Fréttablaðið - 26.03.2013, Síða 45

Fréttablaðið - 26.03.2013, Síða 45
ÞRIÐJUDAGUR 26. mars 2013 | MENNING | 29 Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðing- ur flytur í dag erindið „Sögulega skáldsag- an á Ítalíu eftir 1980“ í hádegisfyrirlestra- röð Sagnfræðingafélagsins. Þetta verður 11. fyrirlestur vetrarins en á vormisseri er yfirskrift fyrirlestraraðarinnar „Hvað er sögulegur skáldskapur?“ Ástæða þess að Hjalti Snær miðar við ártalið 1980 er að það ár kom út skáld- sagan Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco sem er talin marka nýtt skeið sögu- legu skáldsögunnar á Ítalíu. Í fyrirlestr- inum verður fjallað um meginstraumana í ritun sögulegra skáldsagna á Ítalíu síðustu þrjá áratugina. Margar þeirra einkennast af samfélagsgagnrýni og efasemdum um framfarahyggju. Ítalskir rithöfundar hafa lengi verið uppteknir af því að draga fram algild söguleg lögmál í verkum sínum, sýna hvernig valdajafnvægið í landinu helst óbreytt þótt samfélagið breytist. Rætt verður um það hvernig rithöfundar síðustu áratuga hafa unnið úr sögulegum skáldskaparhefðum og leitað svara við því hvort sögulega skáldsagan eigi enn erindi sem framlag til þjóðfélagslegrar umræðu á Ítalíu. Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12.05. Sögulega skáldsagan á Ítalíu Hjalti Snær Ægisson með hádegisfyrirlestur hjá Sagnfræðingafélaginu. NAFN RÓSARINNAR Skáldsaga Umberto Eco þótti valda straumhvörf- um í ritun sögulegra skáldsagna á Ítalíu. E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 8 9 5 VÍNBÚÐIRNAR UM PÁSKANA Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is eða á farsímavef okkar m.vinbudin.is. Miðvikudagur 27. mars OPIÐ 11-19 Skírdagur LOKAÐ Föstudagurinn langi LOKAÐ Laugardagur 30. mars OPIÐ 11-18 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum LOKAÐ OPNUNARTÍMAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG AKUREYRI 10-20 SKEIFAN | DALVEGUR SKÚTUVOGUR OPIÐ Í DAG OG Á MORGUN HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Félagsvist 20.00 Félagsvist er spiluð hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Upplestur 18.00 Árni Johnsen les 49. Passíu- sálminn í Grafarvogskirkju í tilefni föstunnar. Tónlist 12.15 Björn Steinar Sólbergsson, organ- isti Hallgrímskirkju, leikur á bæði orgel kirkjunnar á hádegistónleikum þar. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffisopa að tónleikum loknum. 12.15 Elsa Waage mezzosópran syngur Wesendonck söngva Wagners á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósasal Hörpu. Aðgangur er ókeypis. 20.30 Hljómsveitin Valdimar og tónlist- amaðurinn Biggi Hilmars spila á stór- tónleikum í Edrúhöllinni, Efstaleiti 7. Eru tónleikarnir hluti af tónleikaröðinni Kaffi, kökur og rokk og ról og er aðgangseyrir kr. 500. 20.30 Kvartett píanóleikarans Árna Heiðars Karlssonar kemur fram á djasskvöldi KEX Hostels. Flutt verður fjölbreytt úrval djassstandarda auk frumsaminnar tónlistar. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Jana María og Söngfuglarnir skemmta á Café Rosenberg. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.