Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 50

Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 50
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34MENNING NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI Komin í bíó 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Einstaklega raunveruleg stórslysamynd, sem lætur engan ósnortinn“ „Ein af betri myndum ársins 2012.“ Mbl. Egill Örn Jóhansson var kjörinn formaður Félags bókaútgefenda fyrir helgi en forveri hans, Krist- ján B. Jónasson, lét af formennsku eftir sjö ára starf. Spurður hvað standi upp úr á formannstíð sinni segir Kristján að undanfarin ár hafi verið umbrotatímar fyrir útgáfubransann. Fyrst má auð- vitað nefna hrunið, sem olli bóka- geiranum búsifjum eins og öðrum, en Kristján segir greinina engu að síður hafa staðist þá ágjöf vel. „Við náðum að bjarga fjár- munum okkar áður en til hrunsins kom og settum í gang kynningar- strategíu sem miðaði að því að fólk hætti ekki að kaupa bækur. Við sjáum nú að bókin, að minnsta kosti í samanburði við ýmsar aðrar neysluvörur, hélt dampi.“ Rafvæðingin Önnur breyting sem varð, og í sjálfu sér stærri, var stafræna byltingin. „Innkoma rafrænna bóka á markaðinn hefur breytt lands- laginu. Það er algjörlega alþjóð- leg þróun og Ísland er hluti af því púsli. Undanfarin ár hafa reynst mikilvæg til að móta margt í þessu umhverfi en enn eru ýmis álitamál óleyst, til dæmis réttur bókasafna til að skanna bækur, hvernig eigi að standa að því og endurgerð bók- menntaarfsins á stafrænt form, sem er feiknastórt úrlausnarefni og verður ekki leyst af einkafyrir- tækjum. Þetta eru meðal þeirra verkefna sem bíða nýs formanns.“ „Rafvæðingin er mesta bylting í bókaútgáfu síðan prent vélin var fundin upp,“ bætir Egill við. „Það gerir sér í raun og veru enginn grein fyrir því hvernig þessi bransi mun standa eftir aðeins örfá ár, það verða til ný viðskipta- módel, nýir dreifingarmögu- leikar og svo framvegis. Ofarlega í forgangsröðinni er að semja við bókasöfn og menntastofnanir um hvernig sé best að standa að dreif- ingu rafrænna bóka. Þar erum við afar skammt á veg komin en erum þó með hugmyndir um mál sem við teljum að hægt sé að leysa, til dæmis varðandi rafrænt kennslu- efni í framhaldsskólum landsins. Það eru að okkar mati mjög rót- tækar hugmyndir og áhuga verðar hugmyndir og hafa fengið já- kvæðar undirtektir hjá þeim þing- mönnum sem við höfum kynnt þær fyrir.“ Þarf lítið að gerast til að allt fari á hliðina Þótt möguleikar stafrænu bylt- ingarinnar séu miklir segjast þeir Egill og Kristján verða varir við óraunhæfar væntingar til hennar. „Það er í sjálfu sér ekki skrítið,“ segir Kristján, „því umræðan stjórnast af upplýsingum sem við fáum gegnum fréttaveitur af gangi mála á langstærsta rafbóka- markaði í heimi, Banda ríkjunum. Ísland er með minnsta bóka- markað í heimi og það að halda að við getum tekið þessi stóru módel, sem til dæmis Amazon og Itunes fara eftir, og heimfært þær á Ísland eru bara draumórar.“ Egill bætir við að fyrir jafn lítinn markað og á Íslandi þurfi mun minna að bera út af til að setja strik í reikninginn. „Það þarf í rauninni afskaplega lítið að gerast til að setja okkur á hliðina. Við erum miklu við- kvæmari fyrir áhrifum en mark- aðir sem telja tugi ef ekki hundruð milljóna, eins og í Bandaríkjunum, þar sem rafvæðingin er lengst á veg komin. Sjóræningjastarfsemi og ólöglegt niðurhal getur haft veruleg áhrif á útgefendur og á því verðum við að finna lausn.“ Hlutverk útgefenda Egill og Kristján verða varir við hugmyndir í umræðunni um raf- bókavæðinguna um að smám saman séu bókaútgefendur að verða óþarfir, þar sem höfundar geti nú dreift bókum sínum sjálfir. Þeir segja slík viðhorf byggð á misskilningi á hlutverki forleggj- ara, sem útgefendur geti að vissu leyti sjálfum sér um kennt. „Við þekkjum sjálfsútgáfuna vel. Hún hefur alltaf verið við lýði hér á landi,“ segir Kristján. „Á jafn litlum markaði og á Íslandi er tæknilega ekkert því til fyrir- stöðu að sá sem skrifar bók sendi tvö þúsund manns tölvupóst með viðhengi. Þá er hann búinn að dreifa bókinni og klára málið. Gallinn er sá að það tekur enginn endilega mark á því. Þegar fólk vitnar til dæma þar sem slíkt hefur lukkast er yfirleitt um stóra höfunda að ræða sem eru með agenta á sínum snærum sem bæði sjá um að ritstýra og markaðssetja bókina – sem er alla jafna á könnu for lagsins. Þetta er ekki bara vandamál sem við glímum við, maður heyrir þetta líka í Evrópu. Vandinn er kannski sá að við sem störfum við útgáfu lítum á þetta sem svo sjálf- sagt að við gleymdum að segja öðrum það. Þar af leiðandi fáum við þessa umræðu í hausinn núna.“ Undir þetta tekur Egill. „Ég held að meirihluti almennings geri sér ekki almennilega grein fyrir því hvert hlutverk bókaútgefenda sé. Fyrir vikið beinist mikil og að mörgu leyti ósanngjörn gagnrýni að okkur. Við höfum ekki staðið okkur nógu vel í að kynna hvað það er sem við í raun og veru gerum. Bókaútgefandi er ekki prentmiðl- ari. Hann er miklu meira og það felst miklu meira í því að setja saman, gefa út og selja bók. Þetta er eitt af því sem við þurfum að koma betur á framfæri.“ bergsteinn@frettabladid.is Rafvæðingin stærsta viðfangsefnið Egill Örn Jóhannsson tók á dögunum við embætti formanns Félags bókaútgefenda af Kristjáni B. Jónassyni. Þeir segja að undanfarin ár hafi verið umbrotatímar í útgáfugeiranum og að stafræna byltingin sé langstærsta verkefnið fram undan. ÚTGEFENDUR Kristján B. Jónasson og Egill Örn Jóhannsson segja fáa gera sér grein fyrir hlutverki bókaútgefenda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það gerir sér í raun og veru enginn grein fyrir því hvernig þessi bransi mun standa eftir aðeins örfá ár. Egill Örn Jóhannesson Sýningu Ingólfs Arnarssonar, Teikningar, sem stendur yfir í Sverrissal Hafnarborgar lýkur sunnudaginn næstkomandi. Teikning hefur ætíð skipað veigamikinn sess í listsköpun Ing- ólfs, en teikningar hans ein kennast af fíngerðum línum, nákvæmni og tíma. Á sýningunni í Sverrissal eru teikningar frá síðustu tveimur árum og röð fjörutíu teikninga frá árinu 2007 sem mynda eina grá- tóna heild og fást við blæbrigði eins litar. Síðasta helgi Teikninga Sýningu Ingólfs Arnarssonar lýkur um helgina. INGÓLFUR ARNARSSON Lista maðurinn í Hafnarborg við uppsetningu sýningarinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.