Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 54
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexí- kóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher. Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson og er fæddur í Essex í Englandi árið 1975. Hann er einn af meisturum bresku raftónlistar- sprengjunnar á tíunda áratugnum. Fyrsta platan hans, Feed Me Weird Things, kom út hjá plötufyrirtæki Aphex Twin, Rephlex Records, árið 1996 en ári seinna kom Hard Normal Daddy út á vegum Warp-útgáfunnar í Sheffield. Squarepusher hefur verið á mála hjá Warp alla tíð síðan, þó að hann hafi laumað út efni undir öðrum nöfnum hjá Rephlex og fleiri fyrirtækjum. Tónlist Squarepushers er hluti af trommu & bassatónlistinni en samt fer hann alveg sínar eigin leiðir. Hann spilar m.a. á rafbassa og fer mikinn á hann í sumum laganna. Djassáhrif eru stundum áberandi og einhvern tímann, þegar hann var hvað harðastur, var tónlist hans kölluð „drill & bass“, eða bor & bassi. Squarepusher var stjarna seint á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Það hefur farið minna fyrir honum undanfarið, en samt hefur hann haldið áfram að gefa út gæðaefni. Nýjasta platan hans Ufabulum, sem kom út í fyrra, er t.d. stórgóð. Squarepusher er líka búinn að þróa mjög flotta tónleikasýningu sem byggir á síbreytilegum ljósamunstrum og gefur tónleikum með honum mikið myndrænt gildi. Einn af meisturunum Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Ásgeir Trausti Nýfallið regn 2 Valdimar Yfir borgina 3 Jónas Sigurðsson Fortíðarþrá 4 Retro Stefson Julia 5 The Lumineers Ho Hay 6 Rihanna / Mikky Ekko Stay 7 Frank Ocean Lost 8 Maroon 5 Daylight 9 Eyþór Ingi Ég á líf 10 Ragnar Bjarnason / Lay Low Þannig týnist tíminn Sæti Flytjandi Plata 1 Ýmsir Söngvakeppnin 2013 2 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 3 Skálmöld Börn Loka 4 Retro Stefson Retro Stefson 5 Valdimar Um stund 6 Sin Fang Flowers 7 Raggi Bjarna Dúettar 8 Of Monsters And Men My Head Is An Animal 9 Moses Hightower Önnur Mósebók 10 Ýmsir Pottþétt 58 7.2.2013 ➜ 13.2.2013 Í spilaranum Bloodgroup - Tracing Echoes Matmos - The Marriage of True Minds Nick Cave & The Bad Seeds - Push The Sky Away TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Thom Yorke úr Radiohead og félagar í Atoms For Peace senda frá sér sína fyrstu plötu, Amok, 25. febrúar á vegum breska útgáfufyrirtækisins XL Recordings. Hljómsveitin er einnig skipuð Flea, bassaleikara Red Hot Chili Peppers, Nigel Godrich, upptöku- stjóra Radiohead, Joey Waronker, sem hefur trommað með Beck og R.E.M., og Mauro Refosco, sem hefur spilað með Red Hot Chili Peppers á tónleikaferðum. Fyrstu tónleikar þeirra voru í Los Angeles árið 2009 þegar þeir spiluðu undir hjá Yorke sem var að fylgja eftir sinni fyrstu sólóplötu, The Eraser, sem hafði komið út þremur árum áður. Tón- leikarnir fengu góð viðbrögð áhorfenda og sjálfir höfðu þeir gaman að því að færa elektrón- íska tónlistina upp á svið. Þeir sammældust um að halda sam- starfinu áfram meðfram öðrum stærri verkefnum og ákváðu að fara í hljóðver. Þar eyddu þeir þremur dögum við stífa spila- mennsku, þar sem lagt var upp með frjálst flæði, nokkurs konar djamm, í anda Miles Davis. Oftast hafði Yorke búið til takta í tölv- unni sinni og tóku hinir liðsmenn- irnir við keflinu þaðan og spiluðu ofan í þá eða í kringum þá. Eftir upptökurnar var ljóst að þeir höfðu úr miklu efni að moða og fór því töluverður tími í að vinna úr því. Níu lög eru á plötunni, þar á meðal titillagið Amok og smáskífulögin Judge Jury And Executioner og Default. Hvað nafnið Atoms For Peace varðar notaði Yorke það fyrst í samnefndu lagi á The Eraser. Nafnið er tekið úr fimmtíu ára gamalli ræðu Dwight D. Eisen- hower, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvána sem vofði yfir. Sveitin hefur skipulagt þrenna tónleika á næstunni til að fylgja Amok eftir. Þeir fyrstu verða í London 22. febrúar. Næst spilar sveitin í Berlín 8. mars og loka- tónleikarnir verða í New York 14. mars. freyr@frettabladid.is Þriggja daga djamm Fyrsta plata Thoms Yorke og félaga í Atoms For Peace kemur út 25. febrúar. Á TÓNLEIKUM Thom Yorke á tónleikum Atoms For Peace á Coachella-hátíðinni fyrir þremur árum. NORDICPHOTOS/GETTY Before Your Very Eyes Default Ingenue Dropped Unless Stuck Together Pieces Judge Jury And Executioner Reverse Running Amok Níu lög eru á plötu Atoms For Peace Trefjaríkt 10 g trefjar í 100 g Inniheldur náttúruleg trefjaefni sem viðhalda heilbrigðri meltingu. ORKA SEM ENDIST Weetabix er frábær leið til að byrja daginn. Veldu næringar- ríkan morgunverð sem heldur þér gangandi fram að hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.