Fréttablaðið - 14.02.2013, Síða 60

Fréttablaðið - 14.02.2013, Síða 60
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 Tónleikar Matthíasar Matthíasar og félaga í Dúndurfréttum í til- efni 40 ára afmælis plötunnar Dark Side of the Moon með Pink Floyd hafa fallið í kramið hjá íslenskum tónlistarunnendum. Miðar á tónleika sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu 20. apríl seldust upp á aðeins tveimur klukkustundum og því hefur verið ákveðið að halda auka- tónleika síðar um kvöldið. Einir tónleikar í Hofi eru einnig fyrir- hugaðir 24. apríl. Samanlagt hafa Dúndurfréttir selt yfir tvö þúsund miða á þessa þrenna Pink Floyd-tónleika, sem hlýtur að teljast góður árangur. - fb Tvö þúsund miðar seldir MATTI MATT Er í Dúndur- fréttum. Kaffibrúsakarlarnir, sem snúa aftur með sýningu í Austurbæ á næstunni, hafa fengið til liðs við sig tvo þekkta skemmtikrafta, þau Helgu Brögu Jónsdóttur og Lalla töframann. Helga Braga kemur fram með gamanmál, dans og söng og mun hún vafalítið passa við Kaffibrúsakarlana eins og flís við rass. Lalli töframaður hefur verið brautryðjandi í seinni bylgju töframanna á Íslandi. Hann hefur gefið út þrjá mynd- diska með töfrabrögðum og hefur verið duglegur við að töfra úti um allt land. Taka þátt í grínsýningu HELGA BRAGA Leikkonan hefur gengið til liðs við Kaffibrúsakarlana. MYND/ÓLAFUR ÞÓRISSON Tónlistarsjóðurinn Kraumur hefur ákveðið að styrkja tónlistar- hátíðina Sónar í Reykjavík um eina milljón. Upphæðin gildir fyrir árin 2013 til 2014 og verður síðari helm- ingurinn greiddur þegar undirbún- ingur fyrir Sónar 2014 hefst. „Svona verkefni þurfa stuðn- ing til að ganga úr barndómi. Við höfum alltaf litið á Sónar Reykja- vík sem sjálfbæra hátíð eftir svona tvö til þrjú ár en okkur hefur svo- lítið vantað stuðninginn núna. Það er frábært að Kraumur skuli sjá sér fært að styrkja okkur,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk. Kraumur með styrk til Sónar ÁNÆGÐUR Skipuleggjandinn Björn Steinbekk er ánægður með styrkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ítalska dagblaðið Chi birti í gær bikinímyndir af Katrínu, her- togaynju af Cambridge, á for- síðunni. Myndirnar eru tekn- ar í nýafstöðnu fríi Katrínar og eiginmanns hennar, Vilhjálms Bretaprins, á eyjunni Mustique í Grenadines-eyjaklasanum og eru birtar undir fyrirsögninni „Maginn stækkar“. Breska kon- ungshöllin fordæmir myndbirt- inguna en Katrín á von á fyrsta barni þeirra hjóna. „Við erum mjög vonsvikin yfir að myndir af parinu hafi verið birtar enda á það líka rétt á sínu einkalífi,“ segir talsmaður hallarinnar sem hefur beðið fjölmiðla um að gefa Katrínu aukið rými á meðan á meðgöngunni stendur. Aðeins er hálft ár síðan franska blaðið Closer birti myndir af Katrínu berbrjósta á sumarleyfis- stað parsins en sú myndbirting var einnig fordæmd og að lokum bönnuð. Þá var blaðið Chi einnig í hópi þeirra fáu fjölmiðla sem birtu myndirnar. Nýju myndirnar virðast þó ekki vera af sama toga. Myndir birtar af Katrínu í bikiníi Breska konungshöllin fordæmir myndbirtingu ítalska tímaritsins Chi. BIKINÍMYNDIR Myndir af Katrínu her- togaynju á baðfötunum prýða forsíðu ítalska blaðsins Chi. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.