Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2013 | MENNING | 43 Yngsta barn stjörnuparsins Angelinu Jolie og Brad Pitt, hin fjögurra ára gamla Vivienne Marcheline, hefur landað sínu fyrsta hlutverki í bíómynd. Vivienne er ásamt tví- burabróður sínum, Knox Léon, yngst í sex barna systk- inahópi. Hún leikur persónu leikkonunnar Elle Fanning í myndinni Maleficent á yngri árum. Jolie leikur eitt aðal- hlutverkanna í myndinni og er fjölskyldan af þeim sökum búsett í London þessa dagana þar sem tökur fara fram. Þrátt fyrir ungan aldur er Vivienne ekki með neinn slorsamning en hún fær rúmar 300 þúsund krónur fyrir vikuna auk þess að vera með dagpeninga upp á átta þús- und íslenskar krónur. Sú stutta ku una sér vel á tökustað en hún á eflaust eftir að vekja athygli er myndin verður frumsýnd á næsta ári. Þess má geta að önnur ung leikkona var fengin til að leika Jolie unga að aldri en þær mæðgur þykja ekki mjög líkar. Þénar rúm 300 þúsund á viku Hin fj ögurra ára gamla Vivienne Marcheline Jolie-Pitt er mætt á hvíta tjaldið. AFKVÆMIÐ Á HVÍTA TJALDIÐ Yngsta dóttir Angelinu Jolie og Brads Pitt hefur landað sínu fyrsta kvikmynda- hlutverki. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Jennifer Aniston ætlar ekki að gera mikið úr afmælinu sínu á mánudaginn en þá verður hún 44 ára. Hún verður í tökum á afmælisdaginn í Connecticut en hún fer með hlutverk í myndinni Untitled Elmore Leonard Project. „Ég verð sótt klukkan 5.30 um morguninn á afmælis daginn en það er ekkert svo slæmt. Ég er heppin að vera að vinna,“ segir Aniston og kveðst ekki vilja gera of mikið úr afmælinu í viðtali við tímaritið People. „Ég mundi gjarna vilja rölta um í bænum og fá mér gott að borða í tilefni dagsins.“ Ekki fylgir sögunni hvort unnusti leikkonunnar, Justin Theroux, verði á tökustað með Aniston á afmælisdaginn. Vinnur á afmælinu ENGIN HÁTÍÐAHÖLD Jennifer Aniston verður 44 ára á mánudaginn en hún ætlar ekki að gera mikið úr afmælis- deginum. NORDICPHOTOS/GETTY Gamanleikarinn Steve Martin og eigin- kona hans, Anne Stringfield, eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Parið hafði haldið fréttunum frá fjölmiðlum þar til nú. Martin og Stringfield eru talin hafa eign- ast barn í desember en höfðu haldið fréttinni leyndri fyrir fjölmiðl- um. Parið sást með barnið nærri heimili þeirra í Los Angeles fyrir stuttu og þá fóru sögu sagnir á kreik. „Þau eiga barn. Hvern- ig þau fóru að því að leyna því, það veit enginn. Steve er mjög umhugað um einkalíf sitt,“ hafði New York Post eftir heimildar- manni. Martin er 67 ára gamall og Stringfield er 41 árs. Orðinn pabbi Scarlett Johansson sóttist eftir hlutverki Fantine í söngvamynd- inni Les Miserables á sínum tíma. Leikkonan Anne Hathaway hlaut þó hlutverkið að lokum. „Ég hugsa að það hafi ekki verið nokkur leið fyrir mig að gera betur en Anne. Leikur hennar var fullkominn og forlögin ætluðu henni hlutverkið,“ sagði Johans- son sem þjáðist af barkabólgu daginn sem prufurnar fóru fram. Aðrar leikkonur sem sóttu prufur fyrir hlutverkið voru Jessica Biel, Amy Adams, Marion Cotillard, Kate Winslet og Rebecca Hall. Vildi hlutverk í Les Miserables VILDI FANTINE Scarlett Johansson sóttist eftir hlutverki í Les Miserables. NORDICPHOTOS/GETTY ORÐINN PABBI Steve Martin er talinn hafa eignast sitt fyrsta barn í desember. 5 stjörnu FIT Innifalið: • Lokaðir tímar 3x í viku • Leiðbeiningar um mataræði sem er sérstaklega samsett til að tryggja þátttakendum 5 stjörnu árangur • Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar uppskriftir frá Ágústu Johnson • Mælingar og vigtun fyrir og eftir fyrir þær sem vilja • Dekurkvöld í Blue Lagoon spa • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum • 10% afsláttur af öllum meðferðum í Blue Lagoon spa Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu til að ná 5 stjörnu formi. Hentar jafnt byrjendum sem vönum. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi sem hefur slegið rækilega í gegn í New York. Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt. Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á þægilega tónlist. Náðu 5 stjörnu formi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.