Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 40
KYNNING − AUGLÝSINGFermingarföt & skór FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 20138
SATÍN EÐA BLÚNDA
Fermingarhanskar, sem margar stúlkur bera á fermingardaginn, virðast
fylgja tískustraumum eins og annað. Þeir eru oft úr satíni eða blúndu;
sumir heilir en aðrir meira í ætt við grifflur. Fyrir mörgum eru fermingar-
hanskar jafnsjálfsagðir og fermingarkyrtillinn og oft ganga þeir í ættir.
Hvaðan hefðin er komin er þó nokkuð óljóst. Sumir líta svo á að þeir
undirstriki sakleysi og hreinleika fermingarbarnsins en aðrir segja um
hreinræktað tískufyrirbæri að ræða. Líklega eru þeir upprunalega
til komnir vegna þess að stúlkur vildu
vera fínar og
snyrtilegar á
fermingardag-
inn.
Segja má að börn séu tekin í fullorðinna
manna tölu við fermingu. Því gæti verið
skemmtilegt að nota gamla barnaskó til að
skreyta fermingarborðið þar
sem fermingarbarnið hefur
nú slitið barnsskónum. Sem
mótvægi við smábarnaskóna væri svo hægt að stilla
upp skóm sem fermingarbarnið notar í dag og eru
jafnvel einkennandi fyrir það sem það er að fást
við, til dæmis ballettskó eða fótboltaskó.
BARNSSKÓNUM SLITIÐ
Verslu n i n Cosmo hef u r staðið framarlega í sölu á fermingar fatnaði síðustu ár
og áratugi en þar er að finna fal-
leg föt á fermingarstúlkur, mæður
þeirra og ömmur. „Ég hef selt ferm-
ingarfatnað í 26 ár og nú eru þær
sem ég afgreiddi fyrst um sinn
farnar að koma með sínar dætur.
Eftir nokkur ár fer ég líklega að taka
á móti þriðju kynslóð,“ segir Lilja
Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo.
Hún segir tískuna sjaldan
hafa verið jafn skemmtilega og
í ár. Það er mikið um blúndu-
kjóla. Flestir eru stuttir og erma-
lausir en margar taka ermar við.
Undan farin ár hafa flestar ferm-
ingarstúlkur verið í leggings við
kjólana sína en nú eru það húð-
lituðu sokkabuxurnar sem ráða
ríkjum. Útkoman er virkilega
dömuleg og smart,“ segir Lilja.
Hún segir tískuna afar látlausa
og sýnist henni það sama eiga
við um hárið. „Það hefur átt það
til að vera mjög krullað og svo-
lítið yfirdrifið en nú heyrist mér
það eiga að vera slétt og einfalt.“
Lilja hefur stundum hannað eigin
fermingar línur og eins keypt hug-
myndir annarra en í ár er úrvalið
innflutt. Fatnaðurinn er frá Bret-
landi, Frakklandi og Ítalíu. Hún
segir kremhvíta litinn ráðandi í
bland við ferskju- og appelsínulit
og hvetur allar fermingarstúlkur
til að koma og líta á úrvalið.
Óvenjufalleg
fermingartíska í ár
Blúndukjólar eru áberandi í Cosmo í ár. Litirnir sem ráða ríkjum eru
kremhvítur og ferskjulitaður. Eigandinn Lilja Hrönn Hauksdóttir, sem hefur
selt fermingarfatnað í á þriðja áratug, segir tískuna sjaldan hafa verið fallegri.
„Undanfarin ár hafa flestar fermingarstúlkur verið í leggings við kjólana sína en nú
eru það húðlituðu sokkabuxurnar sem ráða ríkjum. Útkoman er virkilega dömuleg og
smart,“ segir Lilja. Hún bendir á að í versluninni fást fermingarskartgripir í úrvali.
MYND/BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON
Frábært úrval
12.990 kr. 12.990 kr. 12.990 kr. 12.990 kr.
ALLIR JAFNIR Í HVÍTUM
KYRTLI
Hugmyndin að hvíta fermingar-
kyrtlinum er ekki mjög gömul.
Þann 9. maí árið 1954 sá séra
Jón M. Guðjónsson, prófastur á
Akranesi, þá hugmynd sína verða
að veruleika að fermingarbörn
hans í Akraneskirkju klæddust
hvítum kyrtli við fermingar-
athöfnina. Síðan varð úr að öll
fermingarbörn á Íslandi klæddust
kyrtlum á fermingardaginn.
Þetta var einkum gert til þess að
enginn munur sæist á efnahag
fjölskyldna, en sum börnin voru
ríkmannlega klædd, meðan
önnur voru tötralega til fara.
Hefðin að klæðast hvítum kyrtli er
rík en þrátt fyrir það er ekki skylda
að klæðast honum þó fæstir
sleppi því.
Sumar stúlkur klæðast íslenska
þjóðbúningnum á fermingar-
daginn. Algengur misskilningur
er að ekki megi hylja þjóðbúning-
inn með hvíta kyrtlinum en það
er ekki svo. Kyrtillinn er enn í dag
boðberi þess að allir eru jafnir
fyrir guði.