Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 66

Fréttablaðið - 14.02.2013, Page 66
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50 KÖRFUBOLTI LeBron á það sameiginlegt með fótboltamanninum Lionel Messi að vera fyrir löngu orðinn bestur í heimi í sinni íþrótt en halda samt alltaf áfram að bæta leik sinn enn frekar. Á meðan Messi heldur áfram að bæta hvert markametið á fætur öðru hefur hinn nánast óstöðvandi LeBron James orðið enn erfiðari við að eiga inni á körfuboltavellinum. Fáir mótmæla þeirri fullyrðingu að LeBron James sé besti körfuboltamaður heimsins í dag. Hann vann allt sem var í boði árið 2012, þar á meðal Ólympíugull og langþráðan NBA-meist- aratitil með Miami Heat. Hann er þó hvergi nærri hættur að bæta sinn leik og það er sú elja og dugnaður sem hræðir mótherja hans hvað mest. Magnaður körfuboltamaður LeBron James er magnaður körfuboltamaður enda sameinast í honum einstök blanda styrks, stærðar, sprengikrafti og skilningi á sportinu. Þetta 203 cm og 113 kílóa vöðvabúnt sér völlinn betur en flestir og er til algjörrar fyrir myndar þegar kemur að því að spila liðsfélagana uppi eða að leggja líf og sál í varnarleikinn. Það sem hann hefur verið að gera inn á körfu- boltavellinum undanfarna tíu daga hefur hins vegar kallað á nýjan kafla í NBA-sögubókinni. LeBron hefur nefnilega sett ný viðmið í dansi, framleiðni og nýtni inni á parketinu með því að skila ótrúlegum tölum í undanförnum sex leikjum Miami Heat. Hann hefur brotið 30 stiga múrinn í þeim öllum (nýtt Miami Heat met) en um leið hefur hann nýtt skotin sín sextíu pró- sent eða betur. Í þremur leikjunum af þessum sex státar hann af meira en sjötíu prósenta skot- nýtingu, þar á meðal í síðasta leiknum á móti Portland Trail Blazers. „Ég er eiginlega orðlaus. Eins og ég hef sagt oft þekki ég vel sögu leiksins og ég veit hversu margir frábærir leikmenn hafa spilað í NBA- deildinni og markað sporin fyrir mig og kollega mína. Það er magnað að komast í metabókina með svona tölfræði. Þetta er stórt mál,“ sagði LeBron James. Það var samt eins og hann tryði ekki alveg að hann væri búinn að gera eitthvað sem menn eins og Wilt Chamberlain og Michael Jordan náðu aldrei þegar þeir gnæfðu yfir aðra leikmenn í NBA-deildinni. Wilt og Jordan náðu þessu aldrei „Ég trúði því ekki að þessi kappar hefðu aldrei náð þessu. Ég hefði haldið að Wilt [Chamberla- in] hefði náð nokkrum leikjum í röð með fjöru- tíu stigum og sjötíu prósenta skotnýtingu eða að Michael Jordan hefði komist í ham þar sem hann hitti ótrúlega vel utan af velli. Eða þá Shaq. Ég gat bara sagt vá,“ sagði LeBron um met sitt en það er þó hinn almenni körfubolta- áhugamaður sem er gapandi yfir frammistöðu hans á undanförnum dögum. James hefur alls nýtt 66 af 92 skotum sínum í þessum sex leikjum (71,7 prósent) en hann er með 30,8 stig, 6,7 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. „Þetta er ástæðan fyrir því að hann er besti leikmaður deildarinnar. Hann spilaði mjög góðan leik. Það er það eina sem þið fáið upp úr mér um hann. Hann er keppnismaður og elskar að keppa. Hann elskar líka jafna leiki. Hann er leiðtoginn okkar og ekki bara í því hvernig hann spilar,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat, eftir sigurinn á Portland. Skotnýting LeBrons á tímabilinu er nú komin upp í 56,5 prósent en hann er á mjög góðri leið með að hækka skotnýtingu sína sjötta tímabilið í röð. Það sem meira er, hann er farinn að nýta yfir 40 prósent þriggja stiga skota sinna (42 prósent). Hafa unnið alla leikina „Það skiptir mig miklu að hafa náð þessari skorpu, ekki síst þar sem við höfum unnið alla þessa leiki,“ sagði Lebron. Hvort sjöundi leikurinn bætist í hópinn í kvöld er önnur saga en þar er á ferðinni enginn smáleikur. Þá mætast lokaúrslitaliðin frá því í fyrra þegar Oklahoma City Thunder tekur á móti Miami Heat. ooj@frettabladid.is Sá besti verður betri og betri LeBron James setti magnað NBA-met í fyrrinótt þegar hann náði því í sjötta leiknum í röð að skora yfi r 30 stig jafnframt því að nýta skotin sín 60 prósent eða betur. Miami Heat liðið hefur unnið alla leikina sex. 100-85 SIGUR Á TORONTO 30 stig 8 fráköst 7 stoðsendingar 63% skotnýting (10 af 16) 99-94 SIGUR Á CHARLOTTE 31 stig, 8 fráköst 8 stoðsendingar 93% skotnýting (13 af 14) 114-108 SIGUR Á HOUSTON 32 stig 6 fráköst 5 stoðsendingar 61% skotnýting (11 af 18) 111-89 SIGUR Á LA CLIPPERS 30 stig 5 fráköst 6 stoðsendingar 82% skotnýting (9 af 11) 107-97 SIGUR Á LA LAKERS 32 stig 7 fráköst 4 stoðsendingar 67% skotnýting (12 af 18) 117-104 SIGUR Á PORTLAND 30 stig 6 fráköst 9 stoðsendingar 73% skotnýting (11 af 15) 1 2 3 4 5 6 LEIKIRNIR SEX 4 REYKJAVÍK | SÍMI 568 3080 | WWW.BARDINN.IS – Síðan 1941 – SKÚTUVOGI 2 | 10 MMA Jorge „The Sandman“ Santiago mætir Íslendingnum Gunnari Nelson í veltivigt í Wembley Arena á laugardag- inn. Heimildir vefsins Bardaga- fregnir.is herma að Jorge San- tiago sé alltof þungur miðað við að hann sé að fara keppa í flokki Gunnars. „Sjónarvottar sáu Jorge „The Sandman“ Santiago í London í dag og hann var víst rosalega stór eða „huge“ eins og sjónar- vottar orðuðu það! En Jorge er að færa sig niður í þyngd fyrir bar- daga þeirra Gunnars Nelson. Hann kemur úr millivigtinni, sem er 84 kg, og í veltivigtina, sem er 77 kg. Jorge var talinn mjög stór almennt í millivigt svo hann þarf að skera sig mikið niður til þess að ná vigt á föstu- daginn kemur,“ segir í fréttinni á Bardagafregnir.is. Þetta yrði þá ekki í fyrsta skiptið sem Gunnar Nelson mætir „of þungum“ manni í hringnum því það gerðist einnig í síðasta UFC-bardaga Gunnars á móti DaMarques Johnson. Gunnar fékk þá að velja hvort hann vildi berjast eða ekki en með því að berjast þá fékk hann hluta af launum Johnson. - óój Santiago er þungur GUNNAR NELSON Berst í Wembley Arena á laugardag. NORDICPHOTOS/GETTY EVRÓPUDEILD UEFA - HELSTU LEIKIR 17.00 Zenit - Liverpool Sport 3 18.00 Ajax - Steaua Búkarest 18.00 Sparta Prag - Chelsea 20.05 Newcastle - Metalist Kharkiv 20.05 Tottenham - Lyon Sport og HD FÓTBOLTI 32-liða úrslitin í Evr- ópudeild UEFA hefjast í kvöld. Fjögur ensk lið eru í eldlínunni sem og Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax. Liverpool hefur leik gegn Zenit í Rússlandi og liðið fékk ekki beint besta undirbúninginn er það tapaði gegn WBA um helgina. Tímabilið hjá Chelsea hefur verið ein vonbrigðasaga og liðið leggur mikla áherslu á að vinna Evrópudeildina. „Við ætlum okkur alla leið og vinna þessa keppni,“ sagði John Terry, fyrirliði Chelsea. - hbg Evrópudeildin í kvöld HÁTT YFIR ÖLLUM ÖÐRUM Lebron James er í miklum ham með Miami Heat þessa dagana. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.