Fréttablaðið - 26.03.2013, Qupperneq 26
KYNNING − AUGLÝSINGFerðahýsi ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigurður Helgi Grímsson, sigurdurhg@365.is, s. 512-5464 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Að ferðast um í húsbíl gefur manni einstaklega frjálst líf. Það var þó algjör tilviljun að
ferðalagið hófst. Við keyptum bílinn
árið 2002 en vorum búin að ákveða
löngu áður að kaupa bát eða bíl. Ég er
hins vegar sjóveik og var þess vegna
ekki jafn spennt fyrir báti,“ segir Sig-
rún. Þau hjónin fluttu til Danmerkur
árið 1995 og höfðu ákveðið að færa sig
um set og selja húsið árið 2002. „Við
ætluðum að flytja til Árósa en töldum
að það myndi taka einhvern tíma að
selja húsið okkar. Við fengum hins
vegar strax mjög gott tilboð en með
þeim fyrirvara að við yrðum búin að
losa það tveimur vikum síðar. Okkur
fannst ekki mikið mál að setja dótið
í geymslu og búa bara í bílnum í tvo
til þrjá mánuði á meðan við værum
að leita að nýju húsnæði. Þetta urðu
fimm ár,“ segir Sigrún.
Halda Íslandsmót í Noregi
„Við ókum að smábátahöfn þar sem
eru mörg bátahýsi og fólk hefur
vetursetu. Þar kynntumst við frá-
bæru fólki. Síðan héldum við ferð-
inni áfram um alla Evrópu, vorum
til dæmis á Spáni í nokkra mánuði.
Héldum jól í Þýskalandi og fórum um
allt á Norðurlöndunum. Mesta upp-
lifunin var þegar við komum með 120
húsbíla til Íslands árið 2004. Ég held
að það sé heimsmet vegna þess að
ég veit ekki til þess að svo stór hópur
manna og bíla hafi farið saman í
ferju. Þessi ferð var einstaklega vel
heppnuð og margir sem voru í ferð-
inni halda enn hópinn. Fólkið hefur
sagt mér að þessi ferð hafi verið topp-
urinn á ferðalögunum en það hefur
farið um alla Evrópu og til Bandaríkj-
anna. Til dæmis Norðmennirnir sem
hittast á Íslandsmóti í maí á hverju ári
til að rifja upp þessa ferð. Þá klæðast
þeir íslenskum lopapeysum og eru
með íslenskan fána,“ útskýrir Sigrún
og bætir því við að þau hafi kynnst
ótrúlega mörgu góðu fólki á þessu
ferðalagi.
„Þegar við dvöldum á Spáni kynnt-
umst við meðal annars Englending-
um og Þjóðverjum. Þetta fólk vildi
endilega að við settum í gang aðra
Íslandsferð. Sömuleiðis Belgi sem
gefur út ferðablað en hann hefur
verið áhugasamur um að við settum
upp ferð til Belgíu. Við fórum aftur til
Íslands árið 2005 en þá voru 55 bílar
með okkur. Það er hins vegar mikil
undirbúningsvinna og skipulagning
fyrir svona ferð og að mörgu þarf að
huga.“
Varist þjófa
Sigrún segir að þetta hafi verið afar
skemmtilegur tími. Nú býr hún í Vi-
borg á Jótlandi en þau lögðu bíln-
um fyrir ári. „Guðmundur hefur átt
við veikindi að stríða og á erfitt með
að komast upp í bílinn. Við þyrftum
að fá bíl með lyftu,“ útskýrir Sigrún
en hún vill benda fólki, sem ferðast
um Evrópu á húsbíl, á að sýna mikla
gætni. „Vinafólk okkar lenti í því að
lögreglumenn stöðvuðu þau á hrað-
braut á Spáni. Annar þeirra skoð-
aði bílinn að innan á meðan hinn
ræddi við þau fyrir utan. Það var
ekki fyrr en þau komu á næstu bens-
ínstöð sem þau áttuðu sig á að öllu
verðmætu hafði verið stolið úr bíln-
um. Þetta voru ekki lögreglumenn
heldur svæsnir þjófar. Það má aldrei
stöðva bílinn nema á fjölmennum
stöðum, sama hvort það er lögregla
eða einhver annar. Ég vaknaði einu
sinni við að öryggiskerfið fór í gang
hjá okkur en sem betur fer náðu
þjófarnir ekki að stela neinu. Það
er mikil lífsreynsla að búa á þenn-
an hátt og maður verður að vera
bæði vel tryggður og vita í hverju
maður getur lent. Vatn getur frosið í
leiðslum um vetur og eitt og annað
getur komið upp. Við vorum alltaf að
læra og erum reynslunni ríkari. Sem
betur fer er fólk á húsbílastöðum afar
hjálplegt og þar er mikill samhugur.
Ætli við séum ekki fyrstu Íslending-
arnir sem lifum eins og sígaunar,“
segir Sigrún og hlær.
Bjuggu í húsbíl í fimm ár
Sigrún Haraldsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Vikar Þorkelsson, bjuggu í húsbíl í fimm ár og ferðuðust um Evrópu. Meðal
annars komu þau með stóran hóp húsbílaeigenda til Íslands.
Sigrún
Haralds-
dóttir og
Guðmundur
Vikar Þor-
kelsson hafa
ferðast um
alla Evrópu í
húsbíl.
Sigrún og
Guðmundur
skipulögðu ferð
til Íslands með
120 húsbílum
árið 2004. Norð-
mennirnir úr
þeim hópi voru
svo ánægðir að
í maí á hverju
ári halda þeir
Íslandsmót til að
rifja upp ferðina.
Þessi mynd er
tekin við slíkt
tækifæri.
MYNDIR ÚR EINKASAFNI
Ergo vill aðstoða þig við að eignast ferðavagn
Þú finnur draumavagninn þinn og sendir okkur nánari upplýsingar.
Saman finnum við svo réttu lausnina til að aðstoða þig við fjármögnunina.
Kynntu þér málið nánar á ergo.is
Við fjármögnum
ferðavagninn þinn
Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is
FERÐAVAGNAR