Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 52
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2013 Félagsvist 20.00 Félagsvist Rangæinga og Skaftfellinga verður í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Allir velkomnir og gott með kaffinu. Sýningar 17.00 Opnuð verður sýning á verkum Ninnýar ( Jónínu Magnúsdóttur mynd- listarmanns) í Artókei. Sýningin er á Reykjavíkurtorgi á 1. hæð Borgar- bókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Hátíðir 09.00 Vetrar- og útivistarhátíðin Élja- gangur fer fram á Akureyri yfir helgina. Nánari dagskrá má finna á heima- síðunni www.eljagangur.is. Upplestur 18.00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir les annan Passíusálminn í Grafarvogs- kirkju í tilefni föstunnar. Umræður 17.00 Draumey Aradóttir kennari, skáld og þýðandi bókarinnar Að velja gleði talar í útgáfuhófi bókarinnar í Eymundsson Austurstræti. Boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar. Tónlist 21.00 Boðið verður upp á alvöru Svart- málm á Bar 11 þegar hljómsveitirnar Abacination og Dynfari mæta á svæðið. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Fuglabúr FTT og Rásar 2 fer fram á Café Rosenberg. Það eru Jónas Sigurðs son, Ómar Guðjónsson og Krist- jana Stefánsdóttir sem stíga á svið að þessu sinni. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 22.00 Magnús Einarsson, Eðvarð Lárusson, Karl Pétur Smith og Tómas Tómasson flytja tónlist eftir The Rolling Stones á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Hljómsveitin We Made God spilar nýtt efni í bland við gamalt á Dillon Bar. Hljómsveitin Texas Muffin hitar upp og aðgangur er ókeypis. 22.00 Hljómsveitin Dikta heldur tón- leika á efri hæð Faktorý. Fyrirlestrar 17.15 Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra talar á erinda- röð í Bókasafni Kópavogs um tímann. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is MYNDLIST ★★★ ★★ Lög unga fólksins Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen, Ingunn Fjóla Ingþórs- dóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðar dóttir, Marta María Jónsdóttir og Ragnar Jónasson. Sýningarstjórar Aðalsteinn Ingólfsson og Sigrún Sandra Ólafsdóttir. LISTASAFN REYKJANESBÆJAR Eins og fram kemur í sýningarskrá er hugmyndin á bak við sýninguna sú að tefla saman ungu fólki á svip- uðum aldri sem allt hefur fengist við málverkið, togað það aðeins og teygt. Sýningin er litrík og má segja að það sé eitt af því sem ein- kennir listamennina sem hóp. Það sem skilur þennan hóp frá öðrum „málarakynslóðum“ er að áhrif úr náttúrunni eru víðs fjarri en áhrif úr dægurmenningunni, af tölvu- og sjónvarpsskjáum, úr teiknimyndum, tónlist og úr bíómyndum, komin í þeirra stað. Í verkum Davíðs Arnar Hall- dórssonar má sjá greinileg áhrif úr veggjakrotslist og mynstur og litir minna á sjöunda áratug síð- ustu aldar, hippamenninguna eins og hún kemur til dæmis fram í Aust- in Powers kvikmyndunum. Manni koma til hugar ýmis plötuumslög og gömul tónlistarmyndbönd, en einnig er talsverður leikur og tilvís- anir í teiknimyndaheim til staðar í verkunum meðal annars. Einnig er stundum stutt í áhrif eða til vísanir, beinar eða óbeinar, í skreytilist frumstæðra ættbálka. Jóhanna Kristbjörg Sigurðar- dóttir er með áhugaverðar vísanir í arkitektúr og borgarlandslag. Það er eitthvað við verkið Hluti af King- dom Blue sem vísar til tímabils iðn- væðingar fyrir um einni öld, en í öðrum verkum er hún komin inn fyrir veggi heimilisins. Allt þetta er sett fram að hluta abstrakt og að hluta hlutbundið, og litavalið minnir á fyrri tíma, á áttunda áratug síð- ustu aldar. Verk Mörtu Maríu minna um margt á vefnað, eða skjáhvílu í tölvu, þar sem form, litir og línur svífa um. Þetta er órólegur abstrakt heimur. Guðmundur Thoroddsen er bæði með höggmyndir og málverk á sýn- ingunni. Það er eitthvað við húm- orinn í verkum hans sem minnir á myndverk Hallgríms Helgasonar, eins og til dæmis rjómakökumyndin af fjallinu svífandi. Sterkasta verkið hans er samt hausinn útskorni, Ímyndaðir forfeður VI (Rockabilly útgáfan ). Ragnar hefur greinilega gaman af því að vera myndlistarmaður og leikur sér með listasöguna á sama tíma og hann vísar í samtímann í nokkrum ólíkum verkum. Nega- tron og positron eru eins og mjög pixlaðar ljósmyndir og geta virk- að eins og skynvilla. Í málverkinu þar sem hann sker út form og lætur strigann lafa út má segja að hann sé að vísa í listasöguna. Má þar nefna fræg verk Lucio Fontana, en einnig um leið er sterk tilvísun í föndur og leiki barna. Ingunn Fjóla, er líklega með ágengasta „málverkið“ á sýning- unni. Hún þenur miðilinn út í rýmið með böndum, á áhugaverðan hátt. Verkið gengur vel upp byggingar- lega séð og er heillandi þrívíddar- væðing málverksins. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Létt og skemmtileg en fremur átakalaus sýning á verkum ungra samtímamálara. Náttúrulaus málverk Í HLÍÐARFJALLI Vetrarhátíðin Éljagangur verður sett á Akureyri í dag. Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 BARDAGI ÁRSINS! Taugarnar verða þandar á Wembley Arena 16. febrúar þegar Gunnar Nelson mætir hinum þrautreynda bardagamanni Jorge Santiago í UFC. Misstu ekki af bardaga ársins á Stöð 2 Sport. Ert þú með HD sjónvarp? Tryggðu þér aðgang að frábærri dagskrá í bestu mögulegu myndgæðum. FÁÐU MEIRA ÚT ÚR SJÓNVARPINU GUNNAR NELSON laugardag kl. 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.