Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 61

Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 61
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2013 | MENNING | 45 „Stefnan er að fá einn milljarð manna um allan heim til að standa upp frá því sem hann er að gera og sýna í verki að við viljum ekki búa í heimi þar sem þriðja hver kona verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. UN Women tekur í dag þátt í alheims- byltingu undir heitinu Milljarður rís upp en byltingunni er ætlað að vekja athygli á og mótmæla kynbundnu ofbeldi á sama tíma og hún á að sýna fórnarlömbum þess stuðning. „Það eru sex milljarðar manna í heiminum og helmingurinn af þeim konur svo ef þriðjungur þeirra verður fyrir ofbeldi sökum kyns síns þá er það um einn milljarður. Þess vegna er það talan sem við horfum á,“ segir Inga Dóra. Yfir 5.000 viðburðir eru skipulagðir um allan heim í dag, 14. febrúar, og hér lendis verður slegið upp dansgleði í Hörpu. Þar verður sýnt myndband tileinkað deginum og allir hvattir til að stíga dans- spor undir tónlist DJ Margeirs. „Við viljum sjá konur, karla og börn koma og sýna málefninu stuðning. Við Íslendingar erum kannski ekki stór hluti af heilum milljarði en við gerum ráð fyrir um 1.000 manns í Hörpuna og margt smátt gerir eitt stórt,“ bætir Inga Dóra við. Lunch Beat tekur líka þátt í deginum og segir Inga Dóra að samtökin UN Women hefðu seint þorað að gera þetta ef ekki væri fyrir þá hreyfingu. „Þau hafa sýnt það og sannað að það er í alvörunni mögu- legt að fá Íslendinga til að dansa edrú í há deginu. Ég hefði aldrei veðjað á það,“ segir hún og hlær. Viðburðurinn hefst klukkan 12.15 og stendur í um hálftíma en ókeypis er inn í boði Sónar-hátíðarinnar sem hefst á föstudaginn og frítt verður að leggja í bílastæði Hörpu á meðan gleðin stendur yfir. - trs Milljarður dansar gegn kynbundnu ofb eldi UN Women á Íslandi tekur þátt í alheimsbyltingu í dag til að vekja athygli á ofb eldi gegn konum. GERIR RÁÐ FYRIR FJÖLMENNI Inga Dóra hjá UN Women reiknar með um 1.000 manns í Hörpuna í dag til að mótmæla kynbundnu ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hljómsveitin Oyama, sem gaf nýlega út EP-plötuna I Wanna, leggur nú land undir fót í fyrsta sinn. Tilefnið er bransahátíðin by:larm í Ósló sem og nokkrir tón- leikar í London, þar á meðal á svo- kölluðu Club NME-kvöldi á hinum virta tónleikastað Koko. Fyrri tón- leikarnir í Ósló voru í gær en þeir síðari verða í dag. Platan I Wanna hefur fengið góðar viðtökur, meðal annars á síðunni Gogoyoko. Hljómsveitin fylgdi útgáfunni eftir með tón- leikum fyrir troðfullum sal á Fakt orý ásamt Tilbury og Samaris. Leggja land undir fót OYAMA Hljómsveitin gaf nýlega út EP- plötuna I Wanna. Þrír íslenskir flytjendur hafa verið staðfestir á Sónar-hátíðina í Barselóna sem verður haldin í tuttugasta sinn um miðjan júní. Þeir eru Ólafur Arnalds, Samaris og Gluteus Maximus. Forsvars- menn Sónar ætluðu að setja það í forgang að hafa íslenska tón- listar menn á hátíðinni og hafa staðið við það loforð. Á meðal annarra sem þeir höfðu áhuga á að bjóða á Sónar voru Valgeir Sigurðsson og Mugison og eiga þeir því hugsanlega eftir að bætast í hópinn. Þekktustu hljóm- sveitirnar sem spila nú verða Kraftwerk og Pet Shop Boys en um áttatíu þúsund manns sækja hátíðina heim á hverju ári. - fb Þrír fara til Barselóna SAMARIS Áslaug Rún Magnús dóttir, Jófríður Ákadóttir og Þórður Kári Steinþórsson spila á Sónar í Barselóna. *P ró fu n á h ár næ rin gu 1 2- 20 11 (Þ ýs ka la nd ). n= 12 7 ko nu r, st að fe sti ng ar hl ut fa ll: N íu af h ve rju m tí u. Úfnir apakettir eða litlar prinsessur - litlar stelpur elska að leika sér með hárið og breyta um greiðslur. Sally Brooks er með góðar hugmyndir fyrir þig þegar kemur að skemmtilegum greiðslum fyrir krakka. Fáðu nýjar hugmyndir að hár- greiðslum fyrir apaketti og litlar prinsessur með því að skanna QR-kóðann. „Raki í hári er ómissandi fyrir börn og full- orðna. Það sem á við um líkamann frá toppi til táar á einnig við um hárið frá rót til hár- enda. Snerting hársins verður silkimjúk og óviðjafnanleg þegar jafnvægi er á raka þess. NIVEA hleypir nú af stokkunum en með því fær hár þitt og þinna nánustu allan þann raka sem nauðsynlegur er á hverjum degi. Hámarks raki fyrir hárið þitt og nógu milt fyrir börnin þín. Hvílíkur hentugleiki!“ Silkimjúkt hár fyrir alla! Í er einstök blanda af aloe vera, fljótandi keratíni og vatnaliljusafa. Aloe vera er auðugt af náttúrulegum bindiefnum með háu vatnsinnihaldi. Hér færðu óviðjafnanlega og öfluga rakaaukningu! Eftir hárþvott kemur síðasta stig raka- umönnunar með . Hún annast hár þitt með aloe vera, fljótandi keratíni og vatnaliljusafa. Hárið verður vel rakafyllt – án þess þó að þyngja það. Þú upplifir fallegt, silkimjúkt hárið og nýtur ferska ilmsins. Færustu húðlæknar höfðu umsjón með þróun NIVEA Hydro Care. Það er svo milt að þú getur óhikað deilt því með börnunum þínum. Þessi einstaka gæðablanda úr aloe vera, fljótandi keratíni og vatnaliljusafa nærir og viðheldur raka í þurru og þyrstu hári. Með nýju Hydro Care hárnæringunni er sérstaklega auðvelt að ná fram silkiáferð hársins og það er auðveldara að greiða það. Hárið verður svo mjúkt og slétt að greiðan mun aldrei aftur framkalla tár. Níu af hverjum tíu konum sem voru spurðar, sögðust óhikað mæla með vörunni við vini sína.*

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.