Fréttablaðið - 14.02.2013, Síða 26

Fréttablaðið - 14.02.2013, Síða 26
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Við landnám N-Ameríku fóru evrópskir landnemar sem logi yfir akur á leið sinni vestur. Hugtakið nátt- úruvernd var lítt þekkt og hart var gengið fram gagn- vart náttúru landsins. Sem dæmi má nefna vísunda- veiðar þar sem milljónum dýra var slátrað svo lá við útrýmingu. Þó kviknaði ljós hjá fáeinum framsýnum mönn- um og Yellowstone-þjóð- garðurinn var stofnaður 1872. John Muir stofnaði 20 árum síðar náttúruverndarsam- tökin Sierra Club í Kaliforníu, sem börðust fyrir náttúruvernd og stofn- un fleiri þjóðgarða. Bílaöld gekk í garð og vegir voru lagðir að þjóðgörðum og um þá. Fljótlega varð ljóst að nauðsynlegt var að takmarka bílaumferð um verndarsvæðin. Síðan er liðin meira en hálf öld. Á Íslandi er hins vegar enn margt fólk sem skilur ekki þessa hugsun. Ég heimsótti nýlega tvo þjóðgarða á vesturströnd Bandaríkjanna, Mt. Rainier-þjóðgarðinn (stofnaður 1899) og North Cascades-þjóðgarð- inn (st. 1968). Sá síðarnefndi byggir mjög á hugmyndafræði Johns Muir. Þeir sem vilja skoða þjóðgarðinn almennilega verða að leggja land undir fót og fara annaðhvort í dags- göngur eða taka með sér göngutjald. Í bílalandinu mikla þar sem frelsi einstaklingsins er í hávegum haft í stjórnarskránni þykir það orðið sjálfsagt að vernda stór landsvæði fyrir vélknúnum farartækjum. Gera ekki kröfur Áratugum saman hef ég stund- að gönguferðir úti í náttúrunni á Íslandi, í Sviss, Austurríki, Frakklandi, á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Göngurn- ar sem ég fór í í North Casc- ades-þjóðgarðinum í Wash- ington-fylki eru einhverjar þær mögnuðustu sem ég hef upplifað. Þarna er stór- kostleg náttúrufegurð og kynngimagnaðar óbyggðir lausar við vélknúin farar- tæki. Íbúar fylkisins eru stoltir af náttúru þess og gera ekki kröfu til þess að allir komist á alla staði á bíl. Gönguferðir í óbyggðum eru lífsstíll margra þarna og öflug sjálfboðaliðasamtök halda við frá- bærum göngustígum. Evrópa er hins vegar orðin svo þéttbýl að þar eru varla til nein ósnortin víðerni og víst er að Evr- ópubúar gæfu mikið fyrir að eiga slík svæði í dag. Hér á landi skort- ir hins vegar marga skilning á gildi ósnortinna óbyggða og víðerna. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Skv. frumvarpi að nýjum náttúru- verndarlögum er ætlunin að „taka til“ í vega- og slóðakerfi landsins. Á Íslandi eru margir vegslóðar sem myndast hafa í áranna rás án alls skipulags og án tillits til náttúru- verndar. Sumum þeirra þyrfti að loka. Frelsið vandmeðfarið En þá kemur fram hópur manna og hrópar hátt um skert ferðafrelsi. Já, frelsið er dýrmætt, en það er vand- meðfarið og getur auðveldlega snú- ist upp í andhverfu sína. Við búum við mörg lög sem takmarka frelsi okkar að ýmsu leyti og það er nauð- synlegt. Ekki dugar alltaf að treysta á skynsemi fólks. Sú afstaða að allir eigi rétt á að komast á alla staði á vélknúnu farartæki er löngu úrelt. Samtök áhugafólks um ferða- frelsi birtu auglýsingu þar sem því er haldið fram að stangveiðimað- ur sem „ekur upp með á að veiði- stað“ sé að brjóta lög ef nýju nátt- úruverndarlögin verða samþykkt. Sjálfur er ég veiðimaður og hef engar áhyggjur af því að ég verði sektaður fyrir að aka veiðivegina meðfram veiðiánum sem ég veiði í. Ég tel að hér sé verið að mála skratt- ann á vegginn. Leiðarljós umræddra samtaka virðist ímyndaður heilagur rétt- ur eða jafnræðisregla sem kveður á um að allir eigi að komast á alla staði á vélknúnu farartæki. Menn bera því við að ekki geti allir geng- ið langar vegalengdir og nefna öryrkja, aldraða og börn. Ég dreg í efa að 4x4 menn hafi uppi þennan málflutning af umhyggjusemi við ofangreinda hópa. Hafa menn hugsað þessa hugsun til enda? Eigum við þá að malbika veg upp að Svartafossi í Skaftafells- þjóðgarði? Og inn í Morsárdal? Og Kristínartindahringinn? Upp á tind Herðubreiðar? Um Hornstrand- afriðlandið? Eigum við kannski að malbika allt landið? Já, ég vil hafa frelsi til að ferðast um landið og njóta útivist- ar í íslenskri náttúru. Sums staðar verður það best gert í friði fyrir vélknúnum farartækjum. Þá legg- ur maður bílnum og reimar á sig gönguskóna. „Wildness is a neces- sity,“ sagði John Muir. Ferðafrelsi og náttúruvernd Líklega hafa mörg okkar glaðst þegar rannsóknaleyfum var nýlega úthlutað á Drekasvæðinu. Efna- hagshörmungarnar í kjölfar hruns- ins eru teknar að þreyta, uppbygg- ingunni hefur miðað hægar en vonast var eftir. Samt hefur ýmis- legt gott verið gert. Reynt hefur verið að standa vörð um kjör þeirra lakast settu og auka jöfnuð. Hing- að til hafa stjórnvöld líka leitast við að láta náttúruna njóta vafans. Var- anleg úrræði virðast þó fá. Komist Ísland í hóp olíuríkja virðist raun- verulegt ríkidæmi aftur á móti handan við hornið. Á næstu árum og áratugum setur olíuleit og hugsanlega olíuvinnsla mark sitt á samfélögin hér á norð- urslóðum. Með bráðnandi heims- skautajökli og margefldri tækni verður hægt að bora á æ fleiri stöðum. Norðurslóðir verða tæp- ast mikið lengur það ósnortna víð- erni sem þær eru nú. Þess vegna er mikilvægt að skoða málin ofan í kjölinn og hrósvert væri ef við Íslendingar reyndum að koma að þessum málum af yfirvegun og þekkingu á þeim siðferðilegu rökum sem skipta mestu þegar til lengri tíma er litið í stað þess að líta aðeins til gæða og magns olíu í lög- sögu okkar. Dauðans alvara Olíuvinnsla er eftir sem áður dauðans alvara. Henni fylgir óhjá- kvæmilega nokkur mengun. Hún skapar hættu á umhverfisslysum sem erfitt mun að bæta á jafn fjar- lægum slóðum og Drekasvæðið er. Þá er hið alvarlegasta ótalið: Með olíuvinnslu værum við fyrst og fremst að standa vörð um óbreytt ástand. Draumurinn um olíu í íslenskri lögsögu er fyrst og fremst draumur um að geta haldið áfram þeim orkufreku og mengandi lífs- háttum sem við höfum tamið okkur — og auðgast á þeim að auki. Hér er vissulega um skammgóð- an vermi í bókstaflegri merkingu að ræða. Með þessu móti stuðlum við að áframhaldandi hlýnun jarð- ar, knýjum áfram þá umhverfisvá sem kölluð hefur verið stærsta áskorun sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Þetta var atvinnuvegaráðherra fullljóst þegar hann lagði áherslu á að með rannsóknaleyfum væri ákvörðun ekki tekin um olíu- vinnslu. En er málið svona einfalt? Hver mun hafa siðferðilegt þrek til að setja lokið á þegar olíulind- ir hafa fundist í hafinu norður af landinu? Mun þjóðin samþykkja að ekki verði skrúfað frá krananum? Það er einmitt núna sem umræð- an um siðfræði olíuvinnslunnar verður að eiga sér stað. Það verð- ur of seint að hefja hana þegar hið svarta gull er fundið og æðið renn- ur á fyrir alvöru. Skyldur okkar sem heimsborgara Við erum öll borgarar í einum og sama heiminum og höfum skyldum að gegna við hann en ekki aðeins okkar eigið samfélag eða þjóðríki. Grunnskyldur okkar felast í að standa vörð um þau gildi á heims- vísu sem styðja við lífið í öllum margbreytileika þess. Hér í heimi er allt samtengt: náttúran, haf- djúpin, jörðin og lofthjúpurinn umhverfis hana. Gerðir okkar hér hafa áhrif á fjarlægum slóðum á ókomnum tímum. Skipan heimsins í þjóðríki og skyldur okkar við þau koma númer tvö í þessu samhengi. Einstakar ákvarðanir þjóðríkja, t.d. um olíu- vinnslu, þær reglur sem þau fylgja og aðgerðir einstakra stofnana innan þjóðríkja verður að gaum- gæfa með tilliti til þeirra áhrifa sem þessi atriði hafa á heimsvísu. Heimspekilegar og trúarlegar rætur Hugmyndin um að mannlegt eðli sé eitt – að einhver kjarni sé sam- eiginlegur öllum mannverum – er mikilvæg forsenda þegar skyld- ur okkar við umheiminn eru til umræðu. Í fornöld litu Stóumenn á sig sem borgara í hinum skipu- lega alheimi fremur en í borgrík- inu. Þeir skilgreindu sig því sem heimsborgara. Hið sameiginlega siðferðilega samfélag alls mann- kyns var þess vegna meginmálið. Mismunandi útfærslur á þess- um skilningi má finna í flestum nútímalegum framsetningum á siðfræði, sem og í mannréttinda- yfirlýsingum tuttugustu aldarinn- ar. Manngildið og mannhelgin eru undirstöður allra mannréttinda. Trúarlegar rætur mannréttinda þarf vart að útlista. Að kristnum skilningi er hugmyndin um mann- eskjuna sem er sköpuð í mynd Guðs fyrirferðarmikið stef. Í anda þeirr- ar hugsunar eigum við öll sömu mannhelgi óháð búsetu, tungu, húð- lit eða trú. Enda eru mannréttindi hafin yfir einstök þjóðríki. Þau eru sameiginleg öllum íbúum jarðar- innar. Þau gilda jafnt um alla og ná meðal annars yfir réttinn til lífs óháð búsetu. Þetta þurfum við að hafa í huga þegar við mörkum okkur stefnu um olíunýtingu í þeim tilgangi að knýja áfram orkufreka og mengandi lífs- hætti okkar því þeir stofna lífsskil- yrðum fjölda fólks og annarra líf- vera í bráða hættu víða um heim. Okkur ber skylda til að sýna sam- stöðu, stilla orkunýtingu okkar í hóf og leita nýrra vistvænni orku- gjafa. Þannig sýnum við umhyggju fyrir jörðinni og þeim sem deila henni með okkur. Þetta er sjálfsögð og nauðsynleg sammannleg skylda eins og skyldan að sýna hógværð og auðmýkt gagnvart umhverfi okkar. Arnfríður Guðmundsdóttir Baldur Kristjánsson Hjalti Hugason Pétur Pétursson Sigrún Óskarsdóttir Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingar Sýnum ábyrgð á Drekasvæðinu Bestu loforð stjórnmála- mannsins eru þau sem sífellt má endurnýta, veita kjósendum vonar- glætu en auðveldara er að japla á en ganga í. Gulrót rétt utan seilingar. Afnám verðtryggingar, endur- skoðun kvótakerfisins og jarðgangaframkvæmdir. Kannist þið við rulluna? Í orði kveðast stjórn- málamenn vilja rétta hlut landsbyggðarinnar, efla þar minni og meðalstór fyrirtæki og auðvelda ungu fólki að setjast þar að og vinna fyrir sér. Það er vitað hvað þarf: Trausta heilsugæslu. Metnaðarfulla grunnmenntun. Öruggar samgöngur. Hins vegar er enginn skilningur á hvern- ig þessir þættir reiða sig hver á annan, sérstaklega samgöngurn- ar. Af hverju teljast tryggar sam- göngur ekki til velferðarmála? Snjógöng Á Austurlandi er traust heilsu- gæsla og metnaðarfull grunn- menntun en samgöngur er ekki stólandi á. Hér eru hættulegustu fjallvegir landsins, Oddsskarð og Fjarðarheiði. Ef ekki má treysta á að Fjarðarheiði sé fær, skipta engu gæði grunnþjónustunnar handan hennar. Þess vegna eru tryggar samgöngur velferðarmál! Í sérnámi mínu í heimilislækn- ingum vinn ég á Akureyri en líka á Egilsstöðum. Mér leyfist ekki sá lúxus að halda tvö heim- ili og hef því sest upp á múttu og pápa á Seyðisfirði. Þau eru telj- andi á fingrum mér þau skipti er ég hef ekki lent í vetrarhremm- ingum á Fjarðarheiði, hef ég þó ekið hana alla mína ævi og gæti ratað blindandi. Sem verður oft raunin, þegar kófar í snjógöng- unum og skyggnið vart meira en nemur húddinu. Veðurmæli Vega- gerðarinnar er ekki treystandi á; veður og vindar eru sjaldnast eins á Norðurbrún og í Mjósundum 10 km austar – hálfum kílómetra ofan við sjávarmál. Að vita ekki hvort eða hvenær og þá hversu velktur maður mætir sjúk- lingum dagsins er óþolandi! Snjóhengja Góð jarðgöng eru samgöngu- bót til framtíðar. Fjárfesting, en dýr. Getur hagkerfi, hnípið undir billjón króna snjóhengju fjárfest í jarðgöngum? Já – bjóðum eigend- um aflandskrónanna að fjárfesta í jarðgöngum og rekstri þeirra; Holu ohf. Snjóhengjan notuð til að fjármagna eins mörg jarðgöng og hægt er, notendur greiða fyrir að aka um þau og ríkið lofar að kaupa krónubréfaeigendur út úr fyrirtækinu á tuttugu árum eða svo með hóflegri ávöxtunarkröfu. Hagur krónubréfakóna – tryggt að þeir fái fé sitt til baka í fyrir- sjánlegri framtíð og öll ávöxtun er betri en engin ávöxtun. Hagur ríkisins – fjárfestir í innviðum samfélagsins og léttir á sama tíma þrýstingi á hagkerfið. Hagur landsbyggðarinnar – ómetanlegt. Kaldar kveðjur Ég er Austfirðingur. Hér vil ég búa, hér vil ég vinna og hér vil ég efla samfélagið. Þó er kannski svo að ráðamönnum og fólki almennt finnist broslegt að vel menntað ungt fólk sækist í að búa austan við Úlfarsfell; fásinna að það vilji skila einhverju í þorp- ið sem ól það upp. Óþarfi að auð- velda þeim að velja að búa úti á landi. Sé ekki meiningin að senda okkur svo kaldar kveðjur þá verður að endurskoða hugarfar- ið til samgöngubóta, sérstaklega jarðganga. Ef ekki þá geta okkar kveðjur líka verið kaldar, einkum á kjördag. Af snjógöngum, snjóhengjum og köldum kveðjum Hoppar þú út í straum- harða á fyrir hvern sem er? Þessari spurningu var varpað til okkar nem- enda í félagssálfræði- kúrs í HÍ fyrir nokkrum árum. Manneskja fellur út í straumharða á. Hvað gerir þú? Flestir svöruðu; hoppa út í að sjálfsögðu! Við erum að tala um lífs- hættulega á, áréttaði pró- fessorinn. Það sló þögn á hópinn, pínulítið skömm- ustulegri þögn. Prófessorinn hélt áfram: Ef við stæðum á bakkan- um og okkar eigið barn dytti í ána? Nú var ekkert hik á mönnum, allir sögðust stinga sér án umhugsun- ar. Þessu svari virtist prófessor- inn ekki geta hnekkt. Við stökkv- um út í eftir okkar eigin fólki, það er óvefengjanlegt. Þessar vangaveltur komu upp í huga mér eftir að hafa hlust- að á umræður í Silfri Egils þann 3. febrúar. Þar kom m.a. fram að næstu ríkisstjórnar biði lík- lega eitt það erfiðasta sem nokk- ur íslensk ríkisstjórn hefði tekist á við. Þetta er líklega ekki fjarri sanni. Við lifum á viðsjárverðum tímum og það mun reyna á þá sem veljast á þing. Eins og þann sem stendur á árbakka og horfir á eftir annarri manneskju í elginn. Við kjósendur þurfum að spyrja okkur sjálfa: Hverj- ir munu þora út í beljandi elginn? Hverjir munu hefja málefnið hærra en sjálft sig? Hverjir munu þora að gera mistök? Hverjir munu þora að viðurkenna mistök? Hverjir munu læra af mis- tökum? Hverjir geta unnið mál- efnalega með ólíkum aðilum við björgunarstörfin? Við kjósendur munum ekki þola annað kjörtíma- bil þar sem málefnin rekur lífvana niður ána. Við munum ekki þola neinn rolugang. Þor og ákveðni með árangur að leiðarljósi er það eina sem þessi vinnusama þjóð á skilið. Við megum ekki gleyma að börnin okkar leika sér við árbakk- ann. Ég set mitt traust á frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins. Ég er þess fullviss hvaðan af landinu sem þeir koma, muni þeir vinna málefnalega með sér ólíku fólki. Ég treysti því að þeir hefji þjóð- þrifamál yfir sjálf sig. Ég treysti því að þeir stingi sér út í beljandi elginn og tryggi okkur Íslending- um farsæla framtíð. Hverjum treystir þú út í beljandi elginn? ➜ Við lifum á við- sjárverðum tímum og það mun reyna á þá sem veljast á þing. ➜ Þau eru teljandi á fi ngrum mér þau skipti er ég hef ekki lent í vetrarhremm- ingum á Fjarðarheiði, hef ég þó ekið hana alla mína ævi og gæti ratað blindandi. SAMGÖNGUR Eyjólfur Þorkelsson læknir STJÓRNMÁL Lára Óskarsdóttir stjórnenda- markþjálfi NÁTTÚRU- VERND Björn Guðmundsson jeppaeigandi og áhugamaður um ferðafrelsi og náttúruvernd ➜ Sú afstaða að allir eigi rétt á að komast á alla staði á vélknúnu farartæki er löngu úrelt. ➜ Olíuvinnsla er eftir sem áður dauðans alvara. Henni fylgir óhjákvæmilega nokkur mengun. Hún skapar hættu á umhverfi sslysum sem erfi tt mun að bæta á jafn fjarlægum slóðum og Drekasvæðið er.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.