Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 58
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
?Ég vildi athuga hvort þú kann-aðist við síðuna „Your brain on
porn“ og hvort þú hefðir kynnt þér
hvort að eitthvað vit væri í henni?
Ég er klámfíkill og þegar ég áttaði
mig á því og fór að leita mér stuðn-
ings rakst ég á þessa síðu og hún
var frábær til að skilja hvernig
fíknin virkar og hvaða áhrif inter-
net-klám hefur á mig. Þarna er
gengið út frá því að maðurinn sé
í raun bara dýr, sem við erum,
og að klám í dag sé allt annað en
það var áður, að sá fjöldi „hugsan-
legra maka“ sem við finnum á
netinu hafi áhrif á það hvernig við
vinnum úr taugaboðefnum og búi
til fíkn.
Þú hefur töluvert vægi og nærð
til fjölda fólks með pistlunum
þínum. Mér þætti vænt um að þú
gætir fjallað um þetta efni, það er
áhrif internet-kláms á heilann og
hugsunarferli.
SVAR Ég vil byrja á því að taka
það skýrt fram að ég er ekki sér-
fróð um fíkn, en sem best ég fæ
lesið um klámfíkn (og kynlífsfíkn)
eiga þær margt skylt við aðrar
tegundir fíkna. Þetta er tiltölu-
lega „ný“ fíkn og því lítið vitað um
hana. Sérfræðingar eru ekki á einu
máli um að þetta teljist til fíknar,
en við vitum að heilinn bregst við
þegar horft er á kynferðislegt
efni. Hvað ræður því hver verður
fíkill og hver ekki er svo flóknari
og stærri umræða sem ég býð
taugasálfræðingum að fjalla nánar
um. Vefsíðan sem þú vísar í hefur
margt til síns máls en lestu hana
með gagnrýnum augum því þar má
einnig finna ýmsar rangfærslur.
Íslenskir piltar byrja að horfa
á klám um ellefu ára aldurinn,
horfa oftar á klám en stelpur og
eiga Norðurlandamet í klámáhorfi.
Þegar ég fjalla um þetta í kyn-
fræðslu fyrir grunnskólanema segi
ég krökkunum að klám sé orðið
að vandamáli ef þau geta ekki
hugsað um eitthvað kynæsandi
og orðið æst. Ef þau þurfa að hafa
tölvuna í gangi þá geti það verið
vísir að vandamáli og þá sé vissara
að leggja tölvuna til hliðar í bili,
allavega í þessum tilgangi. Þetta
er svo orðið enn stærra vandamál
ef viðkomandi getur ekki stundað
kynlíf með annarri manneskju,
eða kýs að gera það ekki, og tölvan
verður eini „bólfélaginn“. Það er
hins vegar ekki alveg svo klippt
og skorið að um fíkn sé að ræða
því hér geta margvíslegir þættir
haft áhrif, til dæmis samskipti,
aðstæður og sjálfstraust. Auðvelt
aðgengi að klámi og skortur á kyn-
fræðslu er enn ein birtingar mynd
mikilvægis þess að hafa virka
kynfræðslu, bæði heima fyrir
og í skólanum. Við eigum að geta
þjálfað og frætt einstaklinga í að
velja af skynsemi og temja sér hóf
í hvers konar neyslu. Afhjúpum
klám, sýnum hvað það er og kenn-
um um leið hvað kynlíf er. Við
höfum farið þá leið í for vörnum
gegn öðrum fíknum og tekist
ágætlega. Enn og aftur er fræðsla
og gagnrýnin hugsun okkar besta
svar.
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
Íslenskir piltar eiga
met í áhorfi á klámi
Anna Gunndís Guðmunds-
dóttir leikkona og Einar
Aðalsteinsson leikari
Ár saman: Eitt og hálft ár.
Hvar hittust þið fyrst?
Einar: Við hittumst fyrst
á hádegisfundi heima hjá
Maríu Sigurðardóttur,
þáverandi leikhússtjóra
Leikfélags Akureyrar. Það
var verið að velja í hlut-
verk fyrir Svörtu kómed-
íuna. Svo lékum við saman
í þeirri sýningu og eftir
hana fórum við fyrst í sleik.
Þetta var ósköp venju-
legur hádegishitt ingur en
mig minnir að Önnu hafi
svo vantað start á bílinn sinn eftir hann og þetta hefði geta orðið alveg
ógeðslega rómantískt en ég er svo mikill viðvaningur að ég vissi ekki
einu sinni hvar rafgeymirinn var og klúðraði þessu algjörlega.
Anna Gunndís: Við hittumst fyrst á fundi með Maríu Sigurðar-
dóttur. Ég man að ég hugsaði: Hmmm, lítur hann svona út. Af hverju
er hann í þessari peysu? Mér fannst peysan eitthvað skrítin, ég held að
hann sé reyndar búinn að henda henni núna. Fundurinn var um verkið
sem var verið að ráða í og við vorum ekki alveg sammála um hvaða
hlutverk ég ætti að leika, mér fannst að ég ætti að leika eitt hlutverk
og honum fannst annað, en ég fékk mínu framgengt. Við vorum yngstu
leikararnir í verkinu og urðum rosalega góðir vinir strax og fórum
mikið á kaffihús, en þá var þetta allt bara á vinnubasis.
Pakksaddur
á fyrsta
stefnumótinu
Í tilefni dagsins fór Fréttablaðið á stúfana og spurði
pör meðal annars hvernig fyrsta árið í sambúð og
fyrsta stefnumótið hefði gengið.
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran kokkur
og Björn Árnason ljósmyndari
Ár saman: Fjögur ár.
Hvernig var fyrsta stefnumótið?
Hrefna: Ég bauð Bjössa á deit og hann sagði fyrst já,
en dró það svo til baka. Við enduðum samt á því að
fara út að borða á Orange sem var og hét. Ég hafði
talað við kokkana þar um að gera vel við okkur og
frændi Bjössa, sem er líka kokkur, var að vinna
í eldhúsinu það kvöld. Við fengum alveg ótrúlega
mikinn mat og Bjössi hafði aldrei upplifað svona
lagað áður. Það er dálítið fyndið að vera kokkur og
fara út að borða, allir vilja gera svo vel við mann.
Við fengum nautakjöt í aðalrétt og Bjössi þurfti tutt-
ugu mínútur undir fersku lofti eftir réttinn.
Björn: Við Hrefna höfðum kannast hvort við
annað í mörg ár áður en við byrjuðum að hittast.
Hún bauð mér oft út að borða fyrsta mánuðinn
okkar saman. Um tveimur vikum eftir að við byrj-
uðum að hittast fórum við út að borða á Orange þar
sem frændi minn vann sem kokkur. Oftast þegar við
förum út að borða hérna heima veljum við matinn
ekki sjálf, heldur velja kokkarnir ofan í okkur. Þetta
kvöld kom hver rétturinn á fætur öðrum og Hrefna
hafði stimplað það inn í hausinn á mér að það væri
dónalegt að klára ekki réttina og ég tók því mjög
alvarlega. Réttirnir urðu fleiri og fleiri og þegar
þetta var loks búið var ég svo saddur að ég hélt í
alvörunni að ég mundi deyja. En smá ferskt loft og
nokkrir drykkir björguðu lífi mínu og allt fór vel.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur
og Felix Bergsson leikari
Ár saman: Fagna sautján árum saman á morgun.
Hvernig gekk fyrsta árið ykkar í sambúð?
Felix: Fyrsta árið í sambúð gekk gríðarlega vel. Það
gekk í raun svo vel að ég var alveg sannfærður um
að þarna væri minn lífsförunautur kominn. Það
voru auðvitað einhverjir hnökrar eins og í öllum
samböndum, hvort sem það eru ástarsambönd eða
ekki. Fólk þarf fyrst hvort að kynnast sérkennileg-
heitum annars og sætta sig við þau. Það fyrsta sem
maður lærir í sambúð er að maður breytir ekki
fólki. En þessi sautján ár hafa gengið afskaplega vel
og verið laus við dramatík.
Baldur: Ég man ekki hvor okkar stakk upp á því
að flytja inn saman, það er svo langt síðan. En ég
flutti inn til Felix í lok mars, rúmum mánuði eftir að
við byrjuðum saman. Þetta gerðist allt mjög fljótt
en sambúðin gekk strax einstaklega vel. Við vorum
alveg lausir við að þurfa að koma á einhverri reglu
um hver gerði hvað á heimilinu, við gerðum bara
það sem þurfti að gera og þannig er það enn. Þegar
það er meira að gera hjá mér sér Felix frekar um
heimilishaldið og öfugt. Þetta er líklega eins og í
öllum samböndum, menn þurfa að mynda einhvern
takt í því að fara saman í gegnum lífið.