Fréttablaðið - 14.02.2013, Síða 34
KYNNING − AUGLÝSINGFermingarföt & skór FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Anna er dönsk en hún lærði stílistafræði og tískuljós-myndun í London College of Fashion. Hún hefur verið gestakennari við fatahönnunarbraut Listaháskólans
og kennt við tískuskólann Fashion Academy.
Þegar Anna er spurð hvaða klæðnaður henti best ferm-
ingarbörnum þessa árs er hún fljót til svars. „Ég myndi segja
að stelpurnar ættu að horfa til tísku sjöunda ára tugarins,
til dæmis fyrirsætunnar Twiggy sem var áberandi á þeim
árum. Kjólarnir ættu að vera stuttir með einföldu sniði og
í pastellitum, ljósum og björtum,“ segir Anna. „ Kjólarnir
eiga að vera einlitir, sleppa blómamynstrum eða annars
konar mynstrum. Ljósgulur litur er vinsæll, sömuleiðis ljós-
blár og hvítur. Einlitar sokkabuxur ættu að vera við kjólinn
í hvítu eða pastellitum. Ljósgulir litir verða vinsælir í sumar
en einnig svartar og hvítar rendur. Það er svipað og var á
sjöunda áratugnum.“
Anna segir að hárið á fermingarstúlkunum eigi að vera
slegið og náttúrulegt. „Alls ekkert dúllerí eða skraut,“ segir
hún og bætir við að það eigi líka við förðunina. „Þær ættu að
sleppa varalit en vera með eyeliner ef þær vilja nota áberandi
förðun.“
Bítlalegir strákar
Ekki má gleyma fermingarstrákunum en Anna segir að þeir
eigi að horfa til upphafstíma Bítlanna og Kinks, hljómsveita
frá sjöunda áratugnum. „Bítlaútlit er mjög flott. Þeir mega
vera í svörtum gallabuxum og Converse-skóm eða támjóum
ökklastígvélum (chelsea-boot). Það er líka flott að vera í dökk-
bláum, kremlituðum, röndóttum eða svörtum sjóliðapeysum
og sleppa jakka.“
Klassískar mömmur
Mömmurnar eiga hins vegar að vera klassískar. „Þær ættu ekki
að klæðast mynstruðum kjólum heldur velja einföld og klassísk
snið. Fermingarbörnin eiga að hafa athyglina,“ útskýrir Anna
og segir að einfaldir skartgripir passi best þennan dag. „Ferm-
ingarstúlkurnar ættu að hafa lítinn silfurkross, smáa eyrna-
lokka og þumalhring en spara aðra skartgripi þennan dag.“
Anna hefur stíliserað nokkrar fermingarstúlkur hér á landi
en hún hefur búið hér frá árinu 2004. „Fermingarbörn eru tán-
ingar og þau mega vera töff,“ segir Anna sem segir að mikið sé
gert með fermingar í heimalandi sínu Danmörku, ekki síður en
hér á landi.
Ættu að líta til Bítlanna og Twiggy
Anna Clausen stílisti hefur mikla reynslu þegar kemur að tísku og hönnun. Hún hefur starfað hjá stórum erlendum vörumerkjum og
heimsfrægum tímaritum. Anna hefur ákveðna hugmynd um hvernig fermingarbörnin ættu að klæðast þetta vorið.
Twiggy er komin aftur. Tískan fer ávallt í hringi.
Strákarnir ættu að líta til Bítlanna vilji þeir fylgja
tískunni.
Anna Clausen stílisti hefur unnið víða um heim fyrir þekkt vörumerki.
MYND/ANTON
Pastellitir. Ljósgulur litur passar vel í fermingarkjólana í ár.
Golla kr. 6.990
Skyrta kr. 7.500
Buxur kr. 10.900
Slaufa kr. 2.690
Skyrta kr. 5.990
Slaufa kr. 2.690
Buxur kr. 10.900
Skyrta kr. 5.990
Slaufa kr. 2.690
Buxur kr. 10.900
Jakki kr. 14.900
Vesti kr. 7.990
Buxur kr. 7.990
Skyrta kr. 5.990
Bindi kr. 1.990
Golla kr. 6.990
Skyrta kr. 6.990
Slaufa kr. 2.690
Buxur kr. 7.500
Jakki kr. 17.900
Skyrta kr. 7.500
Buxur kr. 7.500
Slaufa kr. 2.690
Kringlan facebook.com/outfittersnationiceland