Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 29
HANNAR EIGIN TÍSKULÍNU
Undirfatafyrirsætan Alessandra Ambrosio, sem er
þekktust fyrir að ganga tískupallinn fyrir Victoria‘s
Secret, hannar nú sína eigin tískulínu. Hún verður
kynnt vorið 2014 undir nafninu Alé by Alessandra.
PRJÓNAVITLEYSA
Hanna Jónsdóttir vöru-
hönnuður setur viljandi
inn villur í orð sem hún
prjónar í ullarhúfur.
MYND/ANTON
Hanna Jónsdóttir vöruhönnuður segist hafa gaman af því að brjóta upp rótgróna íslenska handverks-
hefð og hinar föstu skorður mál fræðinnar
með því að bæta inn mannlegum mis-
tökum. Skrifuð skilaboð milli fólks í dag
séu enda full af innsláttar- og stafsetn-
ingarvillum. Hún prjónar lopahúfur með
orðum á og laumar viljandi inn villum.
„Ég byrjaði á þessu þegar frændi minn
bað mig að prjóna fyrir sig venjulega
ullarhúfu. Ég var stödd á Hornafirði
en stundaði þá nám í Design Academy
Eindhoven og vildi fá að prjóna eitthvað
út í húfuna. Við komum okkur saman um
orðið Eystrahorn, nafn bæjarblaðsins
á Hornafirði, og einnig heitið á tilkomu-
mesta fjallinu fyrir austan, en þegar
ég teiknaði upp munstrið hljóp í mig
púki. Ég prjónaði Eistrahorn í húfuna og
frændi minn átti ekki til orð þegar hann
sá það. Ég reyndi að útskýra fyrir honum
að ég hefði sett villuna viljandi inn til
að vekja spurningar og umtal og að
hann gæti líka verið viss um að það ætti
enginn annar svona húfu,“ segir Hanna
sposk.
Upp úr þessu varð til lína af húfum.
Dæmi um orð sem Hanna prjónar út í
húfurnar eru; „Heima er pest,“ „Haustil-
boð“ og „Rithöfhundur“. Þá snýr hún
líka út úr ensku og prjónar út frasa eins
og „Nice to meat you“ og „Midnight
son“. Hún segist ekki vera að gera grín
að lesblindu með villunum, þvert á móti
komi húfurnar oft umræðu af stað.
„Mörgum léttir. Lesblinda hefur
verið óþarflega vandræðalegt mál lengi
en við erum alls ekki fullkomin. Það
vill líka svo til að með því að sleppa
einum og einum staf komast fleiri orð
fyrir á hverri húfu,“ segir Hanna en
hún prjónar húfurnar gjarnan eftir sér-
stökum pöntunum fólks sem vill fá
húfur með villu í.
„Ég hef haldið eina húfuafhendingu
þar sem tíu húfuberar fengu afhenta
húfu sem ég prjónaði sérstaklega fyrir
hvern og einn og bað þá að bera höfuð-
ið hátt. Þá sé ég fyrir mér að húfugreyin
gætu orðið skemmtileg viðbót við ferða-
mannaiðnaðinn sem mér finnst frekar
einsleitur,“ segir Hanna.
■ heida@365.is
VILJANDI VILLUR
ÍSLENSK HÖNNUN Hanna Jónsdóttir vöruhönnuður prjónar stafsetningar-
villur út í ullarhúfur úr íslenskum lopa sem hún kalla Greyj.
Belladonna á Facebook
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
2 fyrir 1 af öllum
útsöluvörum
Þú velur tvær flíkur af útsölunni
og greiðir bara fyrir dýrari flíkina
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
Laugardaga frá kl. 10-14
FYRIR STÓRU STELPURNAR
Fæst í D, DD, E, F, FF,
G, GG, H, HH, J, JJ
skálum á kr. 10.650,-
buxurnar eru á
kr. 4.990,-
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
Mikið af flottum tilboðum
TÆKIFÆRISGJAFIR
Margar gerðir