Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 14.02.2013, Blaðsíða 64
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 FÓTBOLTI „Ég á ekkert í neinum ill- deilum við stjórn Fram en ég þarf að vita að félagið vilji standa sig vel og verði með gott lið. Þetta er stórt ár fyrir mig, ég þarf að standa mig vel og þá verð ég að vera á rétta staðnum. Stefnan hjá mér er að spila vel í sumar og komast að erlendis eftir tímabilið. Þá þarf ég að vera á réttum stað, sama hvort það er Fram eða annað lið á Íslandi. Ég vil bara hugsa um fótbolta í ár og sleppa öllu rifrildi og leiðindum,“ segir Steven Len- non, framherji Fram, en það er ekki alveg útséð með að hann verði áfram í Safamýrinni. Þar hafa verið vandamál upp á síðkastið. „Nýja stjórnin vildi semja við mig upp á nýtt því ég er dýr leik- maður. Þeir þurfa líka að greiða fyrir bíl og íbúð fyrir mig. Gamla stjórnin var búin að lofa mér bíl en nýja stjórnin segir að það sé ekki í samningnum. Þess vegna geti ég ekki fengið bíl. Ég tjáði þeim að mér væri alveg sama um það enda hefði mér verið lofað því að fá bíl,“ sagði Lennon en hann er búinn að fá bíl en félagið vill að hann greiði fyrir bílinn sjálfur. „Ég held að þetta sé að bjargast og að þeir muni borga fyrir þetta svo ég spili glaður með Fram.“ Málið er í höndum Framara Það vakti mikla athygli síðasta sumar er Lennon lýsti því yfir að hann vildi komast til KR. Af því varð ekki og hann fótbrotnaði skömmu síðar. „Það er enn áhugi á mér frá öðrum félögum. Ég var næstum því farinn til KR en félagið vildi halda mér til þess að geta fengið aðra leikmenn til félagsins. Von- andi gengur það eftir. Ég þarf á því að halda að standa mig vel, sama hvort það er með Fram, FH eða KR. Ef Fram hefur ekki efni á því að halda mér þá fer ég líklega. Þetta mál er í höndum Framara,“ segir Lennon en hann segist vita að það hafi komið tilboð frá öðrum félögum í sig en Fram vilji ekki selja. „Ef Fram heldur áfram að standa við sitt þá hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ef ég hætti að fá greitt þá verð ég svekktur eins og allir aðrir launþegar. Þeir vita að ég er atvinnumaður sem leggur sig alltaf allan fram. Ég þarf að nýta hvert tækifæri til þess að sýna mig og sanna fyrir öðrum liðum.“ Verða að standa við sín loforð Lennon segir að það séu enn við- ræður á milli sín og félagsins um framhaldið. „Stjórnin hefur sýnt áhuga á að halda mér og hún veit hvað þarf til þess. Þeir verða að standa við sín loforð. Við erum að vinna í að breyta samningnum mínum og það verður að koma í ljós hvað verður. Ég vil ekki vera með neinar yfir- lýsingar. Vonandi fáum við botn í þetta á næstu vikum en ég ætla ekki að taka á mig neina launa- lækkun. Ef þeir treysta sér ekki í að standa við sitt þá verða þeir að sleppa mér. Þeir hafa verið að reyna að draga af laununum fyrir bílnum og íbúðinni þar sem það var ekki í samningnum. Það var samt búið að lofa mér þessum hlutum. Þeir eru að reyna að láta mig borga fyrir hluti sem ég er ekki sáttur við. Ef þeir standa við sitt er ég meira en til í að vera áfram,“ sagði framherjinn og bætti við. „Ég veit þeir eru að reyna sitt besta til þess að standa við samn- inginn. Við áttum fund um daginn og þeir ætluðu að hafa samband daginn eftir. Það eru meiri en tíu dagar síðan þannig að þeir eru greinilega enn að hugsa sinn gang. Ég bíð enn eftir svörum og erfitt að segja hvernig þetta mál fer.“ Lennon hefur lítið spilað með Fram á undirbúningstímabilinu en það hefur ekkert með peninga að gera. „Ég hef verið í miklum vand- ræðum með ökklann á mér upp á síðkastið en ég held það sé út af undi rlaginu. Gervigrasið fer ekki vel í mig. Ökklinn er viðkvæmur eftir brotið síðasta sumar þannig að ég fer mér hægt. Það liggur ekkert á enda langt í sumarið,“ segir Lennon. henry@frettabladid.is Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. MIKILVÆGT ÁR Lennon er samningslaus í lok sumar og þarf á því að halda að spila vel í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þeir eru að reyna að láta mig borga fyrir hluti sem ég er ekki sáttur við. Ef þeir standa við sitt er ég til í að vera áfram. Steven Lennon, leikmaður Fram SPORT ÚRSLIT SÍMABIKAR KARLA 8-LIÐA ÚRSLIT ÍR - HAUKAR 24-20 (14-7) Mörk ÍR (skot): Sturla Ásgeirsson 7/2 (9/2), Björgvin Hólmgeirsson 5 (9), Ingimundur Ingimundarson 4 (4), Guðni Már Kristinsson 4 (8), Davíð Georgsson 2 (4), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1 (2), Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 18 (38/2, 47%). Hraðaupphlaup: 3 (Sturla 2, Guðni Már 1) Fiskuð víti: 1 ( Jón Heiðar 1) Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka (skot): Árni Steinn Steinþórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (8), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (11/3), Gísli Kristjánsson 2 (2), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2 (3), Gísli Jón Þórisson 2 (4), Adam Haukur Baumruk 2 (4), Sveinn Þorgeirsson 2 (4), Elías Már Halldórsson 1 (2), Tjörvi Þorgeirsson (2), Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10 (31/2, 32%), Giedrius Morkunas (3, 0%). Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Gísli 2, Brynjólfur Snær 1, Sveinn 1) Fiskuð víti: 4 (Sigurbergur 1, Gísli 1, Adam Haukur 1, Elías Már 1) Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson. AKUREYRI - FH 30-26 (13-14) Mörk Akureyrar (skot): Geir Guðmundsson 9 (15), Guðmundur H. Helgason 7 (12), Heimir Örn Árnason 5/1 (6/1), Bergvin Þór Gíslason 5 (12), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Andri Snær Stefánsson 2 (6), Garðar Már Jónsson (1), Valþór Guðrúnarsson (1), Varin skot: Jovan Kukobat 20 (45/3, 44%), Stefán Guðnason 2/1 (3/2, 67%). Hraðaupphlaup: 1 (Guðmundur H. 1) Fiskuð víti: 1 (Andri Snær 1) Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/3 (22/4), Einar Rafn Eiðsson 6/1 (7/1), Ragnar Jóhannsson 6 (11), Þorkell Magnússon 2 (3), Magnús Óli Magnússon 2 (5), Andri Berg Haraldsson 1 (2), Logi Geirsson 1 (6), Sigurður Ágústsson (1), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 11 (31, 35%), Sigurður Örn Arnarson 5 (15/1, 33%). Hraðaupphlaup: 3 (Einar Rafn 2, Ragnar 1) Fiskuð víti: 5 (Atli Rúnar 2, Einar Rafn 1, Ragnar 1, Magnús Óli 1) Utan vallar: 6 mínútur. SELFOSS - ÍBV 27-23 (12-11) Selfoss: Hörður Másson 7, Hörður G. Bjarnason 6, Einar Sverrisson 5, Matthías Halldórsson 3, Einar Pétursson 3, Ómar Helgason 2, Gunnar Ingi Jónsson 1. ÍBV: Nemanja Malovic 8, Andri Heimir Friðriksson 7, Theodór Sigurbjörnsson 5, Magnús Stefánsson 2, Grétar Eyþórsson 1. MEISTARADEILD EVRÓPU 16-LIÐA ÚRSLIT, FYRRI LEIKIR SHAKHTAR - DORTMUND 2-2 1-0 Darijo Srna (31.), 1-1 Robert Lewandowski (41.), 2-1 Douglas Costa (68.), 2-2 Mats Hummels (87.). REAL MADRID - MAN. UNITED 1-1 0-1 Danny Welbeck (20.), 1-1 Cristiano Ronaldo (30.) ÞÝSKA ÚRVALSDEILDIN KIEL - HANNOVER/BURGDORF 39-29 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel og Aron Pálmarsson eitt. LÜBBECKE - RN LÖWEN 24-24 Alexander Petersson var markahæstur í liði Löwen með sjö mörk. STAÐA EFSTU LIÐA RN Löwen 20 17 2 1 563-496 36 Kiel 20 17 1 2 663-511 35 Flensburg 20 15 2 3 625-516 32 Füchse Berl. 20 14 2 4 571-517 30 Hamburg 20 13 2 5 606-557 28 Hann/Burgd. 20 13 1 6 607-593 27 Melsungen 20 10 3 7 569-559 23 Magdeburg 20 11 0 9 590-554 22 Wetzlar 20 10 2 8 583-571 22 Lemgo 20 9 0 11 551-563 18 Göppingen 20 7 2 11 554-556 16 FÓTBOLTI West Ham mun í sumar klára síðustu greiðslurnar vegna Tevez-málsins svokallaða sem skók félagið árið 2007. Félagið var þá sektað fyrir að hafa samið við leikmann sem var í eigu þriðja aðila en slíkt er ólöglegt á Englandi. Engu að síður fékk Tevez að klára tímabilið með West Ham sem bjargaði sér frá falli með sigri í síðustu umferðinni. Tevez skoraði sigurmarkið í þeim leik. Sheffield United féll þess í stað og við það sætti liðið sig ekki. Þeir sóttu málið stíft og því lauk með því að West Ham samþykkti að greiða félaginu 18,1 milljón punda, um 3,6 milljarða króna. Enskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að West Ham myndi í sumar inna af hendi síðasta hluta greiðslunnar, um sex millj- ónir punda. Greiðslan kemur United vel en félagið, sem leikur nú í ensku C-deildinni, hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum. - esá Tevez-málinu loks að ljúka EGGERT OG TEVEZ West Ham var í eigu Íslendinga þegar Carlos Tevez var fenginn til liðsins. Hér er Eggert Magnús- son með honum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fram greindi frá því í gær að félagið hefði náð fullum sáttum við Hlyn Atla Magnússon, fyrrverandi leik- mann Fram. Hlynur Atli fékk sig lausan frá Fram eftir að Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ úrskurðaði í deilu hans við félagið nú fyrr í vetur. Í haust auglýsti Fram Hlyn Atla til sölu og þá sendi Hlynur Atli frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætti ekki samleið með þjálfaranum Þorvaldi Örlygssyni. En í sameiginlegri yfirlýsingu sem stjórn knattspyrnudeildar Fram og Hlynur Atli senda frá sér í dag kemur fram að aðilar séu sáttir við þessi málalok og skilji sáttir. Hlynur Atli mun spila með Þór í Pepsi-deildinni næsta sumar. - esá Fram og Hlynur Atli ná sáttum FAGNAÐ Hlynur Atli í leik með Fram í Pepsi-deildinni. FRÉTTBLAÐIÐ/ERNIR HANDBOLTI Fjórðungsúrslit Símabikarkeppni karla lauk í gærkvöldi með þremur leikjum. Tvö efstu lið N1-deildar karla, Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH, féllu bæði úr leik. Haukar töpuðu fyrir ÍR í Breiðholtinu og FH laut í lægra haldi fyrir Akureyri norðan heiða. Þetta var annað tap Hauka í röð en liðið hafði ekki tapað leik í N1-deildinni þar til liðið tapaði fyrir FH í toppslag deildarinnar um helgina. „Við þurfum að skoða sóknarleik okkar frá grunni. Þetta var virkilega dapurt í kvöld,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Selfoss komst einnig áfram í undanúrslitin eftir sigur á ÍBV á heimavelli. ÍBV er á toppi 1. deildar karla en Selfoss í fjórða sæti. Stjarnan, annað 1. deildarlið, tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Þrótti á mánudagskvöldið. Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara fram í Laugardals- höllinni helgina 8.-10. mars næstkomandi. - esá Hafnarfj arðarliðin úr leik FÓTBOLTI Man. Utd og Dortmund eru í fínni stöðu eftir leiki gær- kvöldsins í Meistaradeildinni. Bæði lið gerðu jafntefli á útivelli. United hélt jöfnu, 1-1, gegn spræku liði Real Madrid sem gekk afar illa að nýta færin sín. Welbeck og Ronaldo skoruðu báðir með skalla. Heimamenn klárlega svekktir og þeir þurfa að skora á Old Trafford til þess að eiga möguleika á því að komast áfram í næstu umferð. Dortmund fór til Úkraínu og kom tvisvar til baka gegn Shaktar. Tvö útivallarmörk þar og Dortmund í sterkri stöðu. - hbg Stórmeistarajafntefl i hjá Real Madrid og Manchester United BARÁTTA Ronaldo og Rooney berjast í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.