Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 110

Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 110
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 70 Edda Blumenstein, framkvæmda- stjóri Skemmtigarðsins í Smára- lind, er mikil áhugakona um allt sem tengist hárgreiðslu. Hún heldur úti vefsíðunni Hárið.is og Facebook-síðu með sama nafni þar sem hægt er að nálgast upplýsing- ar um hár og hártísku. Edda segir síðuna hafa orðið til af einskærum áhuga og sinnir hún henni í frítíma sínum. „Ég segi stundum að þetta sé eins og fót- boltinn hjá karlinum. Sumir hafa áhuga á fótbolta eða golfi, ég hef áhuga á hári,” segir Edda og hlær. Markmið vefsíðunnar er að auðvelda fólki leitina að kennslu- myndböndum og umfjöllunum um hár og hárvörur. Hún finn- ur megnið af upplýsingunum á Pinterest, Youtube og vefsíðum sem fjalla um hár og hárgreiðslur. „Ég safna upplýsingunum á einn stað og það auðveldar fólki leitina. Aðdáendur Facebook-síðunnar eru líka farnir að senda mér tengla og myndir sem ég síðan deili áfram, þetta er orðið að hálfgerðu sam- félagi.“ Aðspurð segir Edda að líklega geti hún þakkað móður sinni fyrir þennan mikla áhuga á hári, en hún starfar sem hárgreiðslumeistari. „Þaðan kemur fyrirmyndin og áhuginn. Ég hef alla tíð lagt mikið upp úr því að hárið sé fínt og hef mjög gaman af því að gera alls konar greiðslur.“ Innt eftir því hvaða greiðsla sé í mestu uppáhaldi hjá henni kveðst Edda hrifnust af fléttum. „Ég er rosalega hrifin af fléttum í allri sinni mynd og bíð til dæmis spennt eftir því að Daenerys Targaryen birtist á skjánum þegar ég horfi á Game of Thrones. Hún er alltaf með svo flottar fléttur,“ segir hún að lokum og hlær. - sm Eins og fótboltinn hjá karlinum Edda Blumenstein heldur úti vefsíðunni Hárið.is sem fj allar um hár og hártísku. HRIFIN AF HÁRI Edda Blumenstein framkvæmdastjóri heldur úti vefsíðunni Hárið.is. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ 6.034 hafa lækað Hárið.is á Facebook. Söngkonan Dísa Jakobsdótt- ir hefur vakið athygli eftir að myndband við lag hennar, Sun, var frumsýnt á vefsíðunni Now- ness.com. „Þessi jákvæðu viðbrögð hafa verið mjög ánægjuleg og komið skemmtilega á óvart. Lagið fjallar um sólina og ég sótti inn- blástur minn í bókina LoveStar, sem mér finnst alveg frábær,“ útskýrir Dísa og bætir hikandi við: „Ég vona að honum [Andra Snæ Magnasyni] sé sama að ég hafi notað söguna hans á þennan hátt.“ Söngkonan er nýkomin með samning við danska útgáfufyrir- tækið Tigerspring sem er bæði með skrifstofur í Kaupmanna- höfn og London. Dísa lýsir sam- starfinu sem nánu og þægilegu og viðurkennir að hún hafi lengi látið sig dreyma um samning við fyrirtækið. „Þetta er enn glæ- nýtt en lofar góðu. Uppáhalds dönsku hljómsveitirnar mínar eru með samning hjá þeim og ég hafði látið mig dreyma um að ganga til liðs við þá frá því ég flutti hingað,“ segir Dísa, sem er búsett í Kaupmannahöfn ásamt dönskum sambýlismanni og tveimur börnum þeirra. Hún stundar nám í tón- smíðum við Rytmisk Musik- konservatorium og ber nám- inu vel söguna. „Námið er snilld. Ég á tvö ár eftir því ég tók mér barneignarfrí eftir fæð- ingu yngra barnsins. Ég nýtti fríið svo í að semja efni fyrir sólóplötu sem er „in the making“.“ Sambýlis- maður Dísu er einnig tón- listarmaður og saman mynduðu þau dúettinn Song for Wendy sem hélt meðal annars tónleika hér á landi jólin 2011. Að sögn Dísu er dúettinn í orlofi og ætla þau þess í stað að einbeita sér að sólóverkefnum. „Þegar maður er með sameigin- legt heimili og tvö börn þá verður svolítið mikið að ætla líka að vinna saman. Við erum rosalega ólíkir tónlistar menn og þó við vinnum ekki lengur saman þá fáum við góðar ráðlegg- ingar og hjálp frá hvort öðru.“ sara@frettabladid.is Hefur lengi dreymt um þennan samning Dísa Jakobsdóttir vekur athygli með nýju lagi sínu, Sun. Lagið er innblásið af LoveStar eft ir Andra Snæ Magnason. Dísa skrifaði nýlega undir samning við danska útgáfufyrirtækið Tigerspring, þar sem hennar uppáhaldssveitir eru fyrir. ■ Tigerspring var stofnað árið 2006 af Christian Møller og Søren Winding sem kynntust er þeir stunduðu nám við Royal Music Conservatorium. ■ Listamennirnir sem eru á samningi hjá fyrirtækinu kalla sig stundum „Tiger Family“, sem þýða má sem Tígurfjölskyldan á okkar ylhýra. ■ Á meðal þeirra listamanna sem eru á samningi hjá Tigerspring má nefna Choir of Young Believers, Howl Baby Howl, I Got You On Tape, Jong Pang og Messy Shelters. Tígrisdýrafjölskyldan STYRKJA DAVÍÐ Vinir Davíðs Olgeirssonar, tónlistar- manns og markaðsstjóra Háskólans á Bifröst, hafa hafið sölu á stutterma- bolum til styrktar honum. Davíð lenti í því að blóðgúlpur sprakk í höfði hans á knattspyrnuæfingu í febrúar sem orsakaði heilablæðingu og hefur hann verið í stífri endurhæfingu síðan. Karl Sigurðsson borgarfulltrúi er einn af þeim sem standa að söfnuninni en þeir Davíð voru saman í strákasveitinni Brooklyn Fæv. Olgeir Hallgrímsson hannar bolina og hægt er panta eintök á póst- fanginu kallisig@ gmail.com. - áp „Það er alltaf kraftaverk að eignast barn og á okkar aldri er það enn meira kraftaverk.“ LEIKKONAN HALLE BERRY, SEM VERÐ- UR 47 ÁRA Á ÞESSU ÁRI, OPINBERAÐI Í VIKUNNI AÐ HÚN ÆTTI VON Á SÍNU ÖÐRU BARNI MEÐ KÆRASTA SÍNUM, OLIVIER MARTINEZ. VEKUR ATHYGLI Dísa Jakobsdóttir, söngkona, hefur vakið athygli með nýju lagi sínu, Sun. Lagið var innblásið af sögu eftir Andra Snæ Magna- son. Í þessari fallegu og rómantísku vorferð sem hefst um hvítasunnuna er dvalið á undurfögrum stöðum í Austurríki og Þýskalandi og ferðast, fræðst og rölt um í mestu makindum. Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir. Um ferðina: LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | URVALUTSYN.IS Vorferð til Mið-Evrópu á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Gist er í Tírol frá 18.-21.maí, við Bodenvatn 21.-24.maí og í München 24.-26.maí. 228.300 KR.- 18. - 26. maí Mjög mikið innifalið Efldu einbeitninguna Efldu einbeitinguna og auktu líkamlegt þol með töku Arctic Root og Fjörefna. 20% afsláttur í apríl! KOMINN ÚR AÐGERÐ MMA-bardagamaðurinn Gunnar Nelson fór í aðgerð á hné í gær. Rétt eftir hádegi birtist mynd af honum á Facebook-síðu hans, nývöknuðum úr aðgerðinni, með þeim skilaboðum að aðgerðin hefði gengið vel. Með honum á myndinni var kærastan hans, Auður Ómarsdóttir, og vinur hans Jón Viðar Arnþórsson sem var þar klæddur í skurðlækna- galla. Ólíklegt er þó að hann hafi annast aðgerðina eins og stóð í textanum við myndina, þar sem hann er ekki læknismennt- aður. DANSARAR MEÐ FATAMARKAÐ Dansarinn og gif-drottningin Berglind Pétursdóttir ætlar að selja af sér spjarirnar á fatamarkaði á Dans- verkstæðinu við Skúlagötu 30. „Þarna verða hinir ýmsu dansarar að selja allt nema jogginggallana sína og mikið stuð og stemmning,“ segir Berglind, sem auk fatnaðarins verður með hina sívinsælu hárblómakransa á staðnum. Markaðurinn hefst klukkan 13.00 og stendur til 17.00.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.