Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 56
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 Fimmta myndin í hinum vinsæla Die Hard-flokki er frumsýnd í kvöld, heilum aldarfjórðungi eftir að harðhausinn John McClane rak nefið inn í bíóhúsin í fyrsta sinn. Árið 1988 var gert mikið úr þeirri staðreynd að hin upprunalega Die Hard var meðal fyrstu myndanna sem frumsýndar voru í íslensku bíói sem bjó yfir THX-hljóðkerfinu, sem þá þótti með þeim fullkomnari í heiminum, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ekki síst hjá John McClane sjálfum. Sem fyrr er það Bruce Willis sem fer með hlutverk fyrr- verandi löggunnar og spæjarans McClane. Í þetta sinn ferðast hann til Moskvu til að aðstoða son sinn Jack, leikinn af Ástralanum Jai Courtney, sem hefur verið hand- tekinn í borginni. McClane eldri bregður heldur betur í brún þegar hann kemst að því að Jack er í raun útsendari CIA og hefur verið sendur til Moskvu til að koma í veg fyrir stórhættulegt ráðabrugg sem varðar viðskipti með kjarnorku- vopn. John dregst á bólakaf inn í atburðarásina, sem einkennist venju samkvæmt af hasar, spennu og kúlnahríð. McClane-feðgar á ystu nöf í Rússlandi Bruce Willis kemur í bíó í fi mmta sinn í kvöld sem harðhausa-lögreglumaðurinn John McClane í fi mmtu Die Hard-myndinni, A Good Day to Die Hard. TVEIR HARÐIR Bruce Willis og Jai Courtney í hlutverkum sínum sem McClane-feðgarnir í A Good Day to Die Hard. Í tilefni frumsýningar A Good Day to Die Hard í Los Angeles var afhjúpuð risavaxin vegg- mynd af Bruce Willis í hlutverki Johns McClane á lóð Fax-kvik- myndaversins. Við afhjúpunina sagði Willis að það hefði verið stórskemmtilegt ævintýri að leika John McClane síðustu 25 árin. Risavaxinn Willis Upphaflega átti myndin að heita Die Hard 24/7 og voru uppi getgátur um að von væri á ein- hvers konar samruna Die Hard- seríunnar og 24-þáttanna, þar sem Kiefer Sutherland myndi leika kar- akterinn Jack Bauer. Þetta var þó aldrei staðfest af framleið endum myndarinnar og titlinum var breytt í A Good Day to Die Hard snemma í framleiðsluferlinu. Bruce Willis hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á að leika John McClane einu sinni enn áður en persónan sest í helgan stein. Jai Courtney, sem leikur son McCla- nes, vakti fyrst verulega athygli sem Varro í Spartacus- þáttunum og lék í síðast í Tom Cruise-mynd- inni Jack Reacher. Það er svo Þjóðverjinn Sebastian Koch, sem fer með hlutverk aðalillmennisins, hins rússneska Yuri Komorov, og reynist McClane- feðgunum óþægur ljár í þúfu. Koch er virtur leikari í heimalandi sínu og hefur þar unnið til fjölmargra verð- launa. Leikstjórinn John Moore er Íri, fæddur árið 1970, og sló fyrst í gegn með stríðsmyndinni Behind Enemy Lines með Owen Wilson og Gene Hackman árið 2001. A Good Day to Die Hard er hans fimmta mynd í fullri lengd. Myndin fær ágætis dóma víðast hvar og sem dæmi hlýtur hún 7,2 í einkunn á vefsíðunni IMDb.com. Hin alræmda ítalska hryllingsmynd Cannibal Holocaust er næsta mynd sem verður tekin til sýningar á vegum framtaksins Svartra sunnudaga í Bíói Paradís. Myndin, sem leikstýrt er af Ruggero Deodato, er frá árinu 1980. Hún var gerð upptæk af myndbandaleigum hérlendis eftir að sá kvittur komst á kreik að kona hefði í raun og veru verið myrt fyrir framan kvikmyndavélarnar. Það reyndist þó uppspuni. Önnur hryllingsmynd, hin bandaríska The Blair Witch Project, er undir miklum áhrifum frá Cannibal Holocaust, meðal annars þeirri tækni að hafa tökuvélina á sífelldri hreyfingu. Eins og áður sagði verður Cannibal Holocaust sýnd í Bíói Paradís sunnudagskvöldið 17. febrúar. Alræmd ítölsk mynd á sunnudagskvöld Cannibal Holocaust verður sýnd í Bíói Paradís. CANNIBAL HOLOCAUST Verður sýnd í Bíó Paradís á sunnudagskvöld. Kvikmyndin Warm Bodies býður upp á góða blöndu af hasar, gríni og rómantík og verður hún frum- sýnd í dag, á Valentínusardag. Dagsetningin er viðeigandi þar sem myndin fjallar um óvenju- legan uppvakning sem verður ástfanginn og öðlast við það hjartsláttinn á ný. Nicholas Hoult leikur uppvakninginn, sem gengur undir heitinu R þar sem nafn hans í lifanda lífi byrjaði á þeim staf. R man lítið eftir lífi sínu sem mann- eskja og hefur ekki hugmynd um hvernig hann endaði sem upp- vakningur. Einn daginn þegar R er í fæðuleit með öðrum upp- vakningum hittir hann Julie og í stað þess að tæta hana í sig eins og uppvakningar gera finnur hann þörf fyrir að vernda hana fyrir hinum uppvakningunum sem og öðrum hættum. Á sama tíma breytist hann stöðugt meir og verður mannlegri. Teiknimyndin um Öskubusku í villta vestrinu verður svo frum- sýnd á morgun. Ævintýrið fræga er hér fært yfir í villta vestrið þar sem Öskubusku er skellt í kúreka- gallann, en hún vinnur sem áður fyrir vonda stjúpmóður sína og stjúpsysturnar tvær. Hún bregður sér þó í nýtt hlutverk þegar her- togaynjunni er rænt og hún fer af stað í ævintýralegan leiðangur til að bjarga henni. Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Sigurður Sigur- jónsson eru meðal þeirra sem ljá persónum rödd sína. Beyond the Hills er svo ný mynd eftir rúmenska leikstjórann Cristian Mungio og verður hún frumsýnd í Bíói Paradís á morgun. Hún fjallar um tvær konur sem ólust upp saman á munaðarleys- ingjahæli í Rúmeníu. Leiðir þeirra skiljast þegar þær verða átján ára en þegar þær hittast á ný hefst atburðarás sem er í senn átakan- leg og dularfull. - trs Fjölbreyttar myndir helgarinnar Uppvakningar verða ástfangnir, Öskubuska verður hetja villta vestursins og rúmenskar uppeldissystur lenda í dramatískum ævintýrum í bíói um helgina. ÁSTFANGIN Óvenjulegi uppvakningurinn R verður ástfanginn af Julie og reynir sitt besta til að vernda hana. Kvikmyndin Catch 22, eða réttara sagt leikstjórinn Mike Nichols, lék stórt hlutverk í því að tónlistar- mennirnir vinsælu Paul Simon og Art Garfunkel slitu samstarfi sínu árið 1970. Þessu greindi Garfunkel frá í vikunni. Leikstjórinn Nichols hafði valið báða tónlistarmennina í hlutverk í myndinni, sem hann gerði eftir skáldsögu Josephs Heller. Hlutirnir æxluðust þó þannig að hlutverk Garfunkels varð stærra en í fyrstu var ætlað en Simon var klipptur alveg út úr myndinni. Þetta skap- aði spennu sem að lokum reið sam- starfinu að fullu, að sögn Garfun- kels. Simon samdi eitt vinsælasta lag dúettsins, The Only Living Boy in New York, meðan hann beið eftir því að Garfunkel skilaði sér aftur til heimaborgar félaganna að loknum tökum á Catch 22. Simon & Garfunkel hættu vegna Catch 22 Art Garfunkel kennir leikstjóra um samstarfsslitin. SIMON & GARFUNKEL Slitu samstarfi árið 1970. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *S am kv æ m t p re nt m ið la kö nn un C ap ac en t G al lu p nó v. -s ep t. 20 12 Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu. 60% landsmanna skoða fjölpóst. Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! 75% íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa Fréttablaðið daglega. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi orn@365.is Útvegum einnig hagstæð verð í prentun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.