Fréttablaðið - 14.02.2013, Qupperneq 70
14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54
„Vatn og kók eru í uppáhaldi. Þetta
er það sem ég drekk dagsdaglega
en ég er mikill kókisti. Það jafnast
ekkert á við ískalda súperdós af
kóki.“
Magni Ásgeirsson tónlistarmaður
DRYKKURINN
Lucky Records á Hverfisgötu er
sögð ein af sex bestu plötu búðum
heims í tímariti flugfélagsins
British Airwaves sem er dreift í
allar flugvélar þess.
„Ingvar Geirsson (öðru nafni DJ
Lucky) er maðurinn á bak við svöl-
ustu plötubúð Íslands sem sér hæfir
sig í sjaldgæfum vínyl plötum frá
heimalandinu með listamönnum
á borð við Megas og Bang Gang.
Meira að segja ljósin þeirra eru
gerð úr gömlum plötum,“ segir í
umfjölluninni. Mynd af Ingvari
og samstarfsmanni hans, Gesti
Baldurs syni, prýðir greinina.
Aðrar búðir sem komust inn á topp
sex listann eru í Seúl, Jóhannesar-
borg, Mumbai, Dubai og Vín.
„Það er fyrst og fremst gaman
að vita af því að fólk úti í heimi
veit af þessari búð,“ segir Ingvar.
Hann segir þessa góðu umfjöllun
hafa komið sér á óvart. Spurður
hvort þetta þýði ekki aukinn fjölda
erlendra viðskiptavina í Lucky
Records segir hann: „Það eru
að bætast við á Facebook erlend
„like“. Þetta síast hægt og rólega
inn.“ - fb
Ein af bestu plötubúðum heims
Lucky Records er sögð ein af bestu plötubúðum heims í riti British Airwaves.
Á TOPP SEX Fjallað er um verslun
Ingvars Geirssonar, Lucky Records, í
tímariti British Airways.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
F
A
S
TU
S
_E
_0
5.
02
.1
3
Fastus býður uppá hágæða japanska hnífa og önnur
eldhúsáhöld sem unun er að vinna með þegar matar-
undirbúningur stendur sem hæst.
Komdu í verslun okkar, Síðumúla 16 og skoðaðu
úrvalið af áhöldum sem fagmenn, jafnt sem áhuga-
menn geta ekki án verið í góðu eldhúsi.
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Verslun opin mán-fös 8.30 -17.00
Hljómsveitin Hjaltalín er byrjuð
að semja og taka upp tónlistina
við leikritið Engla alheimsins sem
verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
20. apríl. Söngvarinn Högni Egils-
son mun jafnframt taka þátt í sýn-
ingunni.
„Fyrir bíómyndina fengu þeir
Sigur Rós til að semja tónlistina og
okkur fannst spennandi að leita að
frábæru bandi til að skapa hljóð-
heim uppsetningarinnar,“ segir
leikstjórinn Þorleifur Örn Arnar-
son. „Svo gaf Hjaltalín út þessa
frábæru plötu [Enter 4] og það
sannfærði okkur um að þetta væri
rétta fólkið til að starfa með. Auð-
vitað hafa þau látið geðsjúkdóma
og ábyrgð samfélagsins sig miklu
varða undanfarnar vikur og mán-
uði og það ýtti undir hvað það væri
tilvalið að fá þau um borð.“
Þorleifur Örn ræddi mikið við
Högna Egilsson, sem tjáði sig ein-
mitt um geðhvarfasýki sína í blaða-
viðtali í fyrra. „Ég hugsaði með
mér að með þá reynslu sem hann
hefur væri hann ómetanlegur inn
í hið listræna ferli sýningarinnar.
Við tókum þá ákvörðun um að hann
yrði hluti af leikhópnum,“ segir
hann en Högni hefur hingað til ekki
látið að sér kveða á leiksviði. Ekki
er búið að ákveða hvaða hlutverki
hann gegnir. „Högni hefur töfrandi
sviðframkomu. Leiksvið er staður
fyrir ungt fólk að tjá sig. Þar er
hann ofboðslega sterkur og lætur
engan ósnortinn. Það væri synd
að nota hann ekki.“
Högni hefur áður samið
tónlist fyrir leikhús, síðast
fyrir sviðsetningu The
Royal Shakespeare Comp-
any á Hróa hetti. Hann
þreytir nú frumraun sína
í Þjóðleikhúsinu. „Þetta
virðist ætla að verða
spennandi og svo-
lítið kraft mikil
uppfærsla,“
segir Högni,
sem hlakkar
mik ið t i l .
Aðspurður
segist hann
ekki hafa
ákveðið að taka þátt vegna
veikinda sinna. Það hafi
einfaldlega verið gott
tækifæri fyrir Hjaltalín
að fá að semja tónlistina.
Æfingar fyrir leik ritið
Engla alheimsins, sem
er byggt á skáldsögu
E i na rs M ás
Guðmunds-
sonar, hefjast
á miðviku-
d a g i n n í
næstu viku.
Verkið
leggst mjög
vel í Þor-
leif Örn. „Ég er þvílíkt spenntur.
Að frumsýna í Þjóðleikhúsinu með
verki sem svo mörgum þykir vænt
um er ofboðsleg áskorun.“
Með aðalhlutverkið, Pál, fer
Atli Rafn Sigurðarson. Með önnur
hlutverk fara Jóhannes Haukur
Jóhannesson, Ólafur Egill Egils-
son, Snorri Engilbertsson, Eggert
Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir,
Sólveig Arnarsdóttir, Ævar Þór
Benediktsson, Saga Garðarsdóttir,
Ágústa Eva Erlendsdóttir, Baldur
Trausti Hreinsson og fleiri. Símon
Birgisson annast leikgerðina ásamt
Þorleifi Erni.
freyr@frettabladid.is
Högni Egils í leikhópi
Engla alheimsins
Hjaltalín semur tónlistina við Engla alheimsins. Högni Egilsson tekur einnig þátt
í sýningunni. Þorleifur Arnarson leikstjóri segir reynslu Högna ómetanlega.
SEMUR TÓNLISTINA Hjaltalín semur tónlistina við leikritið Engla alheimsins í
Þjóðleikhúsinu sem Þorleifur Örn Arnarson leikstýrir. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON
„Ég veit ekki hvað það voru margir
þátttakendur en við sem áttum þrjú
efstu sætin erum allir starfandi í
Noregi,“ segir kokkurinn Jóhann
Ingi Reynisson, sem sigraði í mat-
reiðslukeppni ítalska vínframleið-
andans Masi á dögunum.
Jóhann Ingi starfar sem yfirmat-
reiðslumaður á hótelinu Rica Seilet,
sem er í Molde í Noregi, og frétti af
keppninni frá birgi Masi- vínsins
þar í landi. Masi heldur keppnir
með ákveðnu þema af og til en
þetta var í fyrsta skipti sem Jóhann
Ingi ákvað að taka þátt. „Keppnin
að þessu sinni snerist um að búa til
frumlegasta saltfisksréttinn. Ég
ákvað að gera hann á portúgalska
vísu með smá breytingu og bjó rétt-
inn sérstaklega til fyrir keppnina,“
segir Jóhann.
Að launum hlaut hann heilsíðu-
umfjöllun í tímaritinu La Venezie,
sem er selt í þúsundum eintaka á
Ítalíu og víðar í Evrópu. „Þetta er
auðvitað frábær kynning fyrir mig
og hótelið sem ég vinn á. Svo fékk
ég líka að eiga vínflöskuna sem ég
notaði þegar teknar voru myndir af
réttinum,“ segir Jóhann og hlær. - trs
Með besta saltfi sksréttinn að mati Masi
Íslendingurinn Jóhann Ingi Reynisson sigraði matreiðslukeppni ítalska vínframleiðandans Masi á dögunum.
YFIRMATREIÐSLUMAÐUR Jóhann
Ingi býr í Molde í Noregi þar sem hann
starfar sem yfirmatreiðslumaður á
hótelinu Rica Seilet.
Jóhann grill-
aði saltfisk-
inn og notaði
svartar ólífur,
blaðlauk,
hvítlauk,
græna
papriku, gula papriku, túneraðar
möndlukartöflur og tómatkavíar
í réttinn. Með réttinum mælir
hann að sjálfsögðu með því að
drekka Masi-vín.
Saltfisksrétturinn
ÞORLEIFUR ÖRN
ARNARSSON