Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 48
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 BAKÞANKAR Björns Þórs Sigbjörnssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. hreinsiefni, 6. í röð, 8. gras, 9. fugl, 11. í röð, 12. miklu, 14. þrætur, 16. tímaeining, 17. af, 18. fugl, 20. pfn., 21. loga. LÓÐRÉTT 1. samtals, 3. spil, 4. ávaxtatré, 5. þakbrún, 7. andstaða, 10. svörður, 13. rangl, 15. rótartauga, 16. fiskur, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. sápu, 6. lm, 8. sef, 9. lóm, 11. rs, 12. stóru, 14. þrátt, 16. ár, 17. frá, 18. lóa, 20. ég, 21. lifa. LÓÐRÉTT: 1. alls, 3. ás, 4. perutré, 5. ufs, 7. mótþrói, 10. mór, 13. ráf, 15. tága, 16. áll, 19. af. PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þeir sofa vel! Held að þeir séu ánægðir með jólag jafir ársins! Já það ættu þeir að vera! Og það er ég líka! Takk fyrir skartgripina, bókina og vínið! Yuhh welcomh! Og eyrna- lokkarnir! Svo ekki sé talað um ... Þessa aukagjöf sem ég fann á náttborðinu! Og haltu þér fast! Það kemur meira! Hæmammamáégfátvöþúsundkall? Palli, þú heilsar móður þinni ekki svona! Ó. Nei. Fyrirgefðu. Hæmammaégersvangur- hvaðerímatinn Finnst þér hann ekki góður? Ég barði hann til dauða og eldaði hann sjálfur. Hæ Kolla. Þetta er... ...Solla. Veistu hvað við... ...fengum í jólag jöf? Trampólín! Það er komið að mér! Hestur er alinn á Krít. Hann fer í sláturhús í Rúmeníu, kjötið er selt til kjötvinnslu í Frakklandi og þaðan í skyndiréttaverksmiðju í sama landi þar sem því er blandað saman við tómat- sósu, rotvarnarefni og pastaplötur. Úr verður lasanja. Ferðalagið heldur áfram; í sænskar umbúðir, í, segjum, frystinn í Bónus og loks á disk hjá fólki í, segjum, Reykjavík. Þetta er langur vegur; um sjö þúsund kílómetrar; næstum sex hringir í kringum Ísland. EINHVERS staðar á leiðinni varð hest- urinn (sem reyndar eru grunsemdir um að hafi aldrei verið hestur heldur asni) að nauti. Upp komast svik um síðir en hvað ætli margir hestar (eða asnar) hafi orðið að nauti áður en hið sanna kom í ljós? NÚ er í sjálfu sér ekkert að því að borða hest (og líklega ekki asna heldur) en það má náttúrulega ekki selja hann sem naut. Hest á að selja sem hest og naut sem naut. Hestar eru hins vegar ódýrari á fóðrum og þar sem hægt er að græða er reynt að græða. Og tækifærin til að svindla eru mýmörg þegar vara fer um langan veg, viðkomustaðirnir eru margir og margir fara um hana höndum. EN burtséð frá þessu: Hvernig má það vera að fólk vilji borða mat sem er þannig útbúinn að ekki er hægt að segja til um hverrar tegundar hann er? Að það finnist hvorki á bragði, áferð né öðru hvort dýrið sem orðið er að mat hneggjaði, baulaði eða eitthvað annað? OG lítil aukaspurning: Hvernig má það vera að fólki sé selt lasanja frá Svíþjóð þegar hráefnið var alið á Krít, slátrað í Rúmeníu og unnið og hrært saman í Frakklandi? Gildir þá einu hvort um er að ræða hest, asna eða naut. ÉG ætla að gera nokkur orð bandaríska blaðamannsins og mataráhugamannsins Michaels Pollan að mínum. EKKI borða matarlíki, veldu alvöru mat og forðastu verksmiðjuframleidd mat- væli. EKKI borða neitt sem amma þín hefði ekki kannast við sem mat. FORÐASTU mat sem auglýstur er í sjón- varpi. BORÐAÐU aðeins mat sem rotnar. SÉ þessu fylgt eru minni líkur á að hægt sé að svindla á þér og það sem meira er; maturinn er miklu betri og hollari. Hvað er í matinn? Veistu hver ég var? Siggi Hlö Heitasta partýið í bænum! Laugardaga kl. 16 – 18.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.