Fréttablaðið - 14.02.2013, Side 54
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal
stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James
Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexí-
kóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson,
Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að
byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur
fyrir á Sónar er Squarepusher.
Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson
og er fæddur í Essex í Englandi árið 1975.
Hann er einn af meisturum
bresku raftónlistar-
sprengjunnar á tíunda
áratugnum. Fyrsta
platan hans, Feed Me
Weird Things, kom út
hjá plötufyrirtæki Aphex Twin,
Rephlex Records, árið 1996 en ári
seinna kom Hard Normal Daddy út
á vegum Warp-útgáfunnar í Sheffield.
Squarepusher hefur verið á mála hjá
Warp alla tíð síðan, þó að hann hafi laumað út
efni undir öðrum nöfnum hjá Rephlex og fleiri
fyrirtækjum.
Tónlist Squarepushers er hluti af trommu &
bassatónlistinni en samt fer hann alveg sínar eigin
leiðir. Hann spilar m.a. á rafbassa og fer mikinn á
hann í sumum laganna. Djassáhrif eru stundum
áberandi og einhvern tímann, þegar hann var hvað
harðastur, var tónlist hans kölluð „drill & bass“, eða
bor & bassi.
Squarepusher var stjarna seint á tíunda
áratugnum og í upphafi nýrrar aldar. Það hefur
farið minna fyrir honum undanfarið, en samt hefur
hann haldið áfram að gefa út gæðaefni. Nýjasta
platan hans Ufabulum, sem kom út í fyrra, er t.d.
stórgóð. Squarepusher er líka búinn að þróa mjög
flotta tónleikasýningu sem byggir á síbreytilegum
ljósamunstrum og gefur tónleikum með honum mikið
myndrænt gildi.
Einn af meisturunum
Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/
Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
LAGALISTINN TÓNLISTINN
Sæti Flytjandi Lag
1 Ásgeir Trausti Nýfallið regn
2 Valdimar Yfir borgina
3 Jónas Sigurðsson Fortíðarþrá
4 Retro Stefson Julia
5 The Lumineers Ho Hay
6 Rihanna / Mikky Ekko Stay
7 Frank Ocean Lost
8 Maroon 5 Daylight
9 Eyþór Ingi Ég á líf
10 Ragnar Bjarnason / Lay Low Þannig týnist tíminn
Sæti Flytjandi Plata
1 Ýmsir Söngvakeppnin 2013
2 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn
3 Skálmöld Börn Loka
4 Retro Stefson Retro Stefson
5 Valdimar Um stund
6 Sin Fang Flowers
7 Raggi Bjarna Dúettar
8 Of Monsters And Men My Head Is An Animal
9 Moses Hightower Önnur Mósebók
10 Ýmsir Pottþétt 58
7.2.2013 ➜ 13.2.2013
Í spilaranum
Bloodgroup - Tracing Echoes
Matmos - The Marriage of True Minds
Nick Cave & The Bad Seeds - Push The Sky Away
TÓNNINN
GEFINN
Trausti Júlíusson
Thom Yorke úr Radiohead
og félagar í Atoms For Peace
senda frá sér sína fyrstu plötu,
Amok, 25. febrúar á vegum
breska útgáfufyrirtækisins XL
Recordings.
Hljómsveitin er einnig skipuð
Flea, bassaleikara Red Hot Chili
Peppers, Nigel Godrich, upptöku-
stjóra Radiohead, Joey Waronker,
sem hefur trommað með Beck og
R.E.M., og Mauro Refosco, sem
hefur spilað með Red Hot Chili
Peppers á tónleikaferðum.
Fyrstu tónleikar þeirra voru
í Los Angeles árið 2009 þegar
þeir spiluðu undir hjá Yorke sem
var að fylgja eftir sinni fyrstu
sólóplötu, The Eraser, sem hafði
komið út þremur árum áður. Tón-
leikarnir fengu góð viðbrögð
áhorfenda og sjálfir höfðu þeir
gaman að því að færa elektrón-
íska tónlistina upp á svið. Þeir
sammældust um að halda sam-
starfinu áfram meðfram öðrum
stærri verkefnum og ákváðu að
fara í hljóðver. Þar eyddu þeir
þremur dögum við stífa spila-
mennsku, þar sem lagt var upp
með frjálst flæði, nokkurs konar
djamm, í anda Miles Davis. Oftast
hafði Yorke búið til takta í tölv-
unni sinni og tóku hinir liðsmenn-
irnir við keflinu þaðan og spiluðu
ofan í þá eða í kringum þá.
Eftir upptökurnar var ljóst
að þeir höfðu úr miklu efni að
moða og fór því töluverður tími
í að vinna úr því. Níu lög eru á
plötunni, þar á meðal titillagið
Amok og smáskífulögin Judge
Jury And Executioner og Default.
Hvað nafnið Atoms For Peace
varðar notaði Yorke það fyrst
í samnefndu lagi á The Eraser.
Nafnið er tekið úr fimmtíu ára
gamalli ræðu Dwight D. Eisen-
hower, forseta Bandaríkjanna,
um kjarnorkuvána sem vofði yfir.
Sveitin hefur skipulagt þrenna
tónleika á næstunni til að fylgja
Amok eftir. Þeir fyrstu verða í
London 22. febrúar. Næst spilar
sveitin í Berlín 8. mars og loka-
tónleikarnir verða í New York 14.
mars. freyr@frettabladid.is
Þriggja daga djamm
Fyrsta plata Thoms Yorke og félaga í Atoms For Peace kemur út 25. febrúar.
Á TÓNLEIKUM Thom Yorke á tónleikum Atoms For Peace á Coachella-hátíðinni fyrir þremur árum. NORDICPHOTOS/GETTY
Before Your Very Eyes
Default
Ingenue
Dropped
Unless
Stuck Together Pieces
Judge Jury And Executioner
Reverse Running
Amok
Níu lög eru á plötu Atoms For Peace
Trefjaríkt
10 g trefjar í 100 g
Inniheldur náttúruleg
trefjaefni sem viðhalda
heilbrigðri meltingu.
ORKA SEM ENDIST
Weetabix er frábær leið til að
byrja daginn. Veldu næringar-
ríkan morgunverð sem heldur
þér gangandi fram að hádegi.