Fréttablaðið - 13.04.2013, Page 50

Fréttablaðið - 13.04.2013, Page 50
Umferðarstofa var bæði árið 2009 og 2010 valin stofnun ársins í könnun sem gerð var á meðal félagsmanna SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu. Árið 2012 var stofnunin í öðru sæti. Hjá stofnuninni starfa um 55 starfsmenn. Lögð er áhersla á þjónustu, árangur, áreiðanleika og jákvæðni. Tilgangur Umferðarstofu er að auka lífsgæði með því að efla öryggi í umferðinni. Stofnunin hefur innleitt stefnumiðað árangursmat og er því mikið lagt upp úr mælanlegum árangri. Upplýsingar um Umferðarstofu má finna á heimasíðu www.us.is. Upplýsingar veita: Elísabet Sverrisdóttir elisabet@hagvangur.is Inga Steinunn Arnardóttir inga@hagvangur.is Kristín Guðmundsdóttir kristin@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2013. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Starfsmaður í notendaþjónustu á upplýsingatæknisvið Forritari í NorType verkefnið Lögfræðingur á rekstrarsvið Helstu verkefni Verkefni lögfræðings felast m.a. í svörun erinda sem stofnuninni berast, mótun laga og reglna um bíltæknileg málefni, umferð og umferðaröryggi. Innleiðingu EB-gerða, viðhaldi, breytingum og túlkun laga og reglugerða sem eru á starfssviði stofnunarinnar, ásamt gerð stjórnvaldsákvarðana í málum stofnunarinnar. Starf lögfræðings heyrir undir yfirlögfræðing stofnunarinnar. Starfshlutfall er 100%. Gert er ráð fyrir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Menntunar- og hæfniskröfur • Fullnaðarpróf í lögfræði er skilyrði • Góð þekking á sviði stjórnsýsluréttar er æskileg • Mjög gott vald á íslensku, bæði í ræðu og riti • Mjög gott vald á ensku, bæði í ræðu og riti • Færni í Norðurlandamálum er kostur • Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður, úrræðagóður, skipulagður, drífandi, jákvæður og fær í mannlegum samskiptum Helstu verkefni NorType verkefnið snýst um skráningu tæknilegra atriða úr evrópskum heildargerðarviðurkenningum á fólksbifreiðum, sendibifreiðum og mótorhjólum. Hlutverk forritara er að sjá um og þróa tölvukerfi NorType, sem í dag eru unnin í Ruby on Rails með bakvinnslu í Clojure, JRuby og Xquery. Möguleiki er á að þróa kerfin í aðra átt, með stuðningi frá öðrum forriturum stofnunarinnar. Starfið hentar einstaklingi sem er opinn fyrir því að læra og setja sig inn í nýja hluti og þróast í starfi. Fyrst um sinn mun nýr forritari vinna samhliða núverandi forritara NorType, en taka síðar við verkefninu að fullu. Starfshlutfall er 100%. Upphafsdagur ráðningar er eftir samkomulagi. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, eða önnur reynsla sem nýtist í starfi forritara • Góð þekking á Excel, XML og gagnagrunnskerfum nauðsynleg • Þekking á Ruby on Rails, JRuby, Clojure og Xquery kostur • Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg • Viðkomandi þarf að búa yfir miklu frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, vandvirkni, og hafa sérlega góða samstarfs- og samskiptahæfileika Helstu verkefni Starfið felst aðallega í notendaaðstoð, uppsetningu og þjónustu á vél- og hugbúnaði starfsmanna auk annarra fjölbreyttra verkefna. Starfið hentar einstaklingi sem vill hafa mikið að gera og læra nýja hluti. Starfshlutfall er 100%. Gert er ráð fyrir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Menntunar- og hæfniskröfur • Rík þjónustulund • Mjög góð almenn tölvukunnátta • Góð þekking á Microsoft hugbúnaði á útstöðvum • Góð þekking á tölvum og tengdum búnaði og færni til bilanagreininga • Þekking á netkerfum, tengingum og samskiptabúnaði • Þekking á Microsoft hugbúnaði á netþjónum æskileg • Microsoft gráður eru kostur • Leitað er að einstaklingi sem er metnaðarfullur, samvisku- samur og góður í mannlegum samskiptum, sýnir frumkvæði og getur unnið sjálfstætt og í hóp Vakin er athygli á því að þann 1. júlí nk. mun Umferðarstofa sameinast Flugmálastjórn og hluta Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar undir nafninu Samgöngustofa. Öll störf og verkefni Umferðarstofu munu flytjast til nýrrar stofnunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.