Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 112
NÆRMYND
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
„Hann var stóri bróðir minn og ég
leit mikið upp til hans. Hann hafði
mikla athyglisþörf og var alltaf að
setja eitthvað á svið. Við
hin fengum stundum að
vera með en hann var
samt alltaf trúðurinn
og nú fær hann borgað
fyrir það.“
Karen Ingimarsdóttir,
kennari og systir
EIGINKONA Gitte Nielsen, þrjú börn
FORELDRAR Ingimar Snorri Karlsson
og Ólöf Guðný Kristjánsdóttir
Kristján ólst upp á Akureyri en hefur búið
í Danmörku meira og minna hátt í tuttugu
ár. Þar hefur hann sett á svið fjölda sýninga
sem vakið hafa ómælda hrifningu. Nýjasta
sýning hans Blam! var sýnd hér á landi fyrir
stuttu og sló hressilega í gegn.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
„… æviNtýRasagA og
SiðfErðIlegt drama.“
N R C H A N D E L S B L A D
Kristján
Ingimarsson
leikari
„Mér fannst hann frekar leiðinlegur til
að byrja með, í Gagganum og svona.
Hafði eiginlega ekkert álit á honum,
fannst hann svo þurr, en það var bara
af því að ég þekkti hann ekkert. Hann
var mjög fjörlegur og skemmtilegur
strákur og í MA var hann
alltaf að setja gjörninga
á svið, bæði í tímum og
utan þeirra.“
Hlynur Hallsson,
myndlistarmaður og
æskuvinur
„Hann er stórkostleg sprengja þessi
maður. Það er eins og sköpunar-
krafturinn flæði bókstaflega frá
honum. Hann er bara
æðislegur og ég elska að
vinna með honum. Það
er stórkostlegt!“
Ilmur Stefánsdóttir,
leikmyndahönnuður og
samstarfskona