Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 36
KYNNING − AUGLÝSINGFermingarkjólar & skór FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 20134
NETVÆDDIR BINDISHNÚTAR
Nettengdir fermingadrengir nútímans þurfa ekki lengur að stóla á
pabba gamla eða afa til að kenna sér bindishnúta. Nú er hægt að sækja
allan nauðsynlegan fróðleik í tölvuna og símann.
Vefurinn www.totieatie.com ber saman kosti og galla algengustu bindis-
hnútanna auk þess sem gefin eru góð ráð um hvernig bindishnútar
henta ólíkum skyrtum. Myndrænar og auðskiljanlegar leiðbeiningar
fylgja öllum bindishnútum. Vefurinn www.tie-a-tie.net gerir betur og
birtir kennslumyndbönd við algengustu bindishnútana.
Fjöldi smáforrita (öpp) er líka í boði en margir ferm-
ingardrengir eiga snjallsíma eða spjaldtölvu.
Fyrir iPhone má nálgast „How to Tie a Tie“
ókeypis inni á iTunes. Forritið hefur verið
sótt af tíu milljón símanotendum og
inniheldur leiðbeiningar um gerð þrjátíu
bindishnúta en reyndar þarf að borga
fyrir sumar þeirra. Android-símnotendur
geta sótt „How to Tie a Tie“ án endur-
gjalds sem inniheldur leiðbeiningar um
gerð tuttugu bindishnúta en greiða þarf
fyrir átta þeirra. Forritið sýnir á mynd-
rænan hátt gerð bindishnúta og með aðstoð
myndavélarinnar á spjaldtölvunni getur
drengurinn horft á sjálfan sig á skjánum
og fylgt leiðbeiningum á meðan. Einnig
má nefna smáforritin Tie a Tie og Tie a
Tie Platinum sem bæði eru ókeypis.
Íhaldssamari fermingardrengir geta
síðan alltaf fest kaup á bókinni „The
85 Ways To Tie a Tie. The Science
and Aesthetics of Tie Knots“ eftir
Thomas Fink og Yong Mao sem fæst
í öllum betri netverslunum.
Það er mikið að gera hjá Góa þessa dagana í Borgar-leikhúsinu þar sem hann
syngur og steppar í hlutverki
sótarans Berts í Mary Poppins.
Hann gefur sér þó tíma til að skjót-
ast í símann og ræða við blaða-
mann um fermingardaginn. „Já,
ég man mjög vel eftir þessum degi
10. apríl 1994, sunnudagur eftir
páska. Bjartur og fallegur dagur.
Athöfnin var í Hallgrímskirkju og
ég var með veislu í safnaðarheim-
ili kirkjunnar. Ég hugsa alltaf með
hlýhug til þessa merkisdags.“
Viðburðarík veisla
Gói tók virkan þátt í bæði skipu-
lagningu veislunnar og veislunni
sjálfri. „Ég hafði skoðun á því hvað
átti að vera á boðstólum, en það
var léttur hádegisverður. Svo voru
litlar söngbækur á borðunum sem
ég valdi lögin í. Ég hélt ræðu, spil-
aði á píanó og söng lag með Palla
vini mínum. Við systir mín spil-
uðum saman; hún á þverflautu og
ég á píanó, og svo spilaði ég undir
fjöldasöng gestanna,“ segir Gói og
hlær yfir því hve mikið hann var í
sviðsljósinu þennan dag og bætir
svo við: „Ætli ég sé ekki að gera það
sama í leikhúsinu í dag og ég var
að gera í fermingarveislunni, að
koma fram.“
Góðir foreldrar
Gói var mjög stressaður vegna
veislunnar og æfði sig í marga
daga. „Ég var alveg sveittur í lóf-
unum. Mig langaði bara að standa
mig vel og var mjög ánægður
og stoltur eftir á, enda var þetta
dagurinn minn. Mamma og pabbi
voru mjög dugleg við að virkja mig
í því að taka þátt í veislunni og
hvöttu mig áfram eins og góðir for-
eldrar gera. Ég kann þeim miklar
þakkir fyrir það í dag. Ég ætla klár-
lega að hvetja mín börn til hins
sama þegar þau fermast.“
Lítill eftir aldri
Gói var lítill eftir aldri og sein-
þroska og fann vel fyrir því á ferm-
ingardaginn. „Stelpurnar voru
flestar orðnar miklu stærri en ég.
Svo voru þær líka á háum hælum
þannig að ég náði þeim svona upp
á maga. Það er verst að meðfylgj-
andi mynd skuli ekki vera af mér
með fermingarsystkinum mínum.
Þá hefði sést vel hve lítill ég var
en ég gæti allt eins verið sex ára
á þessari mynd.“ Það kom stöku
sinnum fyrir að Góa væri strítt
vegna stærðarinnar en hann lét
það ekki á sig fá. „Nokkrir vinir
mínir voru miklu stærri en ég og
það komu stundir þar sem ég var
viðkvæmur fyrir því. En svona
heilt yfir pældi ég lítið í því og var
frekar sáttur.“
Trúin og athöfnin
Séra Karl Sigurbjörnsson, fyrrver-
andi biskup, er pabbi Góa og því
hefur trúin og kirkjusókn verið
hluti af lífi hans frá unga aldri.
„Það var aldrei neinn efi hjá mér
varðandi trúna. Mér fannst þetta
mjög hátíðleg og stór ákvörðun
sem ég tók alvarlega. Athöfnin
sjálf var mjög hátíðleg og falleg.
Pabbi var þarna og orgel- og
trompetleikur. Ég fékk alveg fiðr-
ing í magann þegar ég gekk inn
kirkjugólfið.“
Ráðlegg öllum að taka þátt
„Ég hvet fermingarbörn til að taka
virkan þátt og vera með í því að
skipuleggja veisluna. Það er um
að gera að koma fram og bjóða
fólk velkomið. Þeir sem kunna að
spila á hljóðfæri ættu endilega að
troða upp. Nú, eða að syngja eða
halda uppi borðtenniskúlu eða
hvað sem hver kann að gera. Það
gerir minninguna skemmtilegri.
Maður er stressaður á meðan á því
stendur en svo verður maður ótrú-
lega stoltur af sjálfum sér og fyllist
sigurtilfinningu.“
Tók virkan þátt
Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói eins og hann er alltaf kallaður, minnist
fermingardagsins með hlýju í huga. Hann tók virkan þátt í undirbúningi
veislunnar og spilaði á píanó, hélt ræðu, söng og skemmti sér með gestunum
sem komu til að samgleðjast honum.
Mamma og pabbi Góa voru mjög dugleg við að virkja hann í því að taka þátt í veislunni.
„Þau hvöttu mig áfram eins og góðir foreldrar gera og kann ég þeim miklar þakkir fyrir
það í dag.“
„Fermingarsystur mínar voru flestar miklu stærri en ég og á háum hælum í þokkabót
þannig að ég náði þeim svona upp á maga,“ segir Gói og hlær.
Ferming í Flash
Ótrúlegt úrval
af fermingar-
kjólum
Verð
9.990-16.990