillögur verið tal- aðar niður. Við höfum barist fyrir almennri leiðréttingu skulda, lagt fram tillögur um hvernig taka megi á þeim vanda sem verðtryggingin veld- ur íslenskum heimilum, varað við ólögmæti geng- istryggðra lána og bent á að engin sanngirni felist í að bankarnir og erlend- ir vogunarsjóðir græði á tá og fingri á því að merg- sjúga íslensk heimili. Eflaust hafa einhverjir talið okkur jafnvel með skuldavandann á heilanum. En í stórum málum dugar ekkert annað en staðfesta og þor. Vandinn þríþættur Vandinn er þríþættur. Taka þarf á uppsafnaða vandanum, þeim sem ekki var leiðréttur eftir efnahagshrunið. Í öðru lagi þarf að koma í veg fyrir að lánin geti aftur stökkbreyst með því að taka á verðtryggingunni og loks þarf að tryggja fólki betri lífskjör til framtíðar. Ekkert réttlæti er í að lánþegar verðtryggðra húsnæðis- lána sitji einir uppi með afleiðing- ar þess að lánin stökkbreyttust af völdum efnahagshruns. Tryggja þarf neytendavernd á fjármála- markaði og skipta ábyrgð jafn- ar á milli lánveitenda og lántaka. Setja þarf „lyklalög“ og auðvelda fólki að færa lánaviðskipti á milli lánastofnana. Við viljum afnema verðtryggingu á neytendalánum og skal starfshópur ljúka þeirri vinnu fyrir árslok 2013. Jafn- framt höfum við lagt til nýtt hús- næðislánakerfi og hefur ASÍ lagt fram sambærilegar hugmyndir. Þá verða betri lífskjör aðeins tryggð með aukinni verðmætasköpun þjóðarbúsins. Á sama tíma og heilu kynslóð- irnar hafa orðið eignalausar hafa bankarnir og kröfuhafar hagnast mjög á viðskiptum sínum og upp- færslu lánasafnanna. Eðlilegt er að þeim ávinningi sé skipt á sann- gjarnan máta milli þjóðarinnar og kröfuhafanna. Til þess þarf kjark og þor. Til þess þarf Framsókn fyrir Ísland. Með réttlætið á heilanum Í hátt í 70 ár hafa stjórn- málaflokkar reynt að ná sátt um nýja stjórnarskrá. Þeir hafa jafnvel náð að gera nokkrar breytingar í sátt og nokkrar aðrar í bullandi ósátt en að stærstum hluta er stjórn- kerfið óbreytt frá stofnun lýðveldisins, þrátt fyrir ótal stjórnarskrárnefndir, vegna þess að flokkarnir hafa aldrei getað komið sér saman um heildar- endurskoðun á stjórnar- skránni. Núverandi stjórnarskrá hefur boðið okkur upp á vinaráðningar í æðstu embætti, óskýrt hlutverk forsetans, upplýsingalög sem hafa leynd sem meginreglu, misvægi atkvæða og þjóðþing sem er rúið trausti. Þess vegna var gerð krafa um nýja stjórnarskrá eftir hrunið. Þessa kröfu tóku allir flokkar undir í kosningunum 2009 og eftir kosningar náðu þeir sátt um að setja ferli stjórnarskrárbreytinga af stað. Ferlið byrjaði með því að þús- und Íslendingar komu saman og ræddu um hvað þeir vildu sjá í nýrri stjórnarskrá. Á meðal nið- urstaðna var að náttúruauðlindir ættu að vera í þjóðareign, að bjóða ætti upp á persónukjör og að jafna ætti vægi atkvæða. Öllum boðin þátttaka Síðan tók Stjórnlagaráðið við boltanum. Það tók bæði það sem kom frá Þjóðfundinum og það sem komið hafði frá öllum þeim stjórnarskrárnefndum sem hafa starfað frá lýðveldisstofnun. En það sem var einstakt við vinnu- brögð Stjórnlagaráðs var að öllum Íslendingum var boðið að taka þátt í ferlinu. Um leið og tillögur komu fram gat almenningur rætt þær og komið með athugasemd- ir og ábendingar. Ráðsmenn tóku virkan þátt í umræðunum og tóku tillit til þeirra athugasemda sem fram komu. Þetta er nokkuð sem bæði erlendir fjölmiðlar og erlend- ir fræðimenn hafa hrósað ráðinu sérstaklega fyrir. Ráðið afgreiddi síðan tillögur að nýrri stjórnar- skrá í algjörri sátt. Það náðist hins vegar ekki sátt um það á þinginu að þjóðin fengi að kjósa um tillögurnar samhliða forsetakosningum sl. sumar og tryggja þannig góða þátttöku. Það þykir nefnilega gott ef það næst þriðjungs kosningaþátttaka í þann- ig sérkosningum og margir bjugg- ust ekki við nema fjórðungs þátt- töku. Skrifuð fyrir þjóðina En þjóðin sýndi að stjórnarskrá- in skiptir hana máli. Helmingur kjósenda mætti á kjörstað og yfir- gnæfandi meirihluti samþykkti nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs. Enn fleiri samþykktu að beita ætti persónukjöri í meira mæli. Tveir þriðju hlutar vildu jafnt vægi atkvæða og heil 84% vildu að nátt- úruauðlindir yrðu í þjóðareign. Þetta mundu flestir segja að væri nokkuð góð sátt. En sáttin nær ekki inn á Alþingi. Þar þrátta flokkarnir og krefjast þess að reynt verði að ná sátt á meðal stærstu stjórnmálaflokk- anna. Stjórnmálaprófessor af hægri vængnum bætir því við að stjórnarskrárbreytingar þyrfti helst að samþykkja með tveimur þriðjuhlutum þingmanna svo sátt sé tryggð á þingi sem 9% þjóðar- innar bera traust til. En stjórnarskráin er ekki skrif- uð fyrir þingið og þaðan af síður fyrir flokkana. Hún er fyrir okkur hin, þjóðina. 9 prósenta sátt FJÁRMÁL Gylfi Magnússon dósent ➜ Það eru hins vegar engin teikn á lofti, sem betur fer, um að skattgreið- endur tapi því fé sem sett var fyrir þeirra hönd inn í nýja Landsbankann. STJÓRNARSKRÁ Ingólfur Harri Hermannsson stjórnarmaður í Stjórnarskrár- félaginu FJÁRMÁL Eygló Þ. Harðardóttir alþingismaður ➜ Tími er kominn til að rjúfa umsátrið um heimilin og tryggja þeim réttlæti. ➜ Tveir þriðju hlutar vildu jafnt vægi atkvæða og heil 84% vildu að náttúruauð- lindir yrðu í þjóðar- eign. Þetta mundu fl estir segja að væri nokkuð góð sátt. En sáttin nær ekki inn á Alþingi. Save the Children á Íslandi Save the Children á Íslandi GUÐRÚN BERGMANN rithöfundur og fyrirlesari kennir leiðir til að takast á við þessa földu fíkn, sem hefur ótrúlega eyðileggjandi áhrif á heilsuna og sýnir hvernig hægt að eiga „sætt“ líf án sykurs! Staður og stund: Heilsuhúsið Lágmúla 5, kl. 18:30 - 21:00. Námsgögn með víðtækum upplýsingum innifalin. Verð 4.900 kr. Nánari upplýsingar og skráning á ung@gudrunbergmann.is og www.ungaollumaldri.is Á námskeiðinu verður farið vandlega yfir: • Hvernig sykurfíknin birtist og hvaða skaðlegu áhrif hún hefur á heilsuna. • Hvernig hægt er að forðast sykur í mat með því að þekkja „dulnefni“ hans hjá framleiðendum matvæla. • Mismunandi sykurstuðla fæðuflokka og hvaða sætuefni ber að nota. • Hvernig frelsið frá fíkninni veitir þér aukna líkamlega orku, heilbrigðari og stinnari húð, bætta meltingu og betra skap. Guðrún Bergmann hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða sem tengjast sykurfíkn og er annar höfundur bókarinnar um CANDIDA SVEPPA- SÝKINGAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.