Fréttablaðið - 14.02.2013, Side 32

Fréttablaðið - 14.02.2013, Side 32
FÓLK|TÍSKA Löng, farsæl reynsla og sanngjarnt verð er lykillinn að vinsældum fermingarhlaðborða veisluþjónustu Magnúsar Inga Magnússonar, veitingamanns á Sjávarbarnum. „Við leggjum áherslu á hefðbundin, klassísk hlaðborð þar sem gæðin eru í fyrirrúmi,“ segir Magnús Ingi. „Ánægð- ir viðskiptavinir hafa sagt við mig að það væri jafnvel dýrara að sjá sjálfir um veisluna, fyrir utan vinnuna og stressið sem því fylgir.“ Heitt og kalt hlaðborð kostar aðeins 1.990 kr. á mann og kaffi- hlaðborð 1.690 krónur. „Ég legg áherslu á að veita faglega ráðgjöf og setjast niður með viðskipta- vinunum svo að ekkert fari á milli mála hverjar óskir þeirra eru. Hægt er að halda veisluna hjá okkur en við komum líka með veislu föngin í heimahús eða veislusalinn.“ Nánari upplýsingar, meðal annars um alla réttina á hlaðborðunum, er að finna á vef Sjávarbarsins, sjavarbarinn.is. Leikkonan og framleiðandinn Lena Dunham, sem flestir þekkja úr þáttunum Girls, hefur tekið að sér nýtt og spennandi verkefni eftir því sem fram kemur á vefsíðu Vogue. Hún mun, ásamt Jenni Konner, öðrum framleiðanda Girls, vera að vinna að nýjum grínþætti um tísku- heiminn. Þátturinn mun bera heitið „All dressed up and everywhere to go“ og verður byggður á minningum hinnar 85 ára gömlu Betty Halbreich. Halbreich þessi er persónulegur aðstoðarmaður kaupenda og er fræg fyrir að hafa árið 1976 stofnað fyrstu slíku þjónustudeildina í lúxus- deild stórverslunar. Hún hefur klætt stjörnur á borð við Meryl Streep og Söruh Jessicu Parker. Hún aðstoðaði einnig við að hanna heildarmynd sjón- varpsþáttanna Sex and the City. Hún er þekkt fyrir heiðarleika og fyndni svo og gott auga fyrir tísku og stíl. Sjónvarpsstöðin HBO hefur keypt réttinn að endurminningum Halbreich og tilkynnt um aðkomu Dunham að verkefninu. Ekki hefur þó verið gefið út hvenær von er á þáttunum á skjáinn. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir FAGLEG RÁÐGJÖF „Við leggjum áherslu á hefðbundin, klass- ísk hlaðborð þar sem gæðin eru í fyrirrúmi,“ segir Magnús Ingi. KLASSÍSK HLAÐBORÐ Sjávarbarinn kynnir DUNHAM Lena Dun- ham vinnur að nýjum sjónvarpsþáttum sem byggðir verða á ævi- minningum Betty Hal- breich en sú hefur klætt ófáar stjörnur í gegnum árin. NORDICPHOTOS/GETTY NÝR GRÍNÞÁTTUR UM TÍSKUHEIMINN GOTT VERÐ Hægt er hafa samband beint við Magnús Inga í síma 696-5900 eða með tölvupósti, magnusingi@ gmail.com. Nýlega sótti Apple-fyrirtækið um einkaleyfi fyrir sérstökum skónema sem lætur notandann vita hvenær tími er kominn til að fá sér nýja skó. Nemanum er komið fyrir í botni, hæl eða sóla skósins. Hann skynjar þegar skórinn er í notkun og leggur saman tímana. Eftir fyrir fram ákveðinn tímafjölda, til dæmis 500 klukkutíma notkun, byrjar neminn að gefa frá sér hljóð- eða ljósmerki og gefur þannig til kynna að tími sé kominn til að fá sér nýja skó. Önnur möguleg virkni gæti verið sú að neminn skynji breytt álag eftir því sem sólinn eyðist og gefi frá sér hljóð- og ljósmerki. Þar sem gert er ráð fyrir hátalara í nemanum væri vel mögulegt að hann léti notandann vita með orðum. Svo hver veit nema í framtíðinni muni skórnir garga á mann þegar maður á síst von á því, KAUPTU SKÓ! KAUPTU SKÓ! Fyrirlesarar og kennarar HELGARNÁMSKEIÐ Valentínusarhelgi, - heilsa, hvíld og gleði 15. – 17. febrúar 4 herb. laus 1. – 3. mars Enn laust – pantið tímanlega Sími 512 8040 | www.heilsuhotel.is | heilsa@heilsuhotel.is Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir Sigga Kling Ágústa Hildur Gizurardóttir, yogakennari Valentínusarhelgi HEILSUNÁMSKEIÐ 2013 8. – 22. mars Heilsunámskeið 2 vikur, uppselt. SUMARIÐ 3. – 17. maí Heilsunámskeið 2 vikur, enn laust 7. – 21. júní Pantið tímanlega - vinsælasti tíminn Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.